Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar 28. nóvember 2024 07:33 Vilt þú ráða þinni eigin framtíð? Ráða yfir eigin lífi? Eigin líkama? Fá að ráða hvað þú heitir? Finnst þér nóg komið af skuldum ríkisstjórnarinnar sem þú endar svo á að þurfa að borga? Ég gekk í Viðreisn vegna þess að sá flokkur getur svarað þessum spurningum játandi. Þegar kemur að líkamlegu sjálfræði kvenna, frelsinu til að heita það sem þú vilt, frelsi í heilbrigðisþjónustu, viðskiptum eða frelsinu til að ákveða eigin framtíð, þá hefur Viðreisn staðið vaktina. Aðrir hafa síður gert það, sumir alls ekki. Viðreisn hefur sýnt það í verki að raunverulega standa með ungu fólki og hefur kallað eftir alvöru frelsi í þágu komandi kynslóða. Ekki bara stundum og ekki bara fyrir suma Viðreisn hefur staðið með frelsi ungs fólks enda treystir Viðreisn treystir fólkinu í landinu fyrir grundvallar ákvörðunum um eigið líf og eigin framtíð án aðkomu íslenska ríkisins og nefnda á vegum þess. En á Íslandi eru ákveðin öfl sem vilja alls ekki að fólk fái þetta frelsi, jafnvel þau sem vilja kenna sig við frelsi á fjögurra ára fresti. Öfl sem hafa ítrekað kosið gegn einstaklingsfrelsinu og staðið í veg fyrir því. Viðreisn mun alltaf standa vörð um frelsi fólks og verja það frá þeim sem trúa því að þau séu betur til þess fallin að hafa vit fyrir þér og skerða réttindi þessi. Ekki bara stundum og ekki bara fyrir suma. Meintir frelsiselskendur eru víða. Forðum Íslandi frá fólki sem heldur að það sé til þess best fallið að hafa vit fyrir okkur. Kjósum Viðreisn á laugardaginn, setjum x við C. Höfundur er, forseti Uppreisnar - Ungliðahreyfingu Viðreisnar og frambjóðandi Viðreisnar í Norðausturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Vilt þú ráða þinni eigin framtíð? Ráða yfir eigin lífi? Eigin líkama? Fá að ráða hvað þú heitir? Finnst þér nóg komið af skuldum ríkisstjórnarinnar sem þú endar svo á að þurfa að borga? Ég gekk í Viðreisn vegna þess að sá flokkur getur svarað þessum spurningum játandi. Þegar kemur að líkamlegu sjálfræði kvenna, frelsinu til að heita það sem þú vilt, frelsi í heilbrigðisþjónustu, viðskiptum eða frelsinu til að ákveða eigin framtíð, þá hefur Viðreisn staðið vaktina. Aðrir hafa síður gert það, sumir alls ekki. Viðreisn hefur sýnt það í verki að raunverulega standa með ungu fólki og hefur kallað eftir alvöru frelsi í þágu komandi kynslóða. Ekki bara stundum og ekki bara fyrir suma Viðreisn hefur staðið með frelsi ungs fólks enda treystir Viðreisn treystir fólkinu í landinu fyrir grundvallar ákvörðunum um eigið líf og eigin framtíð án aðkomu íslenska ríkisins og nefnda á vegum þess. En á Íslandi eru ákveðin öfl sem vilja alls ekki að fólk fái þetta frelsi, jafnvel þau sem vilja kenna sig við frelsi á fjögurra ára fresti. Öfl sem hafa ítrekað kosið gegn einstaklingsfrelsinu og staðið í veg fyrir því. Viðreisn mun alltaf standa vörð um frelsi fólks og verja það frá þeim sem trúa því að þau séu betur til þess fallin að hafa vit fyrir þér og skerða réttindi þessi. Ekki bara stundum og ekki bara fyrir suma. Meintir frelsiselskendur eru víða. Forðum Íslandi frá fólki sem heldur að það sé til þess best fallið að hafa vit fyrir okkur. Kjósum Viðreisn á laugardaginn, setjum x við C. Höfundur er, forseti Uppreisnar - Ungliðahreyfingu Viðreisnar og frambjóðandi Viðreisnar í Norðausturkjördæmi
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar