Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar 28. nóvember 2024 07:50 Mjög hefur tíðkast á tyllidögum að hampa íslenskri tungu, þetta gera ráðherrar gjarnan þegar þeir vilja líta vel út í augum kjósenda. Á tímabili starfaði meira að segja nefnd fimm ráðherra til halda utan um fjöreggið okkar dýra og skilaði hún 19 tillögum sem samþykktar voru sem þingsályktun Alþingis 8. maí sl. Þar var meðal annars talað um að þróa nýja námsleið í íslensku sem öðru máli til þess að „auðvelda innflytjendum að aðlagast samfélagslegri og akademískri menningu, auka aðgengi að háskólamenntun og fjölga atvinnutækifærum að námi loknu.“ Ráðherranefndinni virðist ekki hafa verið ljóst að þessi námsleið er fyrir hendi í Háskóla Íslands og hefur verið lengi, annars vegar í formi BA náms í íslensku sem annað mál og diplómunáms í íslensku sem annað mál. BA námið er venjubundið háskólanám í öðru máli, en diplómanámið er til að undirbúa nemendur fyrir atvinnulífið eða frekara háskólanám. Taka skal fram að Háskóli Íslands er eina háskólastofnun í heimi sem kennir íslensku sem annað mál til brautskráningar og þar er fyrir hendir gífurleg þekking á kennslu og rannsóknum í því tilliti. BA námið hefur brautskráð fjölda nemenda undanfarna hálfa öld eða svo og diplómanámið, sem er nýlegra, hefur skilað hundruðum út á vinnumarkað og í frekara háskólanám. Sem dæmi má taka að mörg þeirra sem ætla að vinna í heilbrigðiskerfinu hafa lært íslensku í HÍ til að geta starfað þar. Ætla mætti að slíkur árangur sem ótvírætt hefur náðst hlyti viðurkenningu í ráðuneyti háskólamála, ekki síst í ljósi þeirrar áherslu sem lögð er á íslenskukennslu innflytjenda. En það er öðru nær, nýlega lagði háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra fram frumvarp til laga um að setja á skólagjöld á háskólanema sem eiga uppruna utan EES og hyggjast hefja hér nám. Þetta eru t.d. frændur vorir Vestur-Íslendingar, en sá sem þetta ritar hefur haft nokkra nemendur sem til þeirra teljast og þeir eru víðar. Skólagjöldin eiga að standa undir öllum kostnaði við menntun þessara nemenda og yrðu því mjög há, raunar svo há að erfitt er að ímynda sér að nokkur sækti um það. Þessi löggjöf hefði afdrifaríkar afleiðingar fyrir Háskóla Íslands, bæði sem heildar og einnig í kennslu íslensku og íslenskra fræða. Stór hluti doktorsnema á Íslandi er í þessum hópi og vitað er hve erfitt er að fá styrki í það nám hér á landi, rétt um einn af fimm fær styrk. Doktorsnám er hins vegar mjög mikilvægt fyrir Háskóla Íslands og ef hann missti fjölda slíkra nema kæmi það niður á samanburði skólans við þá erlendu skóla sem hann keppir við. Innan íslensku- og menningardeildar er einnig boðið upp á mjög vel þekkt alþjóðanám í miðaldafræðum þar sem erlendir nemendur leggja stund á íslenska menningu miðalda og ljúka því með meistaraprófi. Sum halda áfram í doktorsnám, önnur fara til síns heima og breiða út þekkingu á Íslandi og íslenskri menningu. Sama má segja um nemendur sem stunda nám í þýðingafræði á meistarastigi; fjölmörg þeirra eru orðin þýðendur íslenskra bókmennta. Stóri pósturinn er hins vegar íslenska sem annað mál, námsgrein sem styður við íslenskukunnáttu og inngildingu svo um munar, það sést af aðsóknartölum og brautskráningum. Það er óhætt að fullyrða að og íslenska sem annað mál sé flaggskip íslenskukennslu fyrir útlendinga í öllum heiminum og hvergi er til eins víðtæk þekking á þessu sviði. Þessi grein yrði fyrir miklu höggi ef áform háskólaráðherra næðu fram að ganga og virðist það algjörlega andstætt þeim markmiðum að bæta íslenskukennslu fyrir innflytjendur, raunar vinnur það mjög gegn þeim. Furðu sætir líka að frumvarpið er sett í samráðsgátt eftir að ríkisstjórnin er fallin og er einungis starfsstjórn sem hefur ekkert umboð til að leggja fram frumvörp sem hafa jafn afdrifaríkar afleiðingar. Er þetta kannski einungis köld kveðja frá fráfarandi háskólaráðherra eða hefur ráðuneytið ekki frétt af stjórnarslitunum? Hver sem skýringin er verður að vonast til þess að þetta frumvarp fari í ruslakörfuna sem fyrst. Höfundur er deildarforseti Íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gauti Kristmannsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Íslensk tunga Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Mjög hefur tíðkast á tyllidögum að hampa íslenskri tungu, þetta gera ráðherrar gjarnan þegar þeir vilja líta vel út í augum kjósenda. Á tímabili starfaði meira að segja nefnd fimm ráðherra til halda utan um fjöreggið okkar dýra og skilaði hún 19 tillögum sem samþykktar voru sem þingsályktun Alþingis 8. maí sl. Þar var meðal annars talað um að þróa nýja námsleið í íslensku sem öðru máli til þess að „auðvelda innflytjendum að aðlagast samfélagslegri og akademískri menningu, auka aðgengi að háskólamenntun og fjölga atvinnutækifærum að námi loknu.“ Ráðherranefndinni virðist ekki hafa verið ljóst að þessi námsleið er fyrir hendi í Háskóla Íslands og hefur verið lengi, annars vegar í formi BA náms í íslensku sem annað mál og diplómunáms í íslensku sem annað mál. BA námið er venjubundið háskólanám í öðru máli, en diplómanámið er til að undirbúa nemendur fyrir atvinnulífið eða frekara háskólanám. Taka skal fram að Háskóli Íslands er eina háskólastofnun í heimi sem kennir íslensku sem annað mál til brautskráningar og þar er fyrir hendir gífurleg þekking á kennslu og rannsóknum í því tilliti. BA námið hefur brautskráð fjölda nemenda undanfarna hálfa öld eða svo og diplómanámið, sem er nýlegra, hefur skilað hundruðum út á vinnumarkað og í frekara háskólanám. Sem dæmi má taka að mörg þeirra sem ætla að vinna í heilbrigðiskerfinu hafa lært íslensku í HÍ til að geta starfað þar. Ætla mætti að slíkur árangur sem ótvírætt hefur náðst hlyti viðurkenningu í ráðuneyti háskólamála, ekki síst í ljósi þeirrar áherslu sem lögð er á íslenskukennslu innflytjenda. En það er öðru nær, nýlega lagði háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra fram frumvarp til laga um að setja á skólagjöld á háskólanema sem eiga uppruna utan EES og hyggjast hefja hér nám. Þetta eru t.d. frændur vorir Vestur-Íslendingar, en sá sem þetta ritar hefur haft nokkra nemendur sem til þeirra teljast og þeir eru víðar. Skólagjöldin eiga að standa undir öllum kostnaði við menntun þessara nemenda og yrðu því mjög há, raunar svo há að erfitt er að ímynda sér að nokkur sækti um það. Þessi löggjöf hefði afdrifaríkar afleiðingar fyrir Háskóla Íslands, bæði sem heildar og einnig í kennslu íslensku og íslenskra fræða. Stór hluti doktorsnema á Íslandi er í þessum hópi og vitað er hve erfitt er að fá styrki í það nám hér á landi, rétt um einn af fimm fær styrk. Doktorsnám er hins vegar mjög mikilvægt fyrir Háskóla Íslands og ef hann missti fjölda slíkra nema kæmi það niður á samanburði skólans við þá erlendu skóla sem hann keppir við. Innan íslensku- og menningardeildar er einnig boðið upp á mjög vel þekkt alþjóðanám í miðaldafræðum þar sem erlendir nemendur leggja stund á íslenska menningu miðalda og ljúka því með meistaraprófi. Sum halda áfram í doktorsnám, önnur fara til síns heima og breiða út þekkingu á Íslandi og íslenskri menningu. Sama má segja um nemendur sem stunda nám í þýðingafræði á meistarastigi; fjölmörg þeirra eru orðin þýðendur íslenskra bókmennta. Stóri pósturinn er hins vegar íslenska sem annað mál, námsgrein sem styður við íslenskukunnáttu og inngildingu svo um munar, það sést af aðsóknartölum og brautskráningum. Það er óhætt að fullyrða að og íslenska sem annað mál sé flaggskip íslenskukennslu fyrir útlendinga í öllum heiminum og hvergi er til eins víðtæk þekking á þessu sviði. Þessi grein yrði fyrir miklu höggi ef áform háskólaráðherra næðu fram að ganga og virðist það algjörlega andstætt þeim markmiðum að bæta íslenskukennslu fyrir innflytjendur, raunar vinnur það mjög gegn þeim. Furðu sætir líka að frumvarpið er sett í samráðsgátt eftir að ríkisstjórnin er fallin og er einungis starfsstjórn sem hefur ekkert umboð til að leggja fram frumvörp sem hafa jafn afdrifaríkar afleiðingar. Er þetta kannski einungis köld kveðja frá fráfarandi háskólaráðherra eða hefur ráðuneytið ekki frétt af stjórnarslitunum? Hver sem skýringin er verður að vonast til þess að þetta frumvarp fari í ruslakörfuna sem fyrst. Höfundur er deildarforseti Íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun