Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar 28. nóvember 2024 16:02 Nú styttist í kosningar og þó margir vilji meina að valið sé erfitt þá er valið í mínum huga kristaltært: Við þurfum samhenta ríkisstjórn sem gerir eitthvað annað en að rífast. Í þessu samhengi skiptir lykilmáli hver fær stjórnarmyndunarumboðið. Viðreisn er best til þess fallin að leiða stjórnarviðræður, mynda samhenta stjórn út frá miðjunni og án öfga. Við þurfum að ráðast í mikilvæg verkefni og eyða ekki dýrmætum tíma í deilur. Viðreisn er tilbúin. Stærstur hluti þjóðarinnar vill breytingar – breytingar sem byggja á jafnvægi, raunsæi og skýrri framtíðarsýn. Viðreisn er flokkurinn sem flestir segjast treysta samkvæmt könnun Maskínu, og Viðreisn getur leitt farsæla ríkisstjórn. Atkvæði greitt Viðreisn er atkvæði greitt Viðreisn, aðeins með því tryggjum við að Viðreisn sitji við borðið. Af og til hefur tíðkast að veita sigurvegara kosninganna stjórnarmyndunarumboðið, óháð því hvaða flokkur hefur hlotið flest atkvæði. Þetta sáum við til dæmis árið 2013 þegar Framsóknarflokkurinn fékk umboðið. Því hljóta menn að spyrja sig, hver er það sem ætti að túlka sem sigurvegara kosninganna, sem gæti leitt stjórnarviðræður? Ef marka má kannanir mætti líta svo á að Viðreisn, Samfylking eða Flokkur fólksins gætu hlotið umboðið. Viðreisn er sá flokkur sem fólk treystir, sem fólk vill sjá í ríkisstjórn. Ef svo á að verða þá er morgunljóst að Viðreisn þarf að vera sigurvegari kosninganna. Það gerist ekki nema fólk kjósi Viðreisn. Viðreisn er flokkur sem treystir þjóðinni fyrir eigin framtíð. Viðreisn er flokkur sem trúir á sterkt velferðarkerfi án þess að fórna hagvexti. Hægri hagstjórn er hagstjórn sem fer vel með skattfé, sýnir ábyrgð í ríkisrekstri og hækkar ekki skatta. Vinstri velferð er velferð sem byggir upp þjónustu, útrýmir biðlistum og fyllir í sprungurnar í kerfinu. Viðreisn trúir því að næsta ríkisstjórn þurfi að litast af jafnvægi. Viðreisn hefur sýnt það í verki í kosningabaráttunni að við stígum ekki í drullupolla, hendum ekki skít í aðra heldur tölum upp okkar sýn og okkar fólk. Þannig eiga stjórnmál að vera. Atkvæði greitt Viðreisn er atkvæði greitt því að Viðreisn leiði myndun ríkisstjórnar, atkvæði greitt samhentri ríkisstjórn sem eyðir ekki dýrmætum tíma í deilur. Breytum þessu og setjum X við C á laugardaginn. Höfundur skipar 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Nú styttist í kosningar og þó margir vilji meina að valið sé erfitt þá er valið í mínum huga kristaltært: Við þurfum samhenta ríkisstjórn sem gerir eitthvað annað en að rífast. Í þessu samhengi skiptir lykilmáli hver fær stjórnarmyndunarumboðið. Viðreisn er best til þess fallin að leiða stjórnarviðræður, mynda samhenta stjórn út frá miðjunni og án öfga. Við þurfum að ráðast í mikilvæg verkefni og eyða ekki dýrmætum tíma í deilur. Viðreisn er tilbúin. Stærstur hluti þjóðarinnar vill breytingar – breytingar sem byggja á jafnvægi, raunsæi og skýrri framtíðarsýn. Viðreisn er flokkurinn sem flestir segjast treysta samkvæmt könnun Maskínu, og Viðreisn getur leitt farsæla ríkisstjórn. Atkvæði greitt Viðreisn er atkvæði greitt Viðreisn, aðeins með því tryggjum við að Viðreisn sitji við borðið. Af og til hefur tíðkast að veita sigurvegara kosninganna stjórnarmyndunarumboðið, óháð því hvaða flokkur hefur hlotið flest atkvæði. Þetta sáum við til dæmis árið 2013 þegar Framsóknarflokkurinn fékk umboðið. Því hljóta menn að spyrja sig, hver er það sem ætti að túlka sem sigurvegara kosninganna, sem gæti leitt stjórnarviðræður? Ef marka má kannanir mætti líta svo á að Viðreisn, Samfylking eða Flokkur fólksins gætu hlotið umboðið. Viðreisn er sá flokkur sem fólk treystir, sem fólk vill sjá í ríkisstjórn. Ef svo á að verða þá er morgunljóst að Viðreisn þarf að vera sigurvegari kosninganna. Það gerist ekki nema fólk kjósi Viðreisn. Viðreisn er flokkur sem treystir þjóðinni fyrir eigin framtíð. Viðreisn er flokkur sem trúir á sterkt velferðarkerfi án þess að fórna hagvexti. Hægri hagstjórn er hagstjórn sem fer vel með skattfé, sýnir ábyrgð í ríkisrekstri og hækkar ekki skatta. Vinstri velferð er velferð sem byggir upp þjónustu, útrýmir biðlistum og fyllir í sprungurnar í kerfinu. Viðreisn trúir því að næsta ríkisstjórn þurfi að litast af jafnvægi. Viðreisn hefur sýnt það í verki í kosningabaráttunni að við stígum ekki í drullupolla, hendum ekki skít í aðra heldur tölum upp okkar sýn og okkar fólk. Þannig eiga stjórnmál að vera. Atkvæði greitt Viðreisn er atkvæði greitt því að Viðreisn leiði myndun ríkisstjórnar, atkvæði greitt samhentri ríkisstjórn sem eyðir ekki dýrmætum tíma í deilur. Breytum þessu og setjum X við C á laugardaginn. Höfundur skipar 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar