Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Kristján Már Unnarsson skrifar 28. nóvember 2024 21:42 Airbus-breiðþota Air Greenland lenti á nýju flugbrautinni í Nuuk um þrjúleytið í dag. KNR Grænlendingar fagna í dag nýjum alþjóðflugvelli í Nuuk. Opnun vallarins er sögð marka þáttaskil í samgöngum Grænlands við umheiminn og var almenningi boðið til hátíðar með tónleikum og veisluhöldum í dag og flugeldasýningu í kvöld. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá Airbus A330-breiðþotu Air Greenland, flaggskip grænlenska flugflotans, koma svífandi inn til lendingar í beinu flugi frá Kaupmannahöfn. Mannfjöldi safnaðist saman í kringum flugvöllinn til að verða vitni að þessari fyrstu lendingu stórrar farþegaþotu í höfuðstað Grænlands. Flugmennirnir veifuðu grænlenska fánanum við komuna.KNR Ný 2.200 metra flugbraut var lögð í stað eldri 950 metra langrar brautar. Það þýðir að núna þurfa farþegar til og frá Nuuk ekki lengur að fljúga um Kangerlussuaq-flugvöll á leið sinni í þotuflug milli landa en áður gátu aðeins smærri flugvélar sérhæfðar fyrir stuttar brautir lent í Nuuk. Innileg ánægja skein úr andlitum fyrstu farþeganna.KNR Áður hafði flugvél Isavia ANS gert flugprófanir á nýju brautinni, sem búin er fullkomnum aðflugstækjum og ljósabúnaði fyrir báða brautarenda. Það gerir flugvélum kleift að lenda í myrkri og slæmu skyggni. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia ANS sá félagið um alla hönnun flugferla að vellinum sem og prófanir þeirra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá lengra myndband grænlenska sjónvarpsins KNR af komu þotunnar til Nuuk í dag: Grænland Fréttir af flugi Samgöngur Danmörk Airbus Tengdar fréttir Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins Boðað hefur verið sannkallaðrar þjóðhátíðar í Nuuk á fimmtudag með tónleikum, veisluhöldum og flugeldasýningu. Tilefnið er opnun nýs alþjóðaflugvallar og fyrsta lending stórrar farþegaþotu í höfuðstað Grænlands. 26. nóvember 2024 18:15 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá Airbus A330-breiðþotu Air Greenland, flaggskip grænlenska flugflotans, koma svífandi inn til lendingar í beinu flugi frá Kaupmannahöfn. Mannfjöldi safnaðist saman í kringum flugvöllinn til að verða vitni að þessari fyrstu lendingu stórrar farþegaþotu í höfuðstað Grænlands. Flugmennirnir veifuðu grænlenska fánanum við komuna.KNR Ný 2.200 metra flugbraut var lögð í stað eldri 950 metra langrar brautar. Það þýðir að núna þurfa farþegar til og frá Nuuk ekki lengur að fljúga um Kangerlussuaq-flugvöll á leið sinni í þotuflug milli landa en áður gátu aðeins smærri flugvélar sérhæfðar fyrir stuttar brautir lent í Nuuk. Innileg ánægja skein úr andlitum fyrstu farþeganna.KNR Áður hafði flugvél Isavia ANS gert flugprófanir á nýju brautinni, sem búin er fullkomnum aðflugstækjum og ljósabúnaði fyrir báða brautarenda. Það gerir flugvélum kleift að lenda í myrkri og slæmu skyggni. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia ANS sá félagið um alla hönnun flugferla að vellinum sem og prófanir þeirra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá lengra myndband grænlenska sjónvarpsins KNR af komu þotunnar til Nuuk í dag:
Grænland Fréttir af flugi Samgöngur Danmörk Airbus Tengdar fréttir Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins Boðað hefur verið sannkallaðrar þjóðhátíðar í Nuuk á fimmtudag með tónleikum, veisluhöldum og flugeldasýningu. Tilefnið er opnun nýs alþjóðaflugvallar og fyrsta lending stórrar farþegaþotu í höfuðstað Grænlands. 26. nóvember 2024 18:15 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins Boðað hefur verið sannkallaðrar þjóðhátíðar í Nuuk á fimmtudag með tónleikum, veisluhöldum og flugeldasýningu. Tilefnið er opnun nýs alþjóðaflugvallar og fyrsta lending stórrar farþegaþotu í höfuðstað Grænlands. 26. nóvember 2024 18:15