Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar 27. nóvember 2024 17:10 Samfylkingin segist vera með „plan“ í heilbrigðismálum. Þegar rýnt er í planið er ýmislegt sem stingur í augun, en eitt af því er að samfylkingin stefnir að aukinni miðstýringu þegar kemur að veitingu heilbrigðisþjónustu, eða eins og þau orða það „veitum sjúkrahúsum aukið svigrúm til að ákveða hvernig þau vinna með einkarekstri“. Svo segir „aukið svigrúm og aukin ábyrgð sjúkrahúsa: Þau taki sjálf ákvarðanir um útboð til einkarekstrar“. Með öðrum orðum þá vill samfylkingin að sjúkrahúsin miðstýri hvaða verk eiga heima utan sjúkrahúsa. Þetta er afleitt plan. Aðalástæðurnar eru tvær. Tökum dæmi af einstaklingi sem þarf á aðgerð að halda. Viðkomandi þarf þá fyrst að fara í skoðun hjá Landspítala eða öðru sjúkrahúsi og þeir læknar að meta hvort þörf sé á aðgerð. Ef sjúkrahúslæknar ákveða svo að útvista aðgerðinni þá þarf viðkomandi sjúklingur aftur að koma í skoðun hjá viðkomandi lækni út í bæ. Þetta er vegna þess að læknisfræði eru ófullkomin vísindi og læknar ekki alltaf sammála um hvort og hvernig aðgerð er nauðsynleg. Þetta fyrirkomulag myndi því valda tvíverknaði og þvælingi sjúklinga í kerfinu ásamt aukinni bið. Hin ástæðan er að aðgerðir sem eru gerðar utan sjúkrahúsa eru að jafnaði ódýrari en aðgerðir sem eru gerðar innan sjúkrahúsa. Þetta kemur ekki á óvart þar sem háskólasjúkrahús hafa mun stærri yfirbyggingu og þurfa líka að sinna bráðaþjónustu og sérhæfðri þjónustu eins og t.d. gjörgæslusjúklingum og hjartaskurðlækningum. Sem dæmi má nefna að í nýlegu svari heilbrigðismálaráðuneytis um kostnað vegna aðgerða við endómetríósu kom fram að meðalkostnaður aðgerða á Landspítala án útlaga var 1.448.754 krónur, en meðalkostnaður sambærilegra aðgerða á Klíníkinni var hins vegar 887.500 krónur. Í aðgerðum Klíníkurinnar eru m.a. talin með legnám, aðgerðir við endómetríósu sem er innvaxin í ristil og aðgerðir sem aðrar stofnanir á Íslandi réðu ekki við að framkvæma. Innlögn á legudeild Klíníkurinnar var líka innifalin. Þannig er varlega áætlað um sambærilegar aðgerðir að ræða og sparnaður kaupanda þjónustununnar er yfir 100 milljónir árlega bara fyrir þennan aðgerðarflokk. Mun betra plan væri að skilgreina betur ábendingar og gæðastaðla aðgerða og annarar heilbrigðisþjónustu. Það er mjög mikilvægt að kaupandi þjónustunnar geti gengið að því sem vísu að gæðin séu góð m.t.t. árangurs og fylgikvilla og að ábendingar fyrir aðgerð séu viðeigandi, enda er sjaldgæf en þekkt skuggahlið einkarekinnar þjónustu að verið sé að gera inngrip án þess að tilefni sé til. Það vantar talsvert upp á að eftirlit með gæðum og viðeigandi ábendingum fyrir aðgerðum eigi sér stað, bæði í opinbera kerfinu og hjá einkaaðilum. Við þurfum því að efla Sjúkratryggingar til þessa verkefnis. Með því að að efla getu Sjúkratrygginga til að bjóða út heilbrigðisþjónustu myndi ríkið fá mun hægstæðari kjör og spara þannig hundruðir milljóna árlega. Sjúklingar myndu jafnframt fá skjóta þjónustu án tillit til efnahags sem hefur líka gríðarlega þjóðhagslega hagkvæm áhrif vegna minna vinnutaps og aukinna lífsgæða. Að sjálfsögðu þarf að efla Landspítala og aðrar ríkisstofnanir til að þær séu betur í stakk búnar til að sinna erfiðustu tilfellunum. Það á að vera meginhlutverk Landspítala og við viljum öll að sú þjónusta sé leyst vel af hendi. Innleiðing DRG kerfis og þjónustutengdrar þjónustu heilbrigðisstofnana gefur tækifæri til að ríkisstofnanir og einkaaðilar bjóði í einstaka þjónustu og aðgerðarliði. Mikilvægt er að líka að viðhalda kennslu nema í heilbrigðisfræðum og er mikill vilji og geta hjá einkaaðilum til að sinna því hlutverki. Læknar hjá einkaaðilum sinna nú þegar kennslu læknanema við Háskóla Íslands og er ekkert því til fyrirstöðu að efla þann hluta starfsins. Loks hefur verið talað um áhyggjur ríkisstofnana að einkaaðilar taki frá þeim starfsfólk, en það er einmitt af hinu góða að heilbrigðisstarfsfólk hafi val um vinnustað því þá batna líklega kjör þessa starfsfólks sem leiðir af sér meiri afköst og starfsánægju. Plan Samfylkingar um aukna miðstýringu í heilbrigðiskerfinu er afleitt. Þeir sem vilja forðast það er bent á að velja eitthvað annað í kjörkassanum nú á laugardaginn. Við í Miðflokknum erum í öllu falli reiðubúin til að ganga hratt og örugglega til verks og skynsamra ákvarðana í þessum málum sem öðrum. Spennandi kosningar eru í nánd og útkoma þeirra getur haft mikil áfrif á velferð okkar allra, vona að sem flestir sjái sér fært að mæta og greiða sitt atkvæði. Höfundur er læknir og skipar 5. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Samfylkingin segist vera með „plan“ í heilbrigðismálum. Þegar rýnt er í planið er ýmislegt sem stingur í augun, en eitt af því er að samfylkingin stefnir að aukinni miðstýringu þegar kemur að veitingu heilbrigðisþjónustu, eða eins og þau orða það „veitum sjúkrahúsum aukið svigrúm til að ákveða hvernig þau vinna með einkarekstri“. Svo segir „aukið svigrúm og aukin ábyrgð sjúkrahúsa: Þau taki sjálf ákvarðanir um útboð til einkarekstrar“. Með öðrum orðum þá vill samfylkingin að sjúkrahúsin miðstýri hvaða verk eiga heima utan sjúkrahúsa. Þetta er afleitt plan. Aðalástæðurnar eru tvær. Tökum dæmi af einstaklingi sem þarf á aðgerð að halda. Viðkomandi þarf þá fyrst að fara í skoðun hjá Landspítala eða öðru sjúkrahúsi og þeir læknar að meta hvort þörf sé á aðgerð. Ef sjúkrahúslæknar ákveða svo að útvista aðgerðinni þá þarf viðkomandi sjúklingur aftur að koma í skoðun hjá viðkomandi lækni út í bæ. Þetta er vegna þess að læknisfræði eru ófullkomin vísindi og læknar ekki alltaf sammála um hvort og hvernig aðgerð er nauðsynleg. Þetta fyrirkomulag myndi því valda tvíverknaði og þvælingi sjúklinga í kerfinu ásamt aukinni bið. Hin ástæðan er að aðgerðir sem eru gerðar utan sjúkrahúsa eru að jafnaði ódýrari en aðgerðir sem eru gerðar innan sjúkrahúsa. Þetta kemur ekki á óvart þar sem háskólasjúkrahús hafa mun stærri yfirbyggingu og þurfa líka að sinna bráðaþjónustu og sérhæfðri þjónustu eins og t.d. gjörgæslusjúklingum og hjartaskurðlækningum. Sem dæmi má nefna að í nýlegu svari heilbrigðismálaráðuneytis um kostnað vegna aðgerða við endómetríósu kom fram að meðalkostnaður aðgerða á Landspítala án útlaga var 1.448.754 krónur, en meðalkostnaður sambærilegra aðgerða á Klíníkinni var hins vegar 887.500 krónur. Í aðgerðum Klíníkurinnar eru m.a. talin með legnám, aðgerðir við endómetríósu sem er innvaxin í ristil og aðgerðir sem aðrar stofnanir á Íslandi réðu ekki við að framkvæma. Innlögn á legudeild Klíníkurinnar var líka innifalin. Þannig er varlega áætlað um sambærilegar aðgerðir að ræða og sparnaður kaupanda þjónustununnar er yfir 100 milljónir árlega bara fyrir þennan aðgerðarflokk. Mun betra plan væri að skilgreina betur ábendingar og gæðastaðla aðgerða og annarar heilbrigðisþjónustu. Það er mjög mikilvægt að kaupandi þjónustunnar geti gengið að því sem vísu að gæðin séu góð m.t.t. árangurs og fylgikvilla og að ábendingar fyrir aðgerð séu viðeigandi, enda er sjaldgæf en þekkt skuggahlið einkarekinnar þjónustu að verið sé að gera inngrip án þess að tilefni sé til. Það vantar talsvert upp á að eftirlit með gæðum og viðeigandi ábendingum fyrir aðgerðum eigi sér stað, bæði í opinbera kerfinu og hjá einkaaðilum. Við þurfum því að efla Sjúkratryggingar til þessa verkefnis. Með því að að efla getu Sjúkratrygginga til að bjóða út heilbrigðisþjónustu myndi ríkið fá mun hægstæðari kjör og spara þannig hundruðir milljóna árlega. Sjúklingar myndu jafnframt fá skjóta þjónustu án tillit til efnahags sem hefur líka gríðarlega þjóðhagslega hagkvæm áhrif vegna minna vinnutaps og aukinna lífsgæða. Að sjálfsögðu þarf að efla Landspítala og aðrar ríkisstofnanir til að þær séu betur í stakk búnar til að sinna erfiðustu tilfellunum. Það á að vera meginhlutverk Landspítala og við viljum öll að sú þjónusta sé leyst vel af hendi. Innleiðing DRG kerfis og þjónustutengdrar þjónustu heilbrigðisstofnana gefur tækifæri til að ríkisstofnanir og einkaaðilar bjóði í einstaka þjónustu og aðgerðarliði. Mikilvægt er að líka að viðhalda kennslu nema í heilbrigðisfræðum og er mikill vilji og geta hjá einkaaðilum til að sinna því hlutverki. Læknar hjá einkaaðilum sinna nú þegar kennslu læknanema við Háskóla Íslands og er ekkert því til fyrirstöðu að efla þann hluta starfsins. Loks hefur verið talað um áhyggjur ríkisstofnana að einkaaðilar taki frá þeim starfsfólk, en það er einmitt af hinu góða að heilbrigðisstarfsfólk hafi val um vinnustað því þá batna líklega kjör þessa starfsfólks sem leiðir af sér meiri afköst og starfsánægju. Plan Samfylkingar um aukna miðstýringu í heilbrigðiskerfinu er afleitt. Þeir sem vilja forðast það er bent á að velja eitthvað annað í kjörkassanum nú á laugardaginn. Við í Miðflokknum erum í öllu falli reiðubúin til að ganga hratt og örugglega til verks og skynsamra ákvarðana í þessum málum sem öðrum. Spennandi kosningar eru í nánd og útkoma þeirra getur haft mikil áfrif á velferð okkar allra, vona að sem flestir sjái sér fært að mæta og greiða sitt atkvæði. Höfundur er læknir og skipar 5. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík Norður.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun