Hvernig metum við listir og menningu? Andri Björn Róbertsson skrifar 27. nóvember 2024 12:51 Í umræðu um listir og menningu í aðdraganda alþingiskosninga hefur mikil áhersla verið lögð á efnahagslegt gildi. Þar hefur komið fram að beint framlag menningar og skapandi greina nemi um 3,5% af landsframleiðslu, litlu minna en framlag sjávarútvegs. Einnig hefur verið bent á að hver króna sem hið opinbera fjárfestir í menningu og skapandi greinum verði að þremur krónum í hagkerfinu. Að lokum hefur verið nefnt á að skatttekjur hins opinbera af menningu og skapandi greinum séu 17 milljörðum hærri en framlag ríkisins til þessara málaflokka. Þessi umræða hefur verið góð að mörgu leyti í samfélagi sem hefur þörf fyrir að setja allt í mælanlegar stærðir. En hvernig metum við list? Hvernig metum við þau áhrif sem list hefur á samfélagið allt? Þetta ósnertanlega, þessi líðan, tilfinning, áhrif. Er nóg að líta á hversu margar bækur rithöfundur hefur skrifað, hversu margar nótur söngvari hefur sungið og hve mörg spor dansari hefur dansað? Mat á list er afstætt, persónulegt og óendanlegt og því fráleitt að horfa einungis á magn og tölur, þó vissulega skipti þær upplýsingar líka máli. Hver og einn getur haft skoðun á listinni og tilgangi hennar. Sumir segjast jafnvel bara ekkert þurfa á list að halda, sem er skoðun út af fyrir sig. Jákvæð áhrif lista og menningar á andlega og félagslega líðan, þroska barna og ungmenna og stöðu okkar sem þjóð á meðal þjóða, eru öllum kunn. Nóg hefur verið skrifað um það, þó oft sé vöntun á hlustun. Á endanum snýst þetta um vilja þjóðfélags og stjórnmála. Viljum við list? Viljum við ríka og breiða menningu? Viljum við fegurð? Viljum við beitta þjóðfélagsrýni? Viljum við fjölbreytt atvinnulíf með sterkum skapandi greinum? Ég segi já. Afstaða sumra stjórnmálaflokka fyrir kosningarnar er óljós eða lýsir afskiptaleysi og skilningsleysi á stöðu lista og menningar. Stuðningur annarra stjórnmálaflokka við listir og menningu er skýr, þar sem ástríða við viðfangsefninu er augljós. Hver er þín afstaða? Mín afstaða er skýr: Kjósum með menningu og listum. Höfundur er óperusögnvari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Menning Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Í umræðu um listir og menningu í aðdraganda alþingiskosninga hefur mikil áhersla verið lögð á efnahagslegt gildi. Þar hefur komið fram að beint framlag menningar og skapandi greina nemi um 3,5% af landsframleiðslu, litlu minna en framlag sjávarútvegs. Einnig hefur verið bent á að hver króna sem hið opinbera fjárfestir í menningu og skapandi greinum verði að þremur krónum í hagkerfinu. Að lokum hefur verið nefnt á að skatttekjur hins opinbera af menningu og skapandi greinum séu 17 milljörðum hærri en framlag ríkisins til þessara málaflokka. Þessi umræða hefur verið góð að mörgu leyti í samfélagi sem hefur þörf fyrir að setja allt í mælanlegar stærðir. En hvernig metum við list? Hvernig metum við þau áhrif sem list hefur á samfélagið allt? Þetta ósnertanlega, þessi líðan, tilfinning, áhrif. Er nóg að líta á hversu margar bækur rithöfundur hefur skrifað, hversu margar nótur söngvari hefur sungið og hve mörg spor dansari hefur dansað? Mat á list er afstætt, persónulegt og óendanlegt og því fráleitt að horfa einungis á magn og tölur, þó vissulega skipti þær upplýsingar líka máli. Hver og einn getur haft skoðun á listinni og tilgangi hennar. Sumir segjast jafnvel bara ekkert þurfa á list að halda, sem er skoðun út af fyrir sig. Jákvæð áhrif lista og menningar á andlega og félagslega líðan, þroska barna og ungmenna og stöðu okkar sem þjóð á meðal þjóða, eru öllum kunn. Nóg hefur verið skrifað um það, þó oft sé vöntun á hlustun. Á endanum snýst þetta um vilja þjóðfélags og stjórnmála. Viljum við list? Viljum við ríka og breiða menningu? Viljum við fegurð? Viljum við beitta þjóðfélagsrýni? Viljum við fjölbreytt atvinnulíf með sterkum skapandi greinum? Ég segi já. Afstaða sumra stjórnmálaflokka fyrir kosningarnar er óljós eða lýsir afskiptaleysi og skilningsleysi á stöðu lista og menningar. Stuðningur annarra stjórnmálaflokka við listir og menningu er skýr, þar sem ástríða við viðfangsefninu er augljós. Hver er þín afstaða? Mín afstaða er skýr: Kjósum með menningu og listum. Höfundur er óperusögnvari.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun