Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar 28. nóvember 2024 20:47 Ferðaþjónusta er atvinnugrein sem byggir sína sókn að miklu leyti á náttúruauðlindum, það er ekkert nýtt og ljóst að greinin er einn stærsti hagsmunaaðili þess að staðið sé vörð um náttúru landsins. Því hefur ferðaþjónustan alltaf staðið fyrir. Samtök ferðaþjónustunnar héldu í samstarfi við Ferðamálastofu, Umhverfisstofnun, Vatnajökulsþjóðgarð og þjóðgarðinn á Þingvöllum ráðstefnu í haust undir yfirskriftinni „álagsstýring á fjölsóttum ferðamannastöðum“. Þar kom ýmislegt skynsamlegt fram varðandi álagsstýringu í ferðaþjónustu og hefði verið til bóta ef þeir frambjóðendur sem nú koma fram með hugmyndir um frekari álögur á greinina hefðu mætt. Enda komu þar saman erlendir sérfræðingar frá Bandaríkjunum, Skotlandi og Nýja Sjálandi, sem og innlendir sérfræðingar, stjórnsýslan, akademían og atvinnugreinin sjálf. Það sem upp úr stóð þann dag var samhljómur um að fjölmargar leiðir eru til álagsstýringar og margar hverjar fela síður en svo í sér almenna gjaldtöku eða fjöldatakmarkanir. Álagsstýring getur verið mjög fjölbreytt Álagsstýring getur meðal annars verið uppbygging innviða, flæðisstýring á áfangastöðum, aukin upplýsingagjöf, styrking landvörslu, fjölgun landvarða, aukinn fjöldi skilta á áfangastöðum, bókunarkerfi þar sem fjöldi ferðamanna er til dæmis takmarkaður yfir ákveðna tíma dags, markviss markaðssetning á áfangastöðum fyrir komu ferðamanna til landsins sem og eftir með því að auglýsa áfangastaði utan háannar og á köldum svæðum sérstaklega. Ljóst er að taka verður tillit til sérstöðu hvers áfangastaðar eigi tilsett markmið álagsstýringar um sjálfbærni að nást enda eru þeir almennt ólíkir, eftirspurn eftir þeim misjöfn og áskoranir fjölbreyttar. Þá verður að árétta að hinar ýmsu opinberu stofnanir, líkt og Umhverfisstofnun, þjóðgarðurinn á Þingvöllum og Vatnajökulsþjóðgarður hafa nú þegar lagalega heimild til að ákveða sérstök gjöld fyrir aðgang að viðkomandi stöðum í þeirra umsjá. Og sumar þessara stofnana eru nú þegar byrjaðar að rukka svokölluð gestagjöld, til viðbótar við svæðisgjöld og önnur þjónustu- og samningsgjöld, sem ætlað að standa straum af kostnaði við innviðauppbyggingu á þeim áfangastöðum sem eiga í hlut, svo sem við viðhald og aðra þjónustu. Slíkt gjald skilar því tekjum raunverulega til áfangastaðarins sjálfs og nær sömuleiðis því markmiði um að það séu þeir gestir sem njóta sem borga. Skattheimta er ekki álagsstýring Hugmynd um að bæta við almennri gjaldtöku á ferðamenn fyrir aðgang að tíu fjölsóttustu áfangastöðum landsins með einhvers konar aðgangskorti, líkt og lögð hefur verið fram af Samfylkingunni, ofan á þau gjöld sem nú þegar eru til staðar er ekki álagsstýring fyrir tiltekna áfangastaði heldur aðeins hrein og bein tekjuöflun fyrir ríkissjóð. Rétt skal vera rétt. Slíkri gjaldtöku hefur ferðaþjónustan aldrei kallað eftir og mun aldrei kalla eftir. Vert er sömuleiðis að koma því á framfæri að tíu fjölsóttustu áfangastaðir landsins eru ekki allir í eigu ríkisins. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pétur Óskarsson Ferðamennska á Íslandi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skattar og tollar Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ferðaþjónusta er atvinnugrein sem byggir sína sókn að miklu leyti á náttúruauðlindum, það er ekkert nýtt og ljóst að greinin er einn stærsti hagsmunaaðili þess að staðið sé vörð um náttúru landsins. Því hefur ferðaþjónustan alltaf staðið fyrir. Samtök ferðaþjónustunnar héldu í samstarfi við Ferðamálastofu, Umhverfisstofnun, Vatnajökulsþjóðgarð og þjóðgarðinn á Þingvöllum ráðstefnu í haust undir yfirskriftinni „álagsstýring á fjölsóttum ferðamannastöðum“. Þar kom ýmislegt skynsamlegt fram varðandi álagsstýringu í ferðaþjónustu og hefði verið til bóta ef þeir frambjóðendur sem nú koma fram með hugmyndir um frekari álögur á greinina hefðu mætt. Enda komu þar saman erlendir sérfræðingar frá Bandaríkjunum, Skotlandi og Nýja Sjálandi, sem og innlendir sérfræðingar, stjórnsýslan, akademían og atvinnugreinin sjálf. Það sem upp úr stóð þann dag var samhljómur um að fjölmargar leiðir eru til álagsstýringar og margar hverjar fela síður en svo í sér almenna gjaldtöku eða fjöldatakmarkanir. Álagsstýring getur verið mjög fjölbreytt Álagsstýring getur meðal annars verið uppbygging innviða, flæðisstýring á áfangastöðum, aukin upplýsingagjöf, styrking landvörslu, fjölgun landvarða, aukinn fjöldi skilta á áfangastöðum, bókunarkerfi þar sem fjöldi ferðamanna er til dæmis takmarkaður yfir ákveðna tíma dags, markviss markaðssetning á áfangastöðum fyrir komu ferðamanna til landsins sem og eftir með því að auglýsa áfangastaði utan háannar og á köldum svæðum sérstaklega. Ljóst er að taka verður tillit til sérstöðu hvers áfangastaðar eigi tilsett markmið álagsstýringar um sjálfbærni að nást enda eru þeir almennt ólíkir, eftirspurn eftir þeim misjöfn og áskoranir fjölbreyttar. Þá verður að árétta að hinar ýmsu opinberu stofnanir, líkt og Umhverfisstofnun, þjóðgarðurinn á Þingvöllum og Vatnajökulsþjóðgarður hafa nú þegar lagalega heimild til að ákveða sérstök gjöld fyrir aðgang að viðkomandi stöðum í þeirra umsjá. Og sumar þessara stofnana eru nú þegar byrjaðar að rukka svokölluð gestagjöld, til viðbótar við svæðisgjöld og önnur þjónustu- og samningsgjöld, sem ætlað að standa straum af kostnaði við innviðauppbyggingu á þeim áfangastöðum sem eiga í hlut, svo sem við viðhald og aðra þjónustu. Slíkt gjald skilar því tekjum raunverulega til áfangastaðarins sjálfs og nær sömuleiðis því markmiði um að það séu þeir gestir sem njóta sem borga. Skattheimta er ekki álagsstýring Hugmynd um að bæta við almennri gjaldtöku á ferðamenn fyrir aðgang að tíu fjölsóttustu áfangastöðum landsins með einhvers konar aðgangskorti, líkt og lögð hefur verið fram af Samfylkingunni, ofan á þau gjöld sem nú þegar eru til staðar er ekki álagsstýring fyrir tiltekna áfangastaði heldur aðeins hrein og bein tekjuöflun fyrir ríkissjóð. Rétt skal vera rétt. Slíkri gjaldtöku hefur ferðaþjónustan aldrei kallað eftir og mun aldrei kalla eftir. Vert er sömuleiðis að koma því á framfæri að tíu fjölsóttustu áfangastaðir landsins eru ekki allir í eigu ríkisins. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun