Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2024 10:32 Michael Owen fagnar einu af fjölmörgum mörkum sínum fyrir Liverpool. Getty/Jon Buckle Michael Owen yfirgaf Liverpool sem elskaður sonur félagsins, einn allra besti framherji heims og handhafi Gullknattarins. Stuðningsmenn Liverpool hafa hins vegar aldrei sætt sig við það að hann valdi að spila fyrir Manchester United. Í nýju viðtali þá lýsir Owen yfir sárindum sínum yfir því að hafa aldrei verið tekinn í sátt af stuðningsmönnum Liverpool. „Mér finnst ekki eins og ég sé elskaður eða velkominn hjá Liverpool. Það er virkilega sárt og ég reyni því að forðast það að fara þangað,“ sagði Owen í viðtali við The Athletic. Hann fer þar líka yfir kringumstæðurnar þegar hann yfirgaf félagið á sínum tíma. Real Madrid vildi fá hann. „Ég ræddi við knattspyrnustjórann [Benitez] og við Rick Parry [Framkvæmdastjórann]. Það var þannig: Ég verð þarna í eitt eða tvö ár og kem svo til baka. Ég vildi ekki fara frá Liverpool. Liverpool var mitt félag. Ég pældi líka í því hvort ég myndi sjá eftir því ef ég færi ekki,“ sagði Owen. Hann er enn í dag eini leikmaður Liverpool sem hefur unnið Gullhnöttinn sem hann fékk árið sem Liverpool vann bikarþrennuna eða 2000-01. Owen skoraði 158 mörk í fyrir Liverpool á árunum 1996 til 2004 og var sjöundi markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi þegar hann yfirgaf félagið aðeins 25 ára gamall. Owen entist aðeins í eitt tímabil hjá spænska stórliðinu Madrid en var síðan seldur til Newcastle. Hann var mjög óheppin með meiðsli og yfirgaf St. James Park fjórum árum seinna. Það er eitt að fara til Newcastle en annað að fara til erkifjendanna í Manchester United. Owen skrifaði undir tveggja ára samning við United sumarið 2009 og tók við sjöunni frægu af Cristiano Ronaldo. Owen náði að verða enskur meistari með United eitthvað sem hann náði aldrei á árum sínum hjá Liverpool. Þegar hann varð enskur meistari vorið 2011 þá var Liverpool búið að bíða í 21 ár eftir titlinum. Owen spilaði síðasta tímabilið sitt hjá Stoke City en setti skóna upp á hillu 34 ára gamall vorið 2013. Owen hefur allt til alls til að vera elskuð goðsögn hjá stuðningsmönnum Liverpool en þetta sumar sem hann valdi United svíður greinilega enn. View this post on Instagram A post shared by The Athletic | Football (@theathleticfc) Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjá meira
Í nýju viðtali þá lýsir Owen yfir sárindum sínum yfir því að hafa aldrei verið tekinn í sátt af stuðningsmönnum Liverpool. „Mér finnst ekki eins og ég sé elskaður eða velkominn hjá Liverpool. Það er virkilega sárt og ég reyni því að forðast það að fara þangað,“ sagði Owen í viðtali við The Athletic. Hann fer þar líka yfir kringumstæðurnar þegar hann yfirgaf félagið á sínum tíma. Real Madrid vildi fá hann. „Ég ræddi við knattspyrnustjórann [Benitez] og við Rick Parry [Framkvæmdastjórann]. Það var þannig: Ég verð þarna í eitt eða tvö ár og kem svo til baka. Ég vildi ekki fara frá Liverpool. Liverpool var mitt félag. Ég pældi líka í því hvort ég myndi sjá eftir því ef ég færi ekki,“ sagði Owen. Hann er enn í dag eini leikmaður Liverpool sem hefur unnið Gullhnöttinn sem hann fékk árið sem Liverpool vann bikarþrennuna eða 2000-01. Owen skoraði 158 mörk í fyrir Liverpool á árunum 1996 til 2004 og var sjöundi markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi þegar hann yfirgaf félagið aðeins 25 ára gamall. Owen entist aðeins í eitt tímabil hjá spænska stórliðinu Madrid en var síðan seldur til Newcastle. Hann var mjög óheppin með meiðsli og yfirgaf St. James Park fjórum árum seinna. Það er eitt að fara til Newcastle en annað að fara til erkifjendanna í Manchester United. Owen skrifaði undir tveggja ára samning við United sumarið 2009 og tók við sjöunni frægu af Cristiano Ronaldo. Owen náði að verða enskur meistari með United eitthvað sem hann náði aldrei á árum sínum hjá Liverpool. Þegar hann varð enskur meistari vorið 2011 þá var Liverpool búið að bíða í 21 ár eftir titlinum. Owen spilaði síðasta tímabilið sitt hjá Stoke City en setti skóna upp á hillu 34 ára gamall vorið 2013. Owen hefur allt til alls til að vera elskuð goðsögn hjá stuðningsmönnum Liverpool en þetta sumar sem hann valdi United svíður greinilega enn. View this post on Instagram A post shared by The Athletic | Football (@theathleticfc)
Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjá meira