Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar 28. nóvember 2024 13:21 Fyrir Alþingiskosningar eru við knúin til að velta fyrir okkur valkostum, málaflokkum og stjórnmálaflokkum. Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Hvað skiptir máli? Hvernig samfélag viljum við vera? Kosningar í nóvember á Íslandi hafa annað andrúmsloft en kosningar að vori eða hausti. Þar er að finna skammdegi, kulda, annir, verkföll og tilboð sem við eigum ekki að geta hafnað. Neyslan innanlands er yfirþyrmandi í nóvember og á sama tíma fylgjumst við með stríði út í heimi; Úkraína í Evrópu, Palestína í Asíu, Súdan í Afríku. Hættulegustu þættir framtíðarinnar liggja greinilega í: a. græðgi; ofneysla, taumleysi, agaleysi, hroki, óstöðvandi afhafnasemi. b. hernaði; vopnaframleiðsla, árásargirni, yfirgangur, skeytingarleysi, skortur á samkennd. Við viljum ekki stefna lengra í þessar tvær áttir. Til eru tvær aðrar áttir sem nefnast nægjusemi og friðarmenning. Verkefnin framundan snúast því annars vegar um svör við stjórnlausri neyslu, óhófsemi og græðgi og hins vegar að sporna við hernaðarhyggju, hatri og grimmd. Til að náð þessu þurfum við svo nauðsynlega á öflugri borgaravitund að halda. Nægjusemi Lífið er á milli alls sem er. Mannlífið á jörðinni er stjörnubókardæmi um öfgar. Það er ýmist í ökkla eða eyru og verkefnið er að finna jafnvægið á milli. Lífið þarf að finna jafnvægið milli þurrðar og flóða, milli of og van. Ofaukið, ofbirta, ofdrykkja, ofeldi, ofeyðsla, ofneysla, offjölgun, ofvaxinn. Vanmat, vanrækja, vanreikna, vansvefta, vantraust, vanþakklæti. Verkefni nægjusemi er að hemja manneskjuna og temja krafta hennar, stilla hana og virkja á ný á yfirvegaðan hátt. Hinu megin á mælistikunni er nefnilega óseðjandi græðgi. „Nóg hefur sá sem nægja lætur,“ segir málshátturinn. Nægjusemi er ekki níska eða þreytandi aðhaldssemi. Hún felst ekki í því að hætta við þegar aðrir ana áfram, heldur í því að velja veginn af kostgæfni. Ef til vill prófar einstaklingurinn marga möguleika en hann velur síðan ákveðinn veg til að fullnuma sig. Friðarmenning Hver persóna ætti að móta hugsjón sína um betri heim án kúgunar, skeytingarleysis og ofbeldis og mótmæla því sem stendur í vegi fyrir réttlæti. Aðeins við, hvert og eitt okkar, getum staðið vörð um samfélagið. Hlutverk borgarans líður aldrei undir lok, ekki ábyrgð hans heldur. Vígvæðing og hernaður eru gegndarlaus sóun auðlinda og lífs. Stríð leysa engin vandamál, þau skapa vandamál. Fátt er jafn skaðlegt og hernaður fyrir umhverfið, velferð og heilsu fólks og barna. Öll börn jarðar eiga rétt til friðar og óspillts umhverfis, við erum stödd á þeim stað núna. Stríðin sem nú geysa storka heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna því íbúar á átakasvæðum tapa heilsu, vellíðan, landi, tækifærum, jafnrétti, eigum sínum og síðast en ekki síst friði og réttlæti. Friðarmenning felst í því að hlúa að veikustu þáttum samfélagsins og ráðast að rótum vandans sem oft er falinn í fátækt, óréttlæti, efnahagslegu misrétti, pólitík og félagslegum aðstæðum sem vekja hatur, deilur og ofbeldi. Friðarmenning er ekki vopnahlé eða ógnarjafnvægi. Hættum að trúa einræðisherrum sem bjóða upp á vopnahlé. Friðarmenning er mennska. Borgaravitund Verkefnið er að vera öflugur borgari, að skilja hlut sinn í samfélaginu og samábyrgð. Ef okkur grunar að yfirvöld séu hætt að gæta að almannahagsmunum og um það bil að spillast af lúmskum tilboðum hagsmunaaðila – og við mótmælum ekki – þá höfum við brugðist sem borgarar. Öflugur borgari lætur ekki telja úr sér kjarkinn heldur verður fullnuma, velur sér vettvang og byrjar starf sitt í þágu annarra. Það þarf löngun og ástríðu til að vinna að gæfu annarra. Það er rangt sem fólki er stundum talið trú um, að best sé að sitja í rólegheitunum heima og njóta gjafanna. Það minnsta sem hægt er að gera er að mótmæla fáviskunni, deila gæðunum með öðrum og berjast fyrir mannréttindum allra Nægjusemi, friðarmenning og borgaravitund eru þau gildi sem við þurfum að rækta og efla og setja í næsta stjórnarsáttmála. Við viljum samfélag gagnrýnna borgara, samfélag þar sem aðferðir friðarmenningar eru settar í öndvegi og þar sem nægjusemi er ríkjandi. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Gunnar Hersveinn Mest lesið Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingiskosningar eru við knúin til að velta fyrir okkur valkostum, málaflokkum og stjórnmálaflokkum. Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Hvað skiptir máli? Hvernig samfélag viljum við vera? Kosningar í nóvember á Íslandi hafa annað andrúmsloft en kosningar að vori eða hausti. Þar er að finna skammdegi, kulda, annir, verkföll og tilboð sem við eigum ekki að geta hafnað. Neyslan innanlands er yfirþyrmandi í nóvember og á sama tíma fylgjumst við með stríði út í heimi; Úkraína í Evrópu, Palestína í Asíu, Súdan í Afríku. Hættulegustu þættir framtíðarinnar liggja greinilega í: a. græðgi; ofneysla, taumleysi, agaleysi, hroki, óstöðvandi afhafnasemi. b. hernaði; vopnaframleiðsla, árásargirni, yfirgangur, skeytingarleysi, skortur á samkennd. Við viljum ekki stefna lengra í þessar tvær áttir. Til eru tvær aðrar áttir sem nefnast nægjusemi og friðarmenning. Verkefnin framundan snúast því annars vegar um svör við stjórnlausri neyslu, óhófsemi og græðgi og hins vegar að sporna við hernaðarhyggju, hatri og grimmd. Til að náð þessu þurfum við svo nauðsynlega á öflugri borgaravitund að halda. Nægjusemi Lífið er á milli alls sem er. Mannlífið á jörðinni er stjörnubókardæmi um öfgar. Það er ýmist í ökkla eða eyru og verkefnið er að finna jafnvægið á milli. Lífið þarf að finna jafnvægið milli þurrðar og flóða, milli of og van. Ofaukið, ofbirta, ofdrykkja, ofeldi, ofeyðsla, ofneysla, offjölgun, ofvaxinn. Vanmat, vanrækja, vanreikna, vansvefta, vantraust, vanþakklæti. Verkefni nægjusemi er að hemja manneskjuna og temja krafta hennar, stilla hana og virkja á ný á yfirvegaðan hátt. Hinu megin á mælistikunni er nefnilega óseðjandi græðgi. „Nóg hefur sá sem nægja lætur,“ segir málshátturinn. Nægjusemi er ekki níska eða þreytandi aðhaldssemi. Hún felst ekki í því að hætta við þegar aðrir ana áfram, heldur í því að velja veginn af kostgæfni. Ef til vill prófar einstaklingurinn marga möguleika en hann velur síðan ákveðinn veg til að fullnuma sig. Friðarmenning Hver persóna ætti að móta hugsjón sína um betri heim án kúgunar, skeytingarleysis og ofbeldis og mótmæla því sem stendur í vegi fyrir réttlæti. Aðeins við, hvert og eitt okkar, getum staðið vörð um samfélagið. Hlutverk borgarans líður aldrei undir lok, ekki ábyrgð hans heldur. Vígvæðing og hernaður eru gegndarlaus sóun auðlinda og lífs. Stríð leysa engin vandamál, þau skapa vandamál. Fátt er jafn skaðlegt og hernaður fyrir umhverfið, velferð og heilsu fólks og barna. Öll börn jarðar eiga rétt til friðar og óspillts umhverfis, við erum stödd á þeim stað núna. Stríðin sem nú geysa storka heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna því íbúar á átakasvæðum tapa heilsu, vellíðan, landi, tækifærum, jafnrétti, eigum sínum og síðast en ekki síst friði og réttlæti. Friðarmenning felst í því að hlúa að veikustu þáttum samfélagsins og ráðast að rótum vandans sem oft er falinn í fátækt, óréttlæti, efnahagslegu misrétti, pólitík og félagslegum aðstæðum sem vekja hatur, deilur og ofbeldi. Friðarmenning er ekki vopnahlé eða ógnarjafnvægi. Hættum að trúa einræðisherrum sem bjóða upp á vopnahlé. Friðarmenning er mennska. Borgaravitund Verkefnið er að vera öflugur borgari, að skilja hlut sinn í samfélaginu og samábyrgð. Ef okkur grunar að yfirvöld séu hætt að gæta að almannahagsmunum og um það bil að spillast af lúmskum tilboðum hagsmunaaðila – og við mótmælum ekki – þá höfum við brugðist sem borgarar. Öflugur borgari lætur ekki telja úr sér kjarkinn heldur verður fullnuma, velur sér vettvang og byrjar starf sitt í þágu annarra. Það þarf löngun og ástríðu til að vinna að gæfu annarra. Það er rangt sem fólki er stundum talið trú um, að best sé að sitja í rólegheitunum heima og njóta gjafanna. Það minnsta sem hægt er að gera er að mótmæla fáviskunni, deila gæðunum með öðrum og berjast fyrir mannréttindum allra Nægjusemi, friðarmenning og borgaravitund eru þau gildi sem við þurfum að rækta og efla og setja í næsta stjórnarsáttmála. Við viljum samfélag gagnrýnna borgara, samfélag þar sem aðferðir friðarmenningar eru settar í öndvegi og þar sem nægjusemi er ríkjandi. Höfundur er rithöfundur.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun