Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. nóvember 2024 08:36 Svanhildur Hólm Valsdóttir og Bjarni Benediktsson. Embætti sendiherra án staðarákvörðunar hefur verið auglýst á Starfatorgi en miklar og ítarlegar hæfniskröfur eru gerðar til umsækjenda. Að sögn Morgunblaðsins mun þetta vera í fyrsta sinn sem staðan er auglýst laus til umsóknar en samkvæmt utanríkisráðuneytinu var auglýsingaskyldu komið á með lagabreytingu sem tók gildi árið 2021. Samkvæmt auglýsingunni eru sérfræði- og stjórnunarstörf á aðalskrifstofu utanríkisráðuneytisins meðal helstu verkefna og dagleg stjórnun sendiskrifstofu og umsýsla málefna sem undir hana heyra. Einnig eftirlit með því að reglum og fyrirmælum sé framfylgt og að reksturinn sé innan fjárheimilda. Þá ber viðkomandi að taka þátt í áætlanagerð, skipulagningu og markmiðasetningu og greina og miðla upplýsingum. Einnig að eiga samskipti og samstarf við fulltrúa annarra ríkja, alþjóðastofnana og hagsmunaaðila. Krefjast yfirgripsmikillar og árangursríkrar reynslu af utanríkismálum Þess er krafist að umsækjendur hafi lokið háskólaprófi sem nýtist í störfum fyrir utanríkisþjónustuna og hafi „yfirgripsmikla og árangursríka reynslu af meðferð utanríkismála í ráðuneyti, sendiskrifstofum, alþjóðastofnunum eða með öðrum hætti sem fyllilega má jafna til þess“. Einnig að viðkomandi búi yfir staðgóðri þekkingu á helstu málefnasviðum utanríkisþjónustunnar, yfir reynslu og þekkingu af mannauðsmálum og ríkri þjónustulund og aðlögunarhæfni. Viðkomandi þurfa einnig að hafa framúrskarandi og víðtæka reynslu af því að byggja upp og viðhalda alþjóðlegu tengslaneti og hafa sýnt fram á leiðtogahæfileika, framsýni og árangursríka stjórnunarreynslu. Hæfisnefnd skipuð þremur einstaklingum mun verða utanríkisráðherra til ráðgjafar um hæfi og almennt hæfi. Umsóknarfrestur er til og með 10. desember næstkomandi. Vekur enn frekari spurningar um hæfi Svanhildar Auglýsingin vekur einna helst athygli í ljósi skipunar Svanhildar Hólm Valsdóttur, fyrrverandi fjölmiðlakonu og aðstoðarmanns Bjarna Benediktssonar, sem sendiherra í Washington. Embættið þykir eitt það mikilvægasta í utanríkisþjónustunni og margir hafa sett spurningamerki við hæfni Svanhildar til að gegna því. Geta ber þess að þar sem Svanhildur var skipuð tímabundið, til allt að fimm ára, þurfti hún lögum samkvæmt ekki að uppfylla sömu kröfur og umsækjendur auglýsta embættisins. Sá sem hreppir hnossið verður skipaður á grundvelli 1. málsgreinar 9. greinar laga númer 39/1971 um utanríkisþjónustu Íslands en Svanhildur var skipuð samkvæmt 2. málsgrein sömu greinar. Heimildin greindi þannig frá því 18. nóvember síðastliðinn að þegar ferill Svanhildar væri borinn saman við bakgrunn sendiherra nágrannþjóða Íslands sem störfuðu í Bandaríkjunum væri hún með áberandi minnsta reynslu. Heimildin hafði líka eftir Gunnari Helga Kristinssyni, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, að tilnefningin hefði sent mjög neikvæð skilaboð til þeirra sem störfuðu við utanríkisþjónustu. „Þeir hagsmunir sem hér er verið að gæta eru þannig ekki hagsmunir utanríkisþjónustunnar eða íslenska ríkisins,“ sagði hann. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallaði um málið og sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, augljóst að hroðvirknislega hefði verið staðið að skipuninni. Fréttin hefur verið uppfærð. Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Að sögn Morgunblaðsins mun þetta vera í fyrsta sinn sem staðan er auglýst laus til umsóknar en samkvæmt utanríkisráðuneytinu var auglýsingaskyldu komið á með lagabreytingu sem tók gildi árið 2021. Samkvæmt auglýsingunni eru sérfræði- og stjórnunarstörf á aðalskrifstofu utanríkisráðuneytisins meðal helstu verkefna og dagleg stjórnun sendiskrifstofu og umsýsla málefna sem undir hana heyra. Einnig eftirlit með því að reglum og fyrirmælum sé framfylgt og að reksturinn sé innan fjárheimilda. Þá ber viðkomandi að taka þátt í áætlanagerð, skipulagningu og markmiðasetningu og greina og miðla upplýsingum. Einnig að eiga samskipti og samstarf við fulltrúa annarra ríkja, alþjóðastofnana og hagsmunaaðila. Krefjast yfirgripsmikillar og árangursríkrar reynslu af utanríkismálum Þess er krafist að umsækjendur hafi lokið háskólaprófi sem nýtist í störfum fyrir utanríkisþjónustuna og hafi „yfirgripsmikla og árangursríka reynslu af meðferð utanríkismála í ráðuneyti, sendiskrifstofum, alþjóðastofnunum eða með öðrum hætti sem fyllilega má jafna til þess“. Einnig að viðkomandi búi yfir staðgóðri þekkingu á helstu málefnasviðum utanríkisþjónustunnar, yfir reynslu og þekkingu af mannauðsmálum og ríkri þjónustulund og aðlögunarhæfni. Viðkomandi þurfa einnig að hafa framúrskarandi og víðtæka reynslu af því að byggja upp og viðhalda alþjóðlegu tengslaneti og hafa sýnt fram á leiðtogahæfileika, framsýni og árangursríka stjórnunarreynslu. Hæfisnefnd skipuð þremur einstaklingum mun verða utanríkisráðherra til ráðgjafar um hæfi og almennt hæfi. Umsóknarfrestur er til og með 10. desember næstkomandi. Vekur enn frekari spurningar um hæfi Svanhildar Auglýsingin vekur einna helst athygli í ljósi skipunar Svanhildar Hólm Valsdóttur, fyrrverandi fjölmiðlakonu og aðstoðarmanns Bjarna Benediktssonar, sem sendiherra í Washington. Embættið þykir eitt það mikilvægasta í utanríkisþjónustunni og margir hafa sett spurningamerki við hæfni Svanhildar til að gegna því. Geta ber þess að þar sem Svanhildur var skipuð tímabundið, til allt að fimm ára, þurfti hún lögum samkvæmt ekki að uppfylla sömu kröfur og umsækjendur auglýsta embættisins. Sá sem hreppir hnossið verður skipaður á grundvelli 1. málsgreinar 9. greinar laga númer 39/1971 um utanríkisþjónustu Íslands en Svanhildur var skipuð samkvæmt 2. málsgrein sömu greinar. Heimildin greindi þannig frá því 18. nóvember síðastliðinn að þegar ferill Svanhildar væri borinn saman við bakgrunn sendiherra nágrannþjóða Íslands sem störfuðu í Bandaríkjunum væri hún með áberandi minnsta reynslu. Heimildin hafði líka eftir Gunnari Helga Kristinssyni, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, að tilnefningin hefði sent mjög neikvæð skilaboð til þeirra sem störfuðu við utanríkisþjónustu. „Þeir hagsmunir sem hér er verið að gæta eru þannig ekki hagsmunir utanríkisþjónustunnar eða íslenska ríkisins,“ sagði hann. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallaði um málið og sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, augljóst að hroðvirknislega hefði verið staðið að skipuninni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira