Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar 29. nóvember 2024 08:11 Við þökkum fyrir samtalið undanfarnar vikur og í raun síðastliðin tvö ár. Við frambjóðendur höfum hlustað og Samfylkingin hefur hlustað. Málefni Samfylkingarinnar Áherslur Samfylkingarinnar eru tilkomnar eftir samtal við almenning, fagfólk og félagasamtök um land allt. Almennt gildir að stefnumálin og markmiðin eru hugsuð til lengri tíma. Þar kveður við nýjan tón en langtímasýn hefur svo sannarlega skort í íslensk stjórnmál. Í ljósi fjölmargara áskornana framundan er brýnt að við verðum í ríkari mæli samfélag fyrirhyggju, forvarna og framsýni. Þau málefni sem Samfylkingin setur á oddinn eru þau sömu og fólk nefndi nýlega í könnun Gallup; heilbrigðismál, húsnæðismál og efnahagsmál þar sem mestu skiptir að ná niður vöxum og verðbólgu og að efnahagslegur stöðugleiki komist á. Samfylkingin vill sömuleiðis byggja undir frekari verðmætasköpun í landinu en til þess þarf fjárfestingar í innviðum; í samgöngum og orku. Um stefnumál flokksins má lesa hér: Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum, Krafa um árangur í atvinnu og samgöngumálum og Framkvæmdaplan í húsnæðis- og kjaramálum. Frambjóðendur Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi Samfylkingin teflir fram fjölbreyttum hópi frambjóðenda með víðtæka þekkingu og reynslu og sem öll eru til þjónustu reiðubúin. Undirrituð, oddviti, er Kópavogsbúi og landlæknir sem brennur meðal annars fyrir betri heilbrigðisþjónustu, lýðheilsu og málefnum barna. Í öðru sæti er Guðmundur Ari Sigurjónsson, ungur fjölskyldumaður, tómstunda- og félagsmálafræðingur og starfsmaður í æskulýðs- og forvarnarmálum síðastliðin 15 ár. Hann er öflugur bæjarfulltrúi af Seltjarnarnesi og formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Þórunni Sveinbjarnardóttur úr Garðabæ þarf vart að kynna, hún er þrautreyndur þingmaður, fyrrum ráðherra og mikil baráttu- og hugsjónakona fyrir umhverfisvernd, jafnrétti og mannréttindum en hún skipar þriðja sætið. Í fjórða sæti er Árni Rúnar Þorvaldsson, innfæddur Hafnfirðingur, grunnskólakennari og bæjarfulltrúi sem þekkir vel málefni barna og ungmenna sem og velferðarmál almennt. Það er mikilvægt fyrir Hafnfirðinga að tryggja að Árni nái kjöri. Fimmta sætið skipar svo Jóna Þórey Pétursdóttir úr Kópavogi, ungur lögmaður sem brennur fyrir málefnum fjölskyldna, ekki síst húsnæðismálum og fæðingarorlofsmálum en einnig mannréttindum og loftslagsmálum. Tryggjum breytingar og nýtt upphaf Formaður flokksins, Kristrún Frostadóttir, er sá stjórnmálaleiðtogi sem flestir landsmanna treysta til að leiða forsætisráðuneytið og reyndar líka fjármálaráðuneytið. Það er brýnt að Samfylkingin verði stæsti flokkurinn að loknum kosningum, leiði stjórnarmyndun og að Kristrún verði verkstjórinn í næstu ríkisstjórn. Þannig tryggjum við að farið verði í þau þjóðþrifamál sem Samfylkingin hefur boðað og þjóðin vill, enda flokkurinn vel undirbúinn og fólk tilbúið til verka. Kæru kjósendur, Samfylkingin gætir engra sérhagsmuna, einungis almannahags. Tryggjum breytingar og nýtt upphaf, kjósum Samfylkinguna! Höfundur er landlæknir og oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma D. Möller Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Við þökkum fyrir samtalið undanfarnar vikur og í raun síðastliðin tvö ár. Við frambjóðendur höfum hlustað og Samfylkingin hefur hlustað. Málefni Samfylkingarinnar Áherslur Samfylkingarinnar eru tilkomnar eftir samtal við almenning, fagfólk og félagasamtök um land allt. Almennt gildir að stefnumálin og markmiðin eru hugsuð til lengri tíma. Þar kveður við nýjan tón en langtímasýn hefur svo sannarlega skort í íslensk stjórnmál. Í ljósi fjölmargara áskornana framundan er brýnt að við verðum í ríkari mæli samfélag fyrirhyggju, forvarna og framsýni. Þau málefni sem Samfylkingin setur á oddinn eru þau sömu og fólk nefndi nýlega í könnun Gallup; heilbrigðismál, húsnæðismál og efnahagsmál þar sem mestu skiptir að ná niður vöxum og verðbólgu og að efnahagslegur stöðugleiki komist á. Samfylkingin vill sömuleiðis byggja undir frekari verðmætasköpun í landinu en til þess þarf fjárfestingar í innviðum; í samgöngum og orku. Um stefnumál flokksins má lesa hér: Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum, Krafa um árangur í atvinnu og samgöngumálum og Framkvæmdaplan í húsnæðis- og kjaramálum. Frambjóðendur Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi Samfylkingin teflir fram fjölbreyttum hópi frambjóðenda með víðtæka þekkingu og reynslu og sem öll eru til þjónustu reiðubúin. Undirrituð, oddviti, er Kópavogsbúi og landlæknir sem brennur meðal annars fyrir betri heilbrigðisþjónustu, lýðheilsu og málefnum barna. Í öðru sæti er Guðmundur Ari Sigurjónsson, ungur fjölskyldumaður, tómstunda- og félagsmálafræðingur og starfsmaður í æskulýðs- og forvarnarmálum síðastliðin 15 ár. Hann er öflugur bæjarfulltrúi af Seltjarnarnesi og formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Þórunni Sveinbjarnardóttur úr Garðabæ þarf vart að kynna, hún er þrautreyndur þingmaður, fyrrum ráðherra og mikil baráttu- og hugsjónakona fyrir umhverfisvernd, jafnrétti og mannréttindum en hún skipar þriðja sætið. Í fjórða sæti er Árni Rúnar Þorvaldsson, innfæddur Hafnfirðingur, grunnskólakennari og bæjarfulltrúi sem þekkir vel málefni barna og ungmenna sem og velferðarmál almennt. Það er mikilvægt fyrir Hafnfirðinga að tryggja að Árni nái kjöri. Fimmta sætið skipar svo Jóna Þórey Pétursdóttir úr Kópavogi, ungur lögmaður sem brennur fyrir málefnum fjölskyldna, ekki síst húsnæðismálum og fæðingarorlofsmálum en einnig mannréttindum og loftslagsmálum. Tryggjum breytingar og nýtt upphaf Formaður flokksins, Kristrún Frostadóttir, er sá stjórnmálaleiðtogi sem flestir landsmanna treysta til að leiða forsætisráðuneytið og reyndar líka fjármálaráðuneytið. Það er brýnt að Samfylkingin verði stæsti flokkurinn að loknum kosningum, leiði stjórnarmyndun og að Kristrún verði verkstjórinn í næstu ríkisstjórn. Þannig tryggjum við að farið verði í þau þjóðþrifamál sem Samfylkingin hefur boðað og þjóðin vill, enda flokkurinn vel undirbúinn og fólk tilbúið til verka. Kæru kjósendur, Samfylkingin gætir engra sérhagsmuna, einungis almannahags. Tryggjum breytingar og nýtt upphaf, kjósum Samfylkinguna! Höfundur er landlæknir og oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar