Sökum framkvæmda á Laugardalsvelli, þar sem verið er að innleiða nýajn hybrid völl, þurfti KSÍ að leita út fyrir landssteinanna að leikstað fyrir umræddan heimaleik sinn þar sem engin annar völlur á Íslandi uppfyllir kröfur Evrópska knattspyrnusambandsins sem settar eru á leikstaði landsleikja.
Leikvangurinn í Murcia, sem tekur ríflega 30 þúsund áhorfendur, var opnaður árið 2006 með vináttulandsleik milli Spánar og Argentínu. Um er að ræða heimavöll Real Murcia CF sem leikur í þriðju efstu deild Spánar um þessar mundir, en þar fara einnig af og til fram landsleikir

Fyrri leikurinn fer fram á Fadil Vokrri leikvanginum í Pristina, höfuðborg Kósovó þann 20. mars og leikurinn í Murcia þremur dögum síðar. Sigurlið einvígisins tryggir sér sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar fyrir næsta tímabil.
Estadio Enrique Roca de Murcia er staðsettur í bænum Churra, sem liggur rétt norðan við Murcia, og er leikvangurinn í um það bil sjö kílómetra fjarlægð frá miðbæ Murcia.
KSÍ vinnur nú að því að undirbúa miðasölu á leikinn og verða upplýsingar birtar á miðlum KSÍ um leið og þau mál skýrast.
Hér fyrir neðan má sjá myndskeið frá Laugardalsvelli frá því í upphafi mánaðarins en stefnt er að því að völlurinn verði leikhæfur í júní á næsta ári. Góður gangur er á framkvæmdunum.