Húsnæðiskreppan krefst lausna ekki umræðu Finnbjörn A. Hermannsson og Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifa 27. nóvember 2024 08:01 Það er óhætt að segja að það ríki neyðarástand á húsnæðismarkaði. Vaxandi fjöldi heimila er að sligast undan vaxtakostnaði og þúsundir leigjenda eru á biðlistum eftir íbúð hjá óhagnaðardrifnum leigufélögum til að flýja íþyngjandi leiguverð. Nær ómögulegt er fyrir ungt fólk að kaupa fyrstu íbúð nema með miklum stuðningi foreldra. Fullorðið fólk kemst því ekki að heiman og sum flytja erlendis vegna þessa. Á síðastliðnum 10 árum hefur okkur á Íslandi líka fjölgað um 45.000 vegna aðflutnings fólks af erlendum uppruna. Þau hafa flutt hingað vegna þess að sárlega hefur vantað fólk í fjölbreytt störf og stærstur hluti þeirra starfar í ferðamannaþjónustu. Þetta jafngildir heilum viðbótarárgangi árlega inn á húsnæðismarkaðinn. Mörg í þessum hópi búa við óviðunandi aðstæður. Markaðurinn leysir ekki allan vanda ASÍ og BSRB hafa frá upphafi beitt sér fyrir húsnæðisöryggi launafólks, gert kröfur á stjórnvöld um að öll geti skapað sér gott heimili og við höfum sjálf byggt íbúðir að því markmiði. Til alltof margra ára var lítið vitað um hversu mikið væri verið að byggja eða hvort það húsnæði sem var í byggingu væri í samræmi við þörf – t.d. hvað varðar stærð íbúða og fjölda herbergja. Þegar umfang og gæði upplýsinga um húsnæðismarkað jukust fór mikill tími í að fá stjórnvöld til að átta sig á því að markaðurinn myndi ekki leysa öll mál. Við bentum á að það séu bara ríki og sveitarfélög sem geti tryggt að byggt sé nægilega mikið og í samræmi við þörf. Öll þessi umræða fór fram í mjög mörgum nefndum og starfshópum með stjórnvöldum og samtökum atvinnurekenda á undanförnum árum. Og oft hefur staðan verið þannig að við höfum dæst yfir því að það eigi að stofna enn eina nefndina í stað þess að bretta upp ermar og byggja bara, þörfin liggur jú fyrir í húsnæðisáætlunum sveitarfélaganna. En allt þetta samtal hefur skilað því að við náðum að tala okkur niður á sameiginlega sýn sem er í samræmi við áherslur okkar í verkalýðshreyfingunni. Það gefur von um breytingar. Kemst samþykkt húsnæðisstefna í framkvæmd? Á þessum grunni samþykkti Alþingi í sumar húsnæðisstefnu fyrir árin 2024-2038 og fimm ára aðgerðaáætlun til þess að tryggja uppbyggingu á húsnæði fyrir öll. Áður hafði verið undirritað samkomulag innviðaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til 10 ára um uppbyggingu 35.000 íbúða á næstu 10 árum. Af þeim á þriðjungur íbúða að vera með stuðningi frá hinu opinbera í almenna íbúðakerfið, sem samanstendur af óhagnaðardrifnum leigufélögum, og hlutdeildarlán til fyrstu kaupenda. Bjarg, sem er í eigu ASÍ og BSRB, er stærsta félagið í almenna íbúðakerfinu með leiguíbúðir á hagstæðu verði fyrir tekjulágt launafólk í stéttarfélögum heildarsamtakanna. Stefnan er því komin – en þá vaknar spurningin hvort standa eigi við stefnuna? Staðan í dag er sú að það er aðeins verið að byggja um helming af því sem til stóð hér á höfuðborgarsvæðinu og það er ekki verið að byggja nóg í meirihluta sveitarfélaga á landinu. Bjarg, íbúðafélag ASÍ og BSRB, nær ekki að byggja þær íbúðir sem við erum með á áætlun þar sem ekki fást lóðir og skortur er á innviðum hjá sveitarfélögunum. Í kjölfar Alþingiskosninganna í lok mánaðarins mun taka við ný ríkisstjórn og við óttumst að framundan séu mörg ár af meiri umræðu þegar áherslan verður að vera á að byggja fleiri heimili hratt og vel. Svör stjórnmálaflokkanna við því hvað þurfi að gera betur í húsnæðismálum eru mjög fjölbreytt og ansi ólík með hliðsjón af allri þeirri vinnu sem hefur farið fram við að tala sig niður á sameiginlega niðurstöðu undanfarin ár. Á kosningafundi ASÍ og BSRB með fulltrúum flokkanna mánudaginn 18. nóvembersvöruðu þó allir flokkar því játandi að þeir ætli sér að vinna í samræmi við samþykkta húsnæðisstefnu og beita sér fyrir stóraukinni íbúðabyggingu. Hreinar línur, skýr svör Það þarf ekki meiri umræðu um vandann en það þarf skýrar línur um hvernig eigi að leysa hann. Kjósendur eiga rétt á að fá skýr svör frá frambjóðendum um hvernig framtíðarsamfélag þeir vilji byggja upp, hvernig þeir ætli að gera það og hvort áætlanir þeirra byggi í grunninn á einstaklingshyggju eða samstöðu. Ef ríkið heldur áfram að benda á að vandinn liggi hjá sveitarfélögum og sveitarfélögin á móti á ríkið þá er ljós að neyðarástand mun áfram ríkja á húsnæðismarkaði. Jafnframt er ljóst að hverfa verður frá þeirri hugmyndafræði að líta beri á íbúðakaup almennings fyrst og fremst sem fjárfestingu. Við höfnum þeirri sýn peningamanna til fólksins í landinu að það sé fyrst og fremst fjárfestar á markaði. Heimili er ekki fjárfesting. Heimili er þak yfir höfuðið; grunnþörf fólks og réttur. Það er samfélagslegt verkefni að standa vörð um þann rétt og uppfylla þá þörf. Til þess að það megi takast verða stjórnmálamenn að axla þá ábyrgð sem fylgir því þjónustustarfi sem þeir sækjast eftir. Sonja Ýr er formaður BSRB.Finnbjörn er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson Sonja Ýr Þorbergsdóttir ASÍ Stéttarfélög Húsnæðismál Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Það er óhætt að segja að það ríki neyðarástand á húsnæðismarkaði. Vaxandi fjöldi heimila er að sligast undan vaxtakostnaði og þúsundir leigjenda eru á biðlistum eftir íbúð hjá óhagnaðardrifnum leigufélögum til að flýja íþyngjandi leiguverð. Nær ómögulegt er fyrir ungt fólk að kaupa fyrstu íbúð nema með miklum stuðningi foreldra. Fullorðið fólk kemst því ekki að heiman og sum flytja erlendis vegna þessa. Á síðastliðnum 10 árum hefur okkur á Íslandi líka fjölgað um 45.000 vegna aðflutnings fólks af erlendum uppruna. Þau hafa flutt hingað vegna þess að sárlega hefur vantað fólk í fjölbreytt störf og stærstur hluti þeirra starfar í ferðamannaþjónustu. Þetta jafngildir heilum viðbótarárgangi árlega inn á húsnæðismarkaðinn. Mörg í þessum hópi búa við óviðunandi aðstæður. Markaðurinn leysir ekki allan vanda ASÍ og BSRB hafa frá upphafi beitt sér fyrir húsnæðisöryggi launafólks, gert kröfur á stjórnvöld um að öll geti skapað sér gott heimili og við höfum sjálf byggt íbúðir að því markmiði. Til alltof margra ára var lítið vitað um hversu mikið væri verið að byggja eða hvort það húsnæði sem var í byggingu væri í samræmi við þörf – t.d. hvað varðar stærð íbúða og fjölda herbergja. Þegar umfang og gæði upplýsinga um húsnæðismarkað jukust fór mikill tími í að fá stjórnvöld til að átta sig á því að markaðurinn myndi ekki leysa öll mál. Við bentum á að það séu bara ríki og sveitarfélög sem geti tryggt að byggt sé nægilega mikið og í samræmi við þörf. Öll þessi umræða fór fram í mjög mörgum nefndum og starfshópum með stjórnvöldum og samtökum atvinnurekenda á undanförnum árum. Og oft hefur staðan verið þannig að við höfum dæst yfir því að það eigi að stofna enn eina nefndina í stað þess að bretta upp ermar og byggja bara, þörfin liggur jú fyrir í húsnæðisáætlunum sveitarfélaganna. En allt þetta samtal hefur skilað því að við náðum að tala okkur niður á sameiginlega sýn sem er í samræmi við áherslur okkar í verkalýðshreyfingunni. Það gefur von um breytingar. Kemst samþykkt húsnæðisstefna í framkvæmd? Á þessum grunni samþykkti Alþingi í sumar húsnæðisstefnu fyrir árin 2024-2038 og fimm ára aðgerðaáætlun til þess að tryggja uppbyggingu á húsnæði fyrir öll. Áður hafði verið undirritað samkomulag innviðaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til 10 ára um uppbyggingu 35.000 íbúða á næstu 10 árum. Af þeim á þriðjungur íbúða að vera með stuðningi frá hinu opinbera í almenna íbúðakerfið, sem samanstendur af óhagnaðardrifnum leigufélögum, og hlutdeildarlán til fyrstu kaupenda. Bjarg, sem er í eigu ASÍ og BSRB, er stærsta félagið í almenna íbúðakerfinu með leiguíbúðir á hagstæðu verði fyrir tekjulágt launafólk í stéttarfélögum heildarsamtakanna. Stefnan er því komin – en þá vaknar spurningin hvort standa eigi við stefnuna? Staðan í dag er sú að það er aðeins verið að byggja um helming af því sem til stóð hér á höfuðborgarsvæðinu og það er ekki verið að byggja nóg í meirihluta sveitarfélaga á landinu. Bjarg, íbúðafélag ASÍ og BSRB, nær ekki að byggja þær íbúðir sem við erum með á áætlun þar sem ekki fást lóðir og skortur er á innviðum hjá sveitarfélögunum. Í kjölfar Alþingiskosninganna í lok mánaðarins mun taka við ný ríkisstjórn og við óttumst að framundan séu mörg ár af meiri umræðu þegar áherslan verður að vera á að byggja fleiri heimili hratt og vel. Svör stjórnmálaflokkanna við því hvað þurfi að gera betur í húsnæðismálum eru mjög fjölbreytt og ansi ólík með hliðsjón af allri þeirri vinnu sem hefur farið fram við að tala sig niður á sameiginlega niðurstöðu undanfarin ár. Á kosningafundi ASÍ og BSRB með fulltrúum flokkanna mánudaginn 18. nóvembersvöruðu þó allir flokkar því játandi að þeir ætli sér að vinna í samræmi við samþykkta húsnæðisstefnu og beita sér fyrir stóraukinni íbúðabyggingu. Hreinar línur, skýr svör Það þarf ekki meiri umræðu um vandann en það þarf skýrar línur um hvernig eigi að leysa hann. Kjósendur eiga rétt á að fá skýr svör frá frambjóðendum um hvernig framtíðarsamfélag þeir vilji byggja upp, hvernig þeir ætli að gera það og hvort áætlanir þeirra byggi í grunninn á einstaklingshyggju eða samstöðu. Ef ríkið heldur áfram að benda á að vandinn liggi hjá sveitarfélögum og sveitarfélögin á móti á ríkið þá er ljós að neyðarástand mun áfram ríkja á húsnæðismarkaði. Jafnframt er ljóst að hverfa verður frá þeirri hugmyndafræði að líta beri á íbúðakaup almennings fyrst og fremst sem fjárfestingu. Við höfnum þeirri sýn peningamanna til fólksins í landinu að það sé fyrst og fremst fjárfestar á markaði. Heimili er ekki fjárfesting. Heimili er þak yfir höfuðið; grunnþörf fólks og réttur. Það er samfélagslegt verkefni að standa vörð um þann rétt og uppfylla þá þörf. Til þess að það megi takast verða stjórnmálamenn að axla þá ábyrgð sem fylgir því þjónustustarfi sem þeir sækjast eftir. Sonja Ýr er formaður BSRB.Finnbjörn er forseti ASÍ.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun