Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar 29. nóvember 2024 07:23 Þau sem fylgst hafa með Formúlunni síðustu ár hafa tekið eftir því að Max Verstappen hefur einokað fyrsta sætið nær algjörlega frá árinu 2021. Þegar núverandi tímabil hófst bjuggust flestir formúluaðdáendur við að mynstrið myndi ólíklega breytast í ár. Max vann fyrstu sjö keppnirnar og yfirburðirnir virtust algjörir. Svo fór að halla undan fæti. Aðrir ökuþórar fóru að stela sigrinum og þegar þetta er skrifað hafa sjö ökumenn unnið keppni sem eru hver annarri skemmtilegri. Það sem gerðist var að öll liðin náðu að þróa bílinn sinn og gera hann betri á meðan Red Bull, liðið sem Max keppir fyrir, náði litlum framförum. Niðurstaðan var að Red Bull bíllinn sat eftir á meðan aðrir tóku fram úr. Það sem Max gerði til að leysa þetta vandamál var að hann óskaði eftir því að taka til baka alla þróun bílsins og hann fór í sama bíl og hann notaði í upphafi tímabilsins. Þetta var rökrétt því í upphafi tímabilsins gekk honum vel og vann allar keppnirnar. En viti menn. Það kom í ljós að sá bíll var ekkert betri og hann tapaði áfram. Hvað hafði gerst? Jú, allir hinir bílarnir höfðu náð mikilli þróun og voru bara orðnir betri. Það sem bjargaði tímabilinu fyrir horn hjá Red Bull og Max var að halda áfram að þróa bílinn í staðin fyrir að setjast aftur í þann gamla. Með þessu náðu þau að fá bílinn til að henta Max á nýjan leik og hann náði að tryggja sér heimsmeistaratitilinn. Þróum bílinn Af hverju er ég að segja ykkur frá þessu með Red Bull og Max Verstappen? Jú, við stöndum frammi fyrir sömu áskorun í íslensku menntakerfi. Samkvæmt niðurstöðum PISA vorum við með ágætt menntakerfi um aldamótin. Á síðustu 20 – 25 árum höfum við lækkað töluvert í mælingum og niðurstöðurnar ekki eins og við viljum sjá þær. Á síðustu misserum hafa ýmsir komið fram og talið að lausnin við hinum meinta vanda menntakerfisins sé að fara aftur í sama kerfi og við vorum með í kringum aldamótin, meðal annars með því að taka upp samræmd próf og gömlu aðalnámskrána. Verðum heimsmeistarar Viðreisn hafnar þessum leiðum og horfir til þess að þróun í menntamálum hefur orðið gífurleg síðustu 30 árin. Við erum einfaldlega á allt öðrum stað en við vorum um aldamótin síðustu. Mælikvarðarnir eru aðrir, kröfurnar eru aðrar og menntakerfið er öðruvísi. Það er mikilvægt að við dettum ekki í einhverjar töfralausnir heldur horfum á framþróun á menntakerfinu á faglegan hátt þar sem við notum nýjustu rannsóknir til að efla skólastarfið í bland við þann öfluga og reynslumikla mannauð sem við eigum í kennarastéttinni. Með því að tryggja kennurum gott starfsumhverfi með þverfaglega stoðþjónustu þar sem áhersla er á mikla starfsþróun og tæknivætt umhverfi getum við eflt íslenskt menntakerfi og sett það í fremstu röð. Við þurfum að þróa bílinn áfram, ekki stíga aftur í þann gamla. Höfundur er grunnskólakennari og skipar 14. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Skóla- og menntamál Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Þau sem fylgst hafa með Formúlunni síðustu ár hafa tekið eftir því að Max Verstappen hefur einokað fyrsta sætið nær algjörlega frá árinu 2021. Þegar núverandi tímabil hófst bjuggust flestir formúluaðdáendur við að mynstrið myndi ólíklega breytast í ár. Max vann fyrstu sjö keppnirnar og yfirburðirnir virtust algjörir. Svo fór að halla undan fæti. Aðrir ökuþórar fóru að stela sigrinum og þegar þetta er skrifað hafa sjö ökumenn unnið keppni sem eru hver annarri skemmtilegri. Það sem gerðist var að öll liðin náðu að þróa bílinn sinn og gera hann betri á meðan Red Bull, liðið sem Max keppir fyrir, náði litlum framförum. Niðurstaðan var að Red Bull bíllinn sat eftir á meðan aðrir tóku fram úr. Það sem Max gerði til að leysa þetta vandamál var að hann óskaði eftir því að taka til baka alla þróun bílsins og hann fór í sama bíl og hann notaði í upphafi tímabilsins. Þetta var rökrétt því í upphafi tímabilsins gekk honum vel og vann allar keppnirnar. En viti menn. Það kom í ljós að sá bíll var ekkert betri og hann tapaði áfram. Hvað hafði gerst? Jú, allir hinir bílarnir höfðu náð mikilli þróun og voru bara orðnir betri. Það sem bjargaði tímabilinu fyrir horn hjá Red Bull og Max var að halda áfram að þróa bílinn í staðin fyrir að setjast aftur í þann gamla. Með þessu náðu þau að fá bílinn til að henta Max á nýjan leik og hann náði að tryggja sér heimsmeistaratitilinn. Þróum bílinn Af hverju er ég að segja ykkur frá þessu með Red Bull og Max Verstappen? Jú, við stöndum frammi fyrir sömu áskorun í íslensku menntakerfi. Samkvæmt niðurstöðum PISA vorum við með ágætt menntakerfi um aldamótin. Á síðustu 20 – 25 árum höfum við lækkað töluvert í mælingum og niðurstöðurnar ekki eins og við viljum sjá þær. Á síðustu misserum hafa ýmsir komið fram og talið að lausnin við hinum meinta vanda menntakerfisins sé að fara aftur í sama kerfi og við vorum með í kringum aldamótin, meðal annars með því að taka upp samræmd próf og gömlu aðalnámskrána. Verðum heimsmeistarar Viðreisn hafnar þessum leiðum og horfir til þess að þróun í menntamálum hefur orðið gífurleg síðustu 30 árin. Við erum einfaldlega á allt öðrum stað en við vorum um aldamótin síðustu. Mælikvarðarnir eru aðrir, kröfurnar eru aðrar og menntakerfið er öðruvísi. Það er mikilvægt að við dettum ekki í einhverjar töfralausnir heldur horfum á framþróun á menntakerfinu á faglegan hátt þar sem við notum nýjustu rannsóknir til að efla skólastarfið í bland við þann öfluga og reynslumikla mannauð sem við eigum í kennarastéttinni. Með því að tryggja kennurum gott starfsumhverfi með þverfaglega stoðþjónustu þar sem áhersla er á mikla starfsþróun og tæknivætt umhverfi getum við eflt íslenskt menntakerfi og sett það í fremstu röð. Við þurfum að þróa bílinn áfram, ekki stíga aftur í þann gamla. Höfundur er grunnskólakennari og skipar 14. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík suður.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar