Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar 29. nóvember 2024 10:02 Ríkisstjórn sundurlyndis og stöðnunar síðustu 7 ára er loksins farin frá. Óvinsælasta ríkisstjórn frá upphafi mælinga. Flestum er ljóst hvernig hún skildi við. Vextir í hæstum hæðum og í innviðaskuldir hvert sem litið er. Samgöngumál, orkumál, heilbrigðismál, menntamál og málefni barna- og ungmenna eru öll á talsvert verri stað nú en þegar ríkisstjórnin tók við. Kostulegt er að hlusta á kosningaloforð þessara flokka fyrir þessar kosningar nú í ljósi þess að þau höfðu sjö löng ár til að koma þeim hlutum í verk sem þeir lofa nú. Á morgun göngum við til kosninga sem geta skipt sköpum hvort stöðnun ríkir áfram eða hvort okkur Íslendingum tekst að snúa vörn í sókn og koma hreyfingu á hlutina. Já, það er kominn tími til breytinga. Við verðum ekki alltaf sammála í öllu og það er í lagi, það er eðli stjórnmála. En sameinumst um stóru málin. Okkar góða samfélag þarf á því að halda að hér sé mynduð sterk ríkisstjórn með sterkt umboð fremur en samsuðu margra flokka með útþynntum sáttmála byggður á endalausum málamiðlunum. Viðreisn hefur notið ánægjulegs meðbyrs í þeim fylgiskönnunum sem hafa verið birtar á síðastliðnum vikum. Viðreisn er líka sá stjórnmálaflokkur sem nýtur mests trausts þjóðarinnar samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Ég vona þegar að talið verði upp úr kjörkössunum hafi þjóðin sent skýr skilaboð um að hún treysti Viðreisn best til að mynda ríkisstjórn út frá miðjunni. Viðreisn er skýr valkostur til þess að verða að leiðandi afli í nýrri ríkisstjórn og tilbúin til að verða hreyfiafl góðra verka. Verka þar sem almannahagsmunir eru ofar sérhagsmunum, sem færa 115 milljarða árlega úr vaxtagreiðslum í uppbyggingu og taka á innviðaskuldum í samgöngumálum, orkumálum, heilbrigðismálum. Stefna Viðreisnar er skýr í þessum efnum og Viðreisn býr yfir mannauð og þekkingu til að koma hreyfingu á hlutina. Ef þú vilt trúverðugt og traust afl við stjórnvölinn til að ná árangri í ríkisfjármálum til hagsbóta fyrir almenning hvet ég þig, lesandi góður, til að kynna þér stefnu Viðreisnar og veita Viðreisn afgerandi stuðning í komandi kosningum. Breytum þessu! Höfundur er áhugamaður um bætt samfélag og situr í 7. sæti Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni Ómar Már Jónsson skrifar Skoðun Virði barna og ungmenna Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Sættir þú þig við þetta? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Alþingi gleymir aftur fötluðum börnum Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn sundurlyndis og stöðnunar síðustu 7 ára er loksins farin frá. Óvinsælasta ríkisstjórn frá upphafi mælinga. Flestum er ljóst hvernig hún skildi við. Vextir í hæstum hæðum og í innviðaskuldir hvert sem litið er. Samgöngumál, orkumál, heilbrigðismál, menntamál og málefni barna- og ungmenna eru öll á talsvert verri stað nú en þegar ríkisstjórnin tók við. Kostulegt er að hlusta á kosningaloforð þessara flokka fyrir þessar kosningar nú í ljósi þess að þau höfðu sjö löng ár til að koma þeim hlutum í verk sem þeir lofa nú. Á morgun göngum við til kosninga sem geta skipt sköpum hvort stöðnun ríkir áfram eða hvort okkur Íslendingum tekst að snúa vörn í sókn og koma hreyfingu á hlutina. Já, það er kominn tími til breytinga. Við verðum ekki alltaf sammála í öllu og það er í lagi, það er eðli stjórnmála. En sameinumst um stóru málin. Okkar góða samfélag þarf á því að halda að hér sé mynduð sterk ríkisstjórn með sterkt umboð fremur en samsuðu margra flokka með útþynntum sáttmála byggður á endalausum málamiðlunum. Viðreisn hefur notið ánægjulegs meðbyrs í þeim fylgiskönnunum sem hafa verið birtar á síðastliðnum vikum. Viðreisn er líka sá stjórnmálaflokkur sem nýtur mests trausts þjóðarinnar samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Ég vona þegar að talið verði upp úr kjörkössunum hafi þjóðin sent skýr skilaboð um að hún treysti Viðreisn best til að mynda ríkisstjórn út frá miðjunni. Viðreisn er skýr valkostur til þess að verða að leiðandi afli í nýrri ríkisstjórn og tilbúin til að verða hreyfiafl góðra verka. Verka þar sem almannahagsmunir eru ofar sérhagsmunum, sem færa 115 milljarða árlega úr vaxtagreiðslum í uppbyggingu og taka á innviðaskuldum í samgöngumálum, orkumálum, heilbrigðismálum. Stefna Viðreisnar er skýr í þessum efnum og Viðreisn býr yfir mannauð og þekkingu til að koma hreyfingu á hlutina. Ef þú vilt trúverðugt og traust afl við stjórnvölinn til að ná árangri í ríkisfjármálum til hagsbóta fyrir almenning hvet ég þig, lesandi góður, til að kynna þér stefnu Viðreisnar og veita Viðreisn afgerandi stuðning í komandi kosningum. Breytum þessu! Höfundur er áhugamaður um bætt samfélag og situr í 7. sæti Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar