Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar 29. nóvember 2024 11:10 Fyrirsögn þessara greinar vísar til vinsælla sjónvarpsþátta sem þeir sem komnir eru yfir miðjan aldur muna sjálfsagt eftir. Þar var í aðalhlutverki ráðherra sem tók oft útlitið fram yfir innihaldið. Sá sem þetta skrifar tilheyrir starfsstétt sjálfstæðra atvinnurekanda og stýrir fyrirtækinu Loftmyndir ehf. sem hefur undanfarin 35 ár tekið loftmyndir af Íslandi og unnið upp úr þeim landupplýsingagögn til nota fyrir íslenskt samfélag. Sú vinna skilaði af sér fyrsta og eina landsþekjandi kortagrunninum sem gerður hefur verið af Íslendingum sjálfum. Allir geta skoðað þessi gögn á vefnum okkar www.map.is. Opinberir aðilar, orkufyrirtæki, sveitarfélög og einstaklingar nota síðan gögnin til sinna verkefna. Þessi vinna var unnin án þess að ríkissjóður eða opinberir sjóðir legðu í verkið eina krónu og þar er Ísland í öfundsverðri stöðu því víða annars staðar setja ríki háar fjárupphæðir í kortagerð. Í gegnum árin hafa ráðherrar yfir málaflokknum komið og farið og allir séð skynsemina í því að ríkissjóður setji ekki fjármagn í verkefni sem þegar er búið að vinna. Því kom það eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar sá sem núna ber titilinn umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra tók þá ákvörðun að ríkisvæða verkefnið og endurmynda allt Ísland þótt myndirnar væru þegar til og það í betri gæðum. Ráðherrann tilheyrir stjórnmálaflokki sem í orði stendur með einkaframtakinu en í þessu tilfelli gerði hann það svo sannarlega ekki á borði og gætti þess í aðdraganda málsins að láta ekki ná í sig. Eflaust hefur hann vitað innst inni að málið væri kannski eins og gott grín í sjónvarpi. Ráðherra, eins og starfsbróðir hans úr sjónvarpinu, datt þarna um lausn í leit að vandamáli sem ekki var til. Kostnaðaráætlun og fjármögnun verkefnisins er í besta falli óljós því ekki er það á fjárlögum. Í skýrslu Landmælinga Íslands frá árinu 2019 er áætlað að þessi óvissuferð komi til með að kosta 750 milljónir og eftir það 170 milljónir á ári í viðhaldskostnað (uppreiknaðar tölur) en gerðir þeir fyrirvarar að aðstæður á Íslandi séu erfiðar til loftmyndatöku og því skuli taka tölunum með fyrirvara. Það þarf djörfung og hugmyndaflug til að ýta í gang ófjármögnuðu verkefni til að safna gögnum sem þegar eru til. Til að koma verkinu af stað valdi ráðherra að fara þá leið að byrja á að vinna aðeins hluta þess. Það gerði hann augljóslega til að koma málinu í gang því þegar boltinn er einu sinni byrjaður að rúlla er erfitt að hætta við þannig að verkið kemur til að með að soga til sín fjármuni um ókomin ár. Klassískt eða hvað? Niðurstaðan varð snautleg 3% Nú er fyrsta flugár ráðherrans að baki og vonir stóðu til að ná að klára að mynda 40% landsins en niðurstaðan varð snautleg 3%. Loftmyndir ehf. tóku hins vegar myndir af hátt í 20% Íslands í sumar. Að það skyldi hafa náðst með einni flugvél á meðan ráðherra komst í 3% með tveimur flugvélum (og hafði til þess helmingi lengri tíma) ætti að hringja einhverjum bjöllum um framhaldið. Ekkert bólar á myndum ráðherra frá því í sumar en Loftmyndir ehf. hafa klárað að vinna allar sínar myndir og skilað til sinna viðskiptavina og gert þær aðgengilegar á www.map.is. Það tók Loftmyndir ehf. með útsjónarsemi og stöðugri yfirlegu níu ár að klára að mynda allt Ísland en ráðherrann ætlar að klára það á 3-5 árum og strax kominn í 3%. Hvergi er minnst á að loftmyndunum verði að halda við, sú sjónvarpssería kemur síðar. Það er auðvelt að eyða annarra manna peningum þegar afleiðingar slæmrar ákvarðanatöku eru engar. Þess væri óskandi að til væri stjórnmálaflokkur með skilning á þessu. Flokkur sem væri til í að standa með almennri skynsemi. Þarna er Sjálfstæðisflokkurinn ekki bara að skila auðu heldur enn verra. Mitt fyrirtæki er aðeins eitt af mörgum sem þarf að standa í samkeppni við hinar ýmsu stofnanir ríkisins og það er erfitt fyrir einkafyrirtæki að keppa við djúpa vasa ríkissjóðs. Það er ekki nóg að auglýsa í Mogganum á fjögurra ára fresti að vera stjórnmálaflokkur sem styðji við bakið á einkaframtakinu en þessa á milli er enginn áhugi á að hlusta og hagsmunir kerfisins teknir fram yfir almenna skynsemi. Hver er sparnaðurinn af því að sameina stofnanir ef áfram eru jafn margar starfsstöðvar, jafn margir starfsmenn og verkefnin þau sömu og jafnvel búið að bæta inn verkefnum sem einkafyrirtæki sinntu áður? Höfundur er framkvæmdastjóri Loftmynda ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Fyrirsögn þessara greinar vísar til vinsælla sjónvarpsþátta sem þeir sem komnir eru yfir miðjan aldur muna sjálfsagt eftir. Þar var í aðalhlutverki ráðherra sem tók oft útlitið fram yfir innihaldið. Sá sem þetta skrifar tilheyrir starfsstétt sjálfstæðra atvinnurekanda og stýrir fyrirtækinu Loftmyndir ehf. sem hefur undanfarin 35 ár tekið loftmyndir af Íslandi og unnið upp úr þeim landupplýsingagögn til nota fyrir íslenskt samfélag. Sú vinna skilaði af sér fyrsta og eina landsþekjandi kortagrunninum sem gerður hefur verið af Íslendingum sjálfum. Allir geta skoðað þessi gögn á vefnum okkar www.map.is. Opinberir aðilar, orkufyrirtæki, sveitarfélög og einstaklingar nota síðan gögnin til sinna verkefna. Þessi vinna var unnin án þess að ríkissjóður eða opinberir sjóðir legðu í verkið eina krónu og þar er Ísland í öfundsverðri stöðu því víða annars staðar setja ríki háar fjárupphæðir í kortagerð. Í gegnum árin hafa ráðherrar yfir málaflokknum komið og farið og allir séð skynsemina í því að ríkissjóður setji ekki fjármagn í verkefni sem þegar er búið að vinna. Því kom það eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar sá sem núna ber titilinn umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra tók þá ákvörðun að ríkisvæða verkefnið og endurmynda allt Ísland þótt myndirnar væru þegar til og það í betri gæðum. Ráðherrann tilheyrir stjórnmálaflokki sem í orði stendur með einkaframtakinu en í þessu tilfelli gerði hann það svo sannarlega ekki á borði og gætti þess í aðdraganda málsins að láta ekki ná í sig. Eflaust hefur hann vitað innst inni að málið væri kannski eins og gott grín í sjónvarpi. Ráðherra, eins og starfsbróðir hans úr sjónvarpinu, datt þarna um lausn í leit að vandamáli sem ekki var til. Kostnaðaráætlun og fjármögnun verkefnisins er í besta falli óljós því ekki er það á fjárlögum. Í skýrslu Landmælinga Íslands frá árinu 2019 er áætlað að þessi óvissuferð komi til með að kosta 750 milljónir og eftir það 170 milljónir á ári í viðhaldskostnað (uppreiknaðar tölur) en gerðir þeir fyrirvarar að aðstæður á Íslandi séu erfiðar til loftmyndatöku og því skuli taka tölunum með fyrirvara. Það þarf djörfung og hugmyndaflug til að ýta í gang ófjármögnuðu verkefni til að safna gögnum sem þegar eru til. Til að koma verkinu af stað valdi ráðherra að fara þá leið að byrja á að vinna aðeins hluta þess. Það gerði hann augljóslega til að koma málinu í gang því þegar boltinn er einu sinni byrjaður að rúlla er erfitt að hætta við þannig að verkið kemur til að með að soga til sín fjármuni um ókomin ár. Klassískt eða hvað? Niðurstaðan varð snautleg 3% Nú er fyrsta flugár ráðherrans að baki og vonir stóðu til að ná að klára að mynda 40% landsins en niðurstaðan varð snautleg 3%. Loftmyndir ehf. tóku hins vegar myndir af hátt í 20% Íslands í sumar. Að það skyldi hafa náðst með einni flugvél á meðan ráðherra komst í 3% með tveimur flugvélum (og hafði til þess helmingi lengri tíma) ætti að hringja einhverjum bjöllum um framhaldið. Ekkert bólar á myndum ráðherra frá því í sumar en Loftmyndir ehf. hafa klárað að vinna allar sínar myndir og skilað til sinna viðskiptavina og gert þær aðgengilegar á www.map.is. Það tók Loftmyndir ehf. með útsjónarsemi og stöðugri yfirlegu níu ár að klára að mynda allt Ísland en ráðherrann ætlar að klára það á 3-5 árum og strax kominn í 3%. Hvergi er minnst á að loftmyndunum verði að halda við, sú sjónvarpssería kemur síðar. Það er auðvelt að eyða annarra manna peningum þegar afleiðingar slæmrar ákvarðanatöku eru engar. Þess væri óskandi að til væri stjórnmálaflokkur með skilning á þessu. Flokkur sem væri til í að standa með almennri skynsemi. Þarna er Sjálfstæðisflokkurinn ekki bara að skila auðu heldur enn verra. Mitt fyrirtæki er aðeins eitt af mörgum sem þarf að standa í samkeppni við hinar ýmsu stofnanir ríkisins og það er erfitt fyrir einkafyrirtæki að keppa við djúpa vasa ríkissjóðs. Það er ekki nóg að auglýsa í Mogganum á fjögurra ára fresti að vera stjórnmálaflokkur sem styðji við bakið á einkaframtakinu en þessa á milli er enginn áhugi á að hlusta og hagsmunir kerfisins teknir fram yfir almenna skynsemi. Hver er sparnaðurinn af því að sameina stofnanir ef áfram eru jafn margar starfsstöðvar, jafn margir starfsmenn og verkefnin þau sömu og jafnvel búið að bæta inn verkefnum sem einkafyrirtæki sinntu áður? Höfundur er framkvæmdastjóri Loftmynda ehf.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun