Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar 27. nóvember 2024 19:50 Píratar er hreyfing sem þorir að leiða alvöru kerfisbreytingar á Íslandi. Við þorum að takast á við útgerðarisana og koma sjávarauðlindinni aftur í hendur almennings með innköllun aflaheimilda og uppboði á frjálsum markaði. Við þorum að standa með Samkeppniseftirlitinu í baráttu sinni við fákkeppnisokrið á Íslandi. Við kunnum að rannsaka spillingu og valdníðslu og höfum sýnt það í hverju málinu á fætur öðru að við leyfum spilltri stjórnsýslu ekki að þrífast óáreitt. Við vitum að skattsvik, skattasniðganga og faldar eignir Íslendinga á aflandssvæðum eru umfangsmikill vandi sem verður að taka á af festu til þess að byggja upp betra og réttlátara samfélag til framtíðar. Píratar berjast fyrir stórhuga kerfisbreytingum Píratar hafa barist fyrir stórhuga kerfisbreytingum á Íslandi frá upphafi hreyfingarinnar. Við höfum breytt pólitísku landslagi með því að innleiða hugtök eins og gagnsæja stjórnsýslu, skaðaminnkun, afglæpavæðingu, spillingarvarnir og velsældarsamfélag inn í orðaforða samfélagsins og nú er svo komið að flestar stjórnmálahreyfingar hafa tekið þau til sín og segjast að minnsta kosti á tyllidögum styðja þau. Píratar gefast ekki upp á lýðræðisumbótum Píratar hafa aldrei gefist upp í baráttu sinni fyrir nýju stjórnarskránni og öðrum mikilvægum lýðræðisumbótum eins og að standa við loforð sem þjóðinni var gefið um að fá að greiða atkvæði um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Við erum óhrædd við að taka slaginn fyrir lýðræðinu og gefum aldrei afslátt af mannréttindum og góðri stjórnsýslu. Allt eru þetta lykilforsendur þess að hægt sé að breyta Íslandi til hins betra til framtíðar. Kjósum breytingar fyrir loftslagið Talandi um framtíðina þá hafa Píratar bestu stefnuna til þess að takast á við stærstu áskorun samtímans sem eru loftslagsbreytingar. Ungir umhvefissinnar hafa verðlaunað okkur fyrir að vera með bestu umhverfis- og loftslagsstefnuna fyrir þessar kosningar og þær síðustu vegna þess að við erum með plan um réttlát græn umskipti og sjálfbært velsældarsamfélag sem fórnar ekki náttúrunni á altari orkuskipta. Píratar hafa róttæka framtíðarsýn Píratar vilja koma samfélaginu úr hamstrahjóli nýfrjálshyggjunnar sem er að ganga af jörðinni dauðri með sinni ofuráherslu á hagvöxt á hagvöxt ofan. Ísland hefur alla burði til þess að byggja upp frjálst og sjálfbært samfélag með fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu og frammúrskarandi menntakerfi án þess að auka skattbyrði á almenning. Við getum orðið fyrirmynd annarra þjóða með því að byggja sældarhagkerfi sem leggur áherslu á velsæld, vellíðan og samkennd og mælir velgengni sína út frá velsæld fólksins síns en ekki fjármagnsins. Breytingar eru mögulegar með Pírötum Þegar Píratar komu fyrst fram á sjónarsviðið var hlegið að hugmyndum okkar um gagnsæi, skaðaminnkun, beint lýðræði og afglæpavæðingu þar sem þær þóttu allar með tölu fráleitar og fáránlegar en nú þykja þetta sjálfsögð stefnumál. Við hugsum til framtíðar með almannahag að leiðarljósi og þess vegna eru Píratar best til þess fallin að ráðast í róttækar kerfisbreytingar á Íslandi. Það dugar ekkert minna. Höfundur er þingmaður Pírata og oddviti Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Píratar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Píratar er hreyfing sem þorir að leiða alvöru kerfisbreytingar á Íslandi. Við þorum að takast á við útgerðarisana og koma sjávarauðlindinni aftur í hendur almennings með innköllun aflaheimilda og uppboði á frjálsum markaði. Við þorum að standa með Samkeppniseftirlitinu í baráttu sinni við fákkeppnisokrið á Íslandi. Við kunnum að rannsaka spillingu og valdníðslu og höfum sýnt það í hverju málinu á fætur öðru að við leyfum spilltri stjórnsýslu ekki að þrífast óáreitt. Við vitum að skattsvik, skattasniðganga og faldar eignir Íslendinga á aflandssvæðum eru umfangsmikill vandi sem verður að taka á af festu til þess að byggja upp betra og réttlátara samfélag til framtíðar. Píratar berjast fyrir stórhuga kerfisbreytingum Píratar hafa barist fyrir stórhuga kerfisbreytingum á Íslandi frá upphafi hreyfingarinnar. Við höfum breytt pólitísku landslagi með því að innleiða hugtök eins og gagnsæja stjórnsýslu, skaðaminnkun, afglæpavæðingu, spillingarvarnir og velsældarsamfélag inn í orðaforða samfélagsins og nú er svo komið að flestar stjórnmálahreyfingar hafa tekið þau til sín og segjast að minnsta kosti á tyllidögum styðja þau. Píratar gefast ekki upp á lýðræðisumbótum Píratar hafa aldrei gefist upp í baráttu sinni fyrir nýju stjórnarskránni og öðrum mikilvægum lýðræðisumbótum eins og að standa við loforð sem þjóðinni var gefið um að fá að greiða atkvæði um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Við erum óhrædd við að taka slaginn fyrir lýðræðinu og gefum aldrei afslátt af mannréttindum og góðri stjórnsýslu. Allt eru þetta lykilforsendur þess að hægt sé að breyta Íslandi til hins betra til framtíðar. Kjósum breytingar fyrir loftslagið Talandi um framtíðina þá hafa Píratar bestu stefnuna til þess að takast á við stærstu áskorun samtímans sem eru loftslagsbreytingar. Ungir umhvefissinnar hafa verðlaunað okkur fyrir að vera með bestu umhverfis- og loftslagsstefnuna fyrir þessar kosningar og þær síðustu vegna þess að við erum með plan um réttlát græn umskipti og sjálfbært velsældarsamfélag sem fórnar ekki náttúrunni á altari orkuskipta. Píratar hafa róttæka framtíðarsýn Píratar vilja koma samfélaginu úr hamstrahjóli nýfrjálshyggjunnar sem er að ganga af jörðinni dauðri með sinni ofuráherslu á hagvöxt á hagvöxt ofan. Ísland hefur alla burði til þess að byggja upp frjálst og sjálfbært samfélag með fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu og frammúrskarandi menntakerfi án þess að auka skattbyrði á almenning. Við getum orðið fyrirmynd annarra þjóða með því að byggja sældarhagkerfi sem leggur áherslu á velsæld, vellíðan og samkennd og mælir velgengni sína út frá velsæld fólksins síns en ekki fjármagnsins. Breytingar eru mögulegar með Pírötum Þegar Píratar komu fyrst fram á sjónarsviðið var hlegið að hugmyndum okkar um gagnsæi, skaðaminnkun, beint lýðræði og afglæpavæðingu þar sem þær þóttu allar með tölu fráleitar og fáránlegar en nú þykja þetta sjálfsögð stefnumál. Við hugsum til framtíðar með almannahag að leiðarljósi og þess vegna eru Píratar best til þess fallin að ráðast í róttækar kerfisbreytingar á Íslandi. Það dugar ekkert minna. Höfundur er þingmaður Pírata og oddviti Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun