Húsnæðiskreppan krefst lausna ekki umræðu Finnbjörn A. Hermannsson og Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifa 27. nóvember 2024 08:01 Það er óhætt að segja að það ríki neyðarástand á húsnæðismarkaði. Vaxandi fjöldi heimila er að sligast undan vaxtakostnaði og þúsundir leigjenda eru á biðlistum eftir íbúð hjá óhagnaðardrifnum leigufélögum til að flýja íþyngjandi leiguverð. Nær ómögulegt er fyrir ungt fólk að kaupa fyrstu íbúð nema með miklum stuðningi foreldra. Fullorðið fólk kemst því ekki að heiman og sum flytja erlendis vegna þessa. Á síðastliðnum 10 árum hefur okkur á Íslandi líka fjölgað um 45.000 vegna aðflutnings fólks af erlendum uppruna. Þau hafa flutt hingað vegna þess að sárlega hefur vantað fólk í fjölbreytt störf og stærstur hluti þeirra starfar í ferðamannaþjónustu. Þetta jafngildir heilum viðbótarárgangi árlega inn á húsnæðismarkaðinn. Mörg í þessum hópi búa við óviðunandi aðstæður. Markaðurinn leysir ekki allan vanda ASÍ og BSRB hafa frá upphafi beitt sér fyrir húsnæðisöryggi launafólks, gert kröfur á stjórnvöld um að öll geti skapað sér gott heimili og við höfum sjálf byggt íbúðir að því markmiði. Til alltof margra ára var lítið vitað um hversu mikið væri verið að byggja eða hvort það húsnæði sem var í byggingu væri í samræmi við þörf – t.d. hvað varðar stærð íbúða og fjölda herbergja. Þegar umfang og gæði upplýsinga um húsnæðismarkað jukust fór mikill tími í að fá stjórnvöld til að átta sig á því að markaðurinn myndi ekki leysa öll mál. Við bentum á að það séu bara ríki og sveitarfélög sem geti tryggt að byggt sé nægilega mikið og í samræmi við þörf. Öll þessi umræða fór fram í mjög mörgum nefndum og starfshópum með stjórnvöldum og samtökum atvinnurekenda á undanförnum árum. Og oft hefur staðan verið þannig að við höfum dæst yfir því að það eigi að stofna enn eina nefndina í stað þess að bretta upp ermar og byggja bara, þörfin liggur jú fyrir í húsnæðisáætlunum sveitarfélaganna. En allt þetta samtal hefur skilað því að við náðum að tala okkur niður á sameiginlega sýn sem er í samræmi við áherslur okkar í verkalýðshreyfingunni. Það gefur von um breytingar. Kemst samþykkt húsnæðisstefna í framkvæmd? Á þessum grunni samþykkti Alþingi í sumar húsnæðisstefnu fyrir árin 2024-2038 og fimm ára aðgerðaáætlun til þess að tryggja uppbyggingu á húsnæði fyrir öll. Áður hafði verið undirritað samkomulag innviðaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til 10 ára um uppbyggingu 35.000 íbúða á næstu 10 árum. Af þeim á þriðjungur íbúða að vera með stuðningi frá hinu opinbera í almenna íbúðakerfið, sem samanstendur af óhagnaðardrifnum leigufélögum, og hlutdeildarlán til fyrstu kaupenda. Bjarg, sem er í eigu ASÍ og BSRB, er stærsta félagið í almenna íbúðakerfinu með leiguíbúðir á hagstæðu verði fyrir tekjulágt launafólk í stéttarfélögum heildarsamtakanna. Stefnan er því komin – en þá vaknar spurningin hvort standa eigi við stefnuna? Staðan í dag er sú að það er aðeins verið að byggja um helming af því sem til stóð hér á höfuðborgarsvæðinu og það er ekki verið að byggja nóg í meirihluta sveitarfélaga á landinu. Bjarg, íbúðafélag ASÍ og BSRB, nær ekki að byggja þær íbúðir sem við erum með á áætlun þar sem ekki fást lóðir og skortur er á innviðum hjá sveitarfélögunum. Í kjölfar Alþingiskosninganna í lok mánaðarins mun taka við ný ríkisstjórn og við óttumst að framundan séu mörg ár af meiri umræðu þegar áherslan verður að vera á að byggja fleiri heimili hratt og vel. Svör stjórnmálaflokkanna við því hvað þurfi að gera betur í húsnæðismálum eru mjög fjölbreytt og ansi ólík með hliðsjón af allri þeirri vinnu sem hefur farið fram við að tala sig niður á sameiginlega niðurstöðu undanfarin ár. Á kosningafundi ASÍ og BSRB með fulltrúum flokkanna mánudaginn 18. nóvembersvöruðu þó allir flokkar því játandi að þeir ætli sér að vinna í samræmi við samþykkta húsnæðisstefnu og beita sér fyrir stóraukinni íbúðabyggingu. Hreinar línur, skýr svör Það þarf ekki meiri umræðu um vandann en það þarf skýrar línur um hvernig eigi að leysa hann. Kjósendur eiga rétt á að fá skýr svör frá frambjóðendum um hvernig framtíðarsamfélag þeir vilji byggja upp, hvernig þeir ætli að gera það og hvort áætlanir þeirra byggi í grunninn á einstaklingshyggju eða samstöðu. Ef ríkið heldur áfram að benda á að vandinn liggi hjá sveitarfélögum og sveitarfélögin á móti á ríkið þá er ljós að neyðarástand mun áfram ríkja á húsnæðismarkaði. Jafnframt er ljóst að hverfa verður frá þeirri hugmyndafræði að líta beri á íbúðakaup almennings fyrst og fremst sem fjárfestingu. Við höfnum þeirri sýn peningamanna til fólksins í landinu að það sé fyrst og fremst fjárfestar á markaði. Heimili er ekki fjárfesting. Heimili er þak yfir höfuðið; grunnþörf fólks og réttur. Það er samfélagslegt verkefni að standa vörð um þann rétt og uppfylla þá þörf. Til þess að það megi takast verða stjórnmálamenn að axla þá ábyrgð sem fylgir því þjónustustarfi sem þeir sækjast eftir. Sonja Ýr er formaður BSRB.Finnbjörn er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson Sonja Ýr Þorbergsdóttir ASÍ Stéttarfélög Húsnæðismál Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það er óhætt að segja að það ríki neyðarástand á húsnæðismarkaði. Vaxandi fjöldi heimila er að sligast undan vaxtakostnaði og þúsundir leigjenda eru á biðlistum eftir íbúð hjá óhagnaðardrifnum leigufélögum til að flýja íþyngjandi leiguverð. Nær ómögulegt er fyrir ungt fólk að kaupa fyrstu íbúð nema með miklum stuðningi foreldra. Fullorðið fólk kemst því ekki að heiman og sum flytja erlendis vegna þessa. Á síðastliðnum 10 árum hefur okkur á Íslandi líka fjölgað um 45.000 vegna aðflutnings fólks af erlendum uppruna. Þau hafa flutt hingað vegna þess að sárlega hefur vantað fólk í fjölbreytt störf og stærstur hluti þeirra starfar í ferðamannaþjónustu. Þetta jafngildir heilum viðbótarárgangi árlega inn á húsnæðismarkaðinn. Mörg í þessum hópi búa við óviðunandi aðstæður. Markaðurinn leysir ekki allan vanda ASÍ og BSRB hafa frá upphafi beitt sér fyrir húsnæðisöryggi launafólks, gert kröfur á stjórnvöld um að öll geti skapað sér gott heimili og við höfum sjálf byggt íbúðir að því markmiði. Til alltof margra ára var lítið vitað um hversu mikið væri verið að byggja eða hvort það húsnæði sem var í byggingu væri í samræmi við þörf – t.d. hvað varðar stærð íbúða og fjölda herbergja. Þegar umfang og gæði upplýsinga um húsnæðismarkað jukust fór mikill tími í að fá stjórnvöld til að átta sig á því að markaðurinn myndi ekki leysa öll mál. Við bentum á að það séu bara ríki og sveitarfélög sem geti tryggt að byggt sé nægilega mikið og í samræmi við þörf. Öll þessi umræða fór fram í mjög mörgum nefndum og starfshópum með stjórnvöldum og samtökum atvinnurekenda á undanförnum árum. Og oft hefur staðan verið þannig að við höfum dæst yfir því að það eigi að stofna enn eina nefndina í stað þess að bretta upp ermar og byggja bara, þörfin liggur jú fyrir í húsnæðisáætlunum sveitarfélaganna. En allt þetta samtal hefur skilað því að við náðum að tala okkur niður á sameiginlega sýn sem er í samræmi við áherslur okkar í verkalýðshreyfingunni. Það gefur von um breytingar. Kemst samþykkt húsnæðisstefna í framkvæmd? Á þessum grunni samþykkti Alþingi í sumar húsnæðisstefnu fyrir árin 2024-2038 og fimm ára aðgerðaáætlun til þess að tryggja uppbyggingu á húsnæði fyrir öll. Áður hafði verið undirritað samkomulag innviðaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til 10 ára um uppbyggingu 35.000 íbúða á næstu 10 árum. Af þeim á þriðjungur íbúða að vera með stuðningi frá hinu opinbera í almenna íbúðakerfið, sem samanstendur af óhagnaðardrifnum leigufélögum, og hlutdeildarlán til fyrstu kaupenda. Bjarg, sem er í eigu ASÍ og BSRB, er stærsta félagið í almenna íbúðakerfinu með leiguíbúðir á hagstæðu verði fyrir tekjulágt launafólk í stéttarfélögum heildarsamtakanna. Stefnan er því komin – en þá vaknar spurningin hvort standa eigi við stefnuna? Staðan í dag er sú að það er aðeins verið að byggja um helming af því sem til stóð hér á höfuðborgarsvæðinu og það er ekki verið að byggja nóg í meirihluta sveitarfélaga á landinu. Bjarg, íbúðafélag ASÍ og BSRB, nær ekki að byggja þær íbúðir sem við erum með á áætlun þar sem ekki fást lóðir og skortur er á innviðum hjá sveitarfélögunum. Í kjölfar Alþingiskosninganna í lok mánaðarins mun taka við ný ríkisstjórn og við óttumst að framundan séu mörg ár af meiri umræðu þegar áherslan verður að vera á að byggja fleiri heimili hratt og vel. Svör stjórnmálaflokkanna við því hvað þurfi að gera betur í húsnæðismálum eru mjög fjölbreytt og ansi ólík með hliðsjón af allri þeirri vinnu sem hefur farið fram við að tala sig niður á sameiginlega niðurstöðu undanfarin ár. Á kosningafundi ASÍ og BSRB með fulltrúum flokkanna mánudaginn 18. nóvembersvöruðu þó allir flokkar því játandi að þeir ætli sér að vinna í samræmi við samþykkta húsnæðisstefnu og beita sér fyrir stóraukinni íbúðabyggingu. Hreinar línur, skýr svör Það þarf ekki meiri umræðu um vandann en það þarf skýrar línur um hvernig eigi að leysa hann. Kjósendur eiga rétt á að fá skýr svör frá frambjóðendum um hvernig framtíðarsamfélag þeir vilji byggja upp, hvernig þeir ætli að gera það og hvort áætlanir þeirra byggi í grunninn á einstaklingshyggju eða samstöðu. Ef ríkið heldur áfram að benda á að vandinn liggi hjá sveitarfélögum og sveitarfélögin á móti á ríkið þá er ljós að neyðarástand mun áfram ríkja á húsnæðismarkaði. Jafnframt er ljóst að hverfa verður frá þeirri hugmyndafræði að líta beri á íbúðakaup almennings fyrst og fremst sem fjárfestingu. Við höfnum þeirri sýn peningamanna til fólksins í landinu að það sé fyrst og fremst fjárfestar á markaði. Heimili er ekki fjárfesting. Heimili er þak yfir höfuðið; grunnþörf fólks og réttur. Það er samfélagslegt verkefni að standa vörð um þann rétt og uppfylla þá þörf. Til þess að það megi takast verða stjórnmálamenn að axla þá ábyrgð sem fylgir því þjónustustarfi sem þeir sækjast eftir. Sonja Ýr er formaður BSRB.Finnbjörn er forseti ASÍ.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun