Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar 28. nóvember 2024 08:52 Það er ánægjulegt að við verðum sífellt eldri. Samhliða því þarf að gera allt sem unnt er til að við höldum sem bestri heilsu ævina á enda en líka að við fáum nauðsynlegan stuðning, aðstoð og meðferð ef heilsan bilar. Samkvæmt mannfjöldaspám hagstofunnar mun þeim sem eru 67 ára og eldri fjölga um 20 þúsund á næstu 10 árum og þeim sem eru yfir áttrætt um 10 þúsund. Ekki hefur tekist að tryggja aðgengi að þjónustu fyrir þennan stækkandi hóp þótt fjölgun aldraðra hafi lengi legið fyrir. Þá er hluti hópsins sem býr við kröpp kjör. Úr hvorutveggja er brýnt að bæta og það hyggst Samfylkingin gera fái hún til þess umboð í kosningum. Örugg afkoma eldra fólks Undanfarin ár hefur bilið á milli lífeyris frá Tryggingastofnun ríkisins (TR) og lægstu launa, gliðnað. Árið 2017 var bilið um 50 þúsund krónur en nú er bilið orðið um 100 þúsund krónur. Þessi þróun er ósanngjörn og því vill Samfylkingin að greiðslur almannatrygginga til eldra fólks og öryrkja verði bundnar við launavísitölu þannig að samræmi verði á hækkunum. Þá vill flokkurinn hækka frítekjumark ellilífeyris úr 25 í 60 þúsund krónur á mánuði til að eldra fólk njóti meiri ávinnings af því að hafa greitt í lífeyrisstjóði. Enn fremur vill Samfylkingin koma á frítekjumarki vaxtatekna þannig að vaxtatekjur upp að 300 þúsund krónur á ári skerði ekki greiðslur almannatrygginga og færri fái bakreikning frá TR. Um þetta má lesa í Framkvæmdaplani Samfylkingarinnar í húsnæðis og kjaramálum. Þjóðarátak í umönnun þeirra eldri Það er mikil innviðaskuld í heilbrigðiskerfinu. Meðal annars bíða nú tæp 500 manns eftir hjúkrunarrými, flestir við krefjandi aðstæður. Allt að 100 þeirra bíða á Landspítala og á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Það skerðir lífsgæði þessara einstaklinga, er mun dýrara fyrir samfélagið og getur hindrað sjúkrahúsin í að sinna sérhæfðri þjónustu þar eð legurými eru upptekin. Um þetta vitnar vandinn á bráðamóttöku Landspítalans. Í planinu um Örugg skref í heilbrigðis- og öldurnarþjónustu boðar Samfylkingin þjóðarátak í umönnun eldra fólks enda á fólkið sem byggði landið, betra skilið. Brotakennd þjónusta við eldra fólk er einn helsti vandi heilbrigðiskerfisins í heild. Brýnast er að byggja fleiri hjúkrunarrými en samhliða þarf að byggja upp heilsueflingu ásamt öflugri heima- og dagþjónustu svo fólk geti verið í eigin búsetu eins lengi og hægt er. Enn fremur vill Samfylkingin að eldra fólk fái forgang um fastan heimilsilækni eða annan tengilið við kerfið til að tryggja inngrip fyrr þegar á bjátar. Það þarf að viðurkenna að veita þarf meiri fjármunum til þjónustu við aldraða. Sumt höfum við ekki efni á að gera en þetta höfum við ekki efni á að gera ekki. Nýtt upphaf með Samfylkingunni Kæru kjósendur. Samfylkingin boðar nauðsynlegar og árangursríkar aðgerðir til að bæta afkomu og lífsgæði eldra fólks. Til þess þurfum við stuðning ykkar á kjördag. Formaður okkar, Kristrún Frostadóttir, er sá stjórnmálamaður sem langflestir treysta til að leiða ríkisstjórn og ríkisfjármál. Munum líka að Samfylkingin gætir engra sérhagsmuna, einungis almannahags. Þetta er sögulegt tækifæri til breytinga, nýtum það og kjósum Samfylkinguna, landi og þjóð til heilla. Höfundur er landlæknir og oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma D. Möller Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Eldri borgarar Mest lesið Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Það er ánægjulegt að við verðum sífellt eldri. Samhliða því þarf að gera allt sem unnt er til að við höldum sem bestri heilsu ævina á enda en líka að við fáum nauðsynlegan stuðning, aðstoð og meðferð ef heilsan bilar. Samkvæmt mannfjöldaspám hagstofunnar mun þeim sem eru 67 ára og eldri fjölga um 20 þúsund á næstu 10 árum og þeim sem eru yfir áttrætt um 10 þúsund. Ekki hefur tekist að tryggja aðgengi að þjónustu fyrir þennan stækkandi hóp þótt fjölgun aldraðra hafi lengi legið fyrir. Þá er hluti hópsins sem býr við kröpp kjör. Úr hvorutveggja er brýnt að bæta og það hyggst Samfylkingin gera fái hún til þess umboð í kosningum. Örugg afkoma eldra fólks Undanfarin ár hefur bilið á milli lífeyris frá Tryggingastofnun ríkisins (TR) og lægstu launa, gliðnað. Árið 2017 var bilið um 50 þúsund krónur en nú er bilið orðið um 100 þúsund krónur. Þessi þróun er ósanngjörn og því vill Samfylkingin að greiðslur almannatrygginga til eldra fólks og öryrkja verði bundnar við launavísitölu þannig að samræmi verði á hækkunum. Þá vill flokkurinn hækka frítekjumark ellilífeyris úr 25 í 60 þúsund krónur á mánuði til að eldra fólk njóti meiri ávinnings af því að hafa greitt í lífeyrisstjóði. Enn fremur vill Samfylkingin koma á frítekjumarki vaxtatekna þannig að vaxtatekjur upp að 300 þúsund krónur á ári skerði ekki greiðslur almannatrygginga og færri fái bakreikning frá TR. Um þetta má lesa í Framkvæmdaplani Samfylkingarinnar í húsnæðis og kjaramálum. Þjóðarátak í umönnun þeirra eldri Það er mikil innviðaskuld í heilbrigðiskerfinu. Meðal annars bíða nú tæp 500 manns eftir hjúkrunarrými, flestir við krefjandi aðstæður. Allt að 100 þeirra bíða á Landspítala og á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Það skerðir lífsgæði þessara einstaklinga, er mun dýrara fyrir samfélagið og getur hindrað sjúkrahúsin í að sinna sérhæfðri þjónustu þar eð legurými eru upptekin. Um þetta vitnar vandinn á bráðamóttöku Landspítalans. Í planinu um Örugg skref í heilbrigðis- og öldurnarþjónustu boðar Samfylkingin þjóðarátak í umönnun eldra fólks enda á fólkið sem byggði landið, betra skilið. Brotakennd þjónusta við eldra fólk er einn helsti vandi heilbrigðiskerfisins í heild. Brýnast er að byggja fleiri hjúkrunarrými en samhliða þarf að byggja upp heilsueflingu ásamt öflugri heima- og dagþjónustu svo fólk geti verið í eigin búsetu eins lengi og hægt er. Enn fremur vill Samfylkingin að eldra fólk fái forgang um fastan heimilsilækni eða annan tengilið við kerfið til að tryggja inngrip fyrr þegar á bjátar. Það þarf að viðurkenna að veita þarf meiri fjármunum til þjónustu við aldraða. Sumt höfum við ekki efni á að gera en þetta höfum við ekki efni á að gera ekki. Nýtt upphaf með Samfylkingunni Kæru kjósendur. Samfylkingin boðar nauðsynlegar og árangursríkar aðgerðir til að bæta afkomu og lífsgæði eldra fólks. Til þess þurfum við stuðning ykkar á kjördag. Formaður okkar, Kristrún Frostadóttir, er sá stjórnmálamaður sem langflestir treysta til að leiða ríkisstjórn og ríkisfjármál. Munum líka að Samfylkingin gætir engra sérhagsmuna, einungis almannahags. Þetta er sögulegt tækifæri til breytinga, nýtum það og kjósum Samfylkinguna, landi og þjóð til heilla. Höfundur er landlæknir og oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun