Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2024 15:27 Cole Palmer var með bæði mark og stoðsendingu í dag en hér fagnar hann marki sínu með þeim Noni Madueke og Levi Colwill. Getty/Ryan Pierse Chelsea komst upp að hlið Arsenal í öðru til þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-0 heimasigur á Aston Villa í dag. Tottenham náði enn á ný ekki að fylgja á eftir sigurleik. Chelsea vann sannfærandi sigur á Aston Villa þar sem tvö markanna komu í fyrri hálfleiknum. Nicolas Jackson kom liðinu í 1-0 á 7. mínútu en Enzo Fernández bætti við öðru makri eftir stoðsendingu frá Cole Palmer á 36. mínútu. Þriðja markið skoraði Cole Palmer á 83. mínútu eftir stoðsendingu frá Noni Madueke. Chelsea liðið lítur vel út og ætlar að vera með í titilbaráttunni fyrir alvöru í vetur. Tottenham burstaði Mancheste City 4-0 á útivelli um síðustu helgi en varð að sætta sig við 1-1 jafntefli við Fulham á heimavelli sínum í dag. Spurs komst yfir og var manni fleiri síðustu tíu mínútur leiksins en það dugði ekki. Þetta byrjaði ágætlega fyrir Tottenham því Brennan Johnson kom liðinu í 1-0 á 54. mínútu eftir stoðsendingu frá Timo Werner. Tom Cairney jafnaði metin þrettán mínútum síðar eftir stoðsendingu frá Alex Iwobi. Cairney kom inn á sem varmaður og þetta var fyrsta markið hans í deildinni síðan í desember 2023. Cairney entist þó ekki allan leikinn því hann fékk að líta rauða spjaldið á 82. mínútu. Enski boltinn
Chelsea komst upp að hlið Arsenal í öðru til þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-0 heimasigur á Aston Villa í dag. Tottenham náði enn á ný ekki að fylgja á eftir sigurleik. Chelsea vann sannfærandi sigur á Aston Villa þar sem tvö markanna komu í fyrri hálfleiknum. Nicolas Jackson kom liðinu í 1-0 á 7. mínútu en Enzo Fernández bætti við öðru makri eftir stoðsendingu frá Cole Palmer á 36. mínútu. Þriðja markið skoraði Cole Palmer á 83. mínútu eftir stoðsendingu frá Noni Madueke. Chelsea liðið lítur vel út og ætlar að vera með í titilbaráttunni fyrir alvöru í vetur. Tottenham burstaði Mancheste City 4-0 á útivelli um síðustu helgi en varð að sætta sig við 1-1 jafntefli við Fulham á heimavelli sínum í dag. Spurs komst yfir og var manni fleiri síðustu tíu mínútur leiksins en það dugði ekki. Þetta byrjaði ágætlega fyrir Tottenham því Brennan Johnson kom liðinu í 1-0 á 54. mínútu eftir stoðsendingu frá Timo Werner. Tom Cairney jafnaði metin þrettán mínútum síðar eftir stoðsendingu frá Alex Iwobi. Cairney kom inn á sem varmaður og þetta var fyrsta markið hans í deildinni síðan í desember 2023. Cairney entist þó ekki allan leikinn því hann fékk að líta rauða spjaldið á 82. mínútu.
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn