Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Samúel Karl Ólason skrifar 29. nóvember 2024 13:33 Emmanuel Macron og Mahamat Idriss Deby Itno, forseti Tjad í Frakklandi í október. AP/Aurelien Morissard Ríkisstjórn Tjad tilkynnti í gær að binda ætti enda á varnarsamstarf með Frakklandi og mun það væntanlega fela í sér brotthvarf franskra hermanna þaðan. Tjad er síðasta ríkið á Sahelsvæðinu þar sem Frakkar eru enn með viðveru, eftir að þeim var vísað frá Búrkína Fasó, Malí og Níger í kjölfar valdarána. Þetta var skömmu eftir að utanríkisráðherra Frakklands sótti Tjad heim. Sá fór einnig til Senegal en Bassirou Diomaye Faye, forseti þess ríkis, lýsti því einnig yfir í gær að Frakkar ættu að loka herstöðvum sínum í Senegal. Vera franskra hermanna í landinu færi gegn fullveldi þess. Faye vill samt ekki meina að með því vilji hann slíta tengsl Senegal og Frakklands, eins og fram kemur í frétt France24. Hann var kjörinn til embættis í mars og hét hann því að tryggja fullveldi landsins. Vilja fækka hermönnum á svæðinu Frakkar hafa um árabil verið með hermenn í Tjad, Gabon og Fílabeinsströndinni en undanfarið hefur átt sér stað umræða í Frakklandi um að draga úr umsvifum ríkisins þar. Um þúsund franskir hermenn eru í Tjad, með orrustuþotur og önnur hergögn. 🇹🇩🇫🇷 Le Tchad decide de mettre fin à l'accord de coopération en matière de défense avec la France.Communiqué du Gouvernement 👇 pic.twitter.com/YXeBjv2WZ4— Ambassade du Tchad en France (@Ambatchadparis) November 28, 2024 AFP fréttaveitan hefur eftir heimildarmönnum sínum að ráðamenn í Frakklandi hafi íhugað að fækka hermönnum í Senegal og Gabon úr um 350 í hundrað. Í Tjad hafi staðið til að fækka hermönnum úr um þúsund í þrjú hundrað og á Fílabeinsströndinni úr um sex hundrað í hundrað. Á undanförnum árum hafa herforingjastjórnir í Búrkína Fasó, Malí og Níger vísað frönskum og bandarískum hermönnum á brott og þess í stað bætt samskipti við Rússland og ráðið rússneska málaliða á vegum varnarmálaráðuneytis Rússlands. Öryggisástand þessara ríkja hefur síðan þá versnað töluvert og á það sérstaklega við Malí og Búrkína Fasó. Vígahópum hefur vaxið mjög ásmegin á öllu Sahel-svæðinu og víðar í Afríku. Líta meira til Rússlands Tjad hefur spilað stóra rullu í baráttunni gegn þessum vígahópum, sem bandalagsríki Vesturlanda en að undanförnu hefur ríkið færst nær Rússlandi, eins og fleiri ríki á svæðinu, samkvæmt frétt Reuters. Ríkisstjórn Tjad vísaði bandarískum sérsveitarmönnum úr landi fyrr á þessu ári en viðræður um endurkomu þeirra munu hafa átt sér stað á undanförnum mánuðum. Mahamat Deby Itno, forseti Tjad, tók völd eftir að faðir hans, sem stjórnað hafði landinu í rúma þrjá áratugi, var felldur í átökum við uppreisnarmenn árið 2021. AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum í málefnum Afríku að ákvörðun hans muni líklega reynast tækifæri fyrir Rússa, Tyrki og ráðamenn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum en þessi þrjú ríki hafa verið að auka umsvif sín á Sahelsvæðinu. Tjad Senegal Hryðjuverkastarfsemi Frakkland Hernaður Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Þetta var skömmu eftir að utanríkisráðherra Frakklands sótti Tjad heim. Sá fór einnig til Senegal en Bassirou Diomaye Faye, forseti þess ríkis, lýsti því einnig yfir í gær að Frakkar ættu að loka herstöðvum sínum í Senegal. Vera franskra hermanna í landinu færi gegn fullveldi þess. Faye vill samt ekki meina að með því vilji hann slíta tengsl Senegal og Frakklands, eins og fram kemur í frétt France24. Hann var kjörinn til embættis í mars og hét hann því að tryggja fullveldi landsins. Vilja fækka hermönnum á svæðinu Frakkar hafa um árabil verið með hermenn í Tjad, Gabon og Fílabeinsströndinni en undanfarið hefur átt sér stað umræða í Frakklandi um að draga úr umsvifum ríkisins þar. Um þúsund franskir hermenn eru í Tjad, með orrustuþotur og önnur hergögn. 🇹🇩🇫🇷 Le Tchad decide de mettre fin à l'accord de coopération en matière de défense avec la France.Communiqué du Gouvernement 👇 pic.twitter.com/YXeBjv2WZ4— Ambassade du Tchad en France (@Ambatchadparis) November 28, 2024 AFP fréttaveitan hefur eftir heimildarmönnum sínum að ráðamenn í Frakklandi hafi íhugað að fækka hermönnum í Senegal og Gabon úr um 350 í hundrað. Í Tjad hafi staðið til að fækka hermönnum úr um þúsund í þrjú hundrað og á Fílabeinsströndinni úr um sex hundrað í hundrað. Á undanförnum árum hafa herforingjastjórnir í Búrkína Fasó, Malí og Níger vísað frönskum og bandarískum hermönnum á brott og þess í stað bætt samskipti við Rússland og ráðið rússneska málaliða á vegum varnarmálaráðuneytis Rússlands. Öryggisástand þessara ríkja hefur síðan þá versnað töluvert og á það sérstaklega við Malí og Búrkína Fasó. Vígahópum hefur vaxið mjög ásmegin á öllu Sahel-svæðinu og víðar í Afríku. Líta meira til Rússlands Tjad hefur spilað stóra rullu í baráttunni gegn þessum vígahópum, sem bandalagsríki Vesturlanda en að undanförnu hefur ríkið færst nær Rússlandi, eins og fleiri ríki á svæðinu, samkvæmt frétt Reuters. Ríkisstjórn Tjad vísaði bandarískum sérsveitarmönnum úr landi fyrr á þessu ári en viðræður um endurkomu þeirra munu hafa átt sér stað á undanförnum mánuðum. Mahamat Deby Itno, forseti Tjad, tók völd eftir að faðir hans, sem stjórnað hafði landinu í rúma þrjá áratugi, var felldur í átökum við uppreisnarmenn árið 2021. AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum í málefnum Afríku að ákvörðun hans muni líklega reynast tækifæri fyrir Rússa, Tyrki og ráðamenn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum en þessi þrjú ríki hafa verið að auka umsvif sín á Sahelsvæðinu.
Tjad Senegal Hryðjuverkastarfsemi Frakkland Hernaður Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira