„Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 29. nóvember 2024 15:04 Gular veðurviðaranir eru í gildi víða um land. Vísir/Vilhelm Veðrið getur haft áhrif á framkvæmd Alþingiskosninganna á morgun. Gular veðurviðarnarnir verða í gildi frá því í kvöld þar til á sunnudaginn á Austfjörðum. Formaður yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi segir að allt kapp verði lagt á að halda kjörfundi allstaðar. Ekki má telja atkvæði fyrr en öllum kjörfundum hefur verið lokað. „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn,“ segir Gestur Jónsson, formaður yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi. Gulum veðurviðvörunum er spáð á Austurlandi og víðar. Óvíst er hvort hægt verði að vera með kjörfundi. Hann sé þó búinn að hafa samband við alla kjörstjóra og stefna þau öll á að vera með kjörfund. Versta sviðsmyndin sé sú að fresta þurfi kjörfundi og þá yrði kosið á sunnudag. Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, segir í samtali við fréttastofu að ef að kjörfundi yrði frestað yrði talningu atkvæða á öllu landinu frestað. Ekki megi byrja að telja atkvæði fyrr en að öllum kjörfundum hefur verið lokað. „Líklegt að það dragist vegna færðar“ Atkvæðin fyrir Norðausturkjördæmi eru talin á Akureyri. Atkvæði frá Vopnafirði eru keyrð upp strandlengjuna. Atkvæðin frá Austurlandi er safnað saman á Egilsstöðum og flogið með þau til Akureyrar. „Það er mjög líklegt að það spillist eitthvað og dragist vegna færðar,“ segir Gestur. Oftast séu atkvæðin á leið frá Egilsstöðum til Akureyrar um klukkan tvö um nótt. „Mér sýnist eins og staðan er núna að það verði ekki fyrr en á sunnudaginn, miðjan dag á sunnudag ef þessi spá gengur eftir eins og hún er,“ segir Gestur. Áhersla á að halda kjörfundi Þar sem að ekki er hægt að telja atkvæðin fyrr en að öllum kjörfundum er lokið leggur Gestur áherslu á að halda kjörfundi. „Þetta er fólk sem þekkir þessi veður og vant að ferðast innan héraðs í svoleiðis veðri,“ segir hann. Alþingiskosningar 2024 Veður Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Sjá meira
„Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn,“ segir Gestur Jónsson, formaður yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi. Gulum veðurviðvörunum er spáð á Austurlandi og víðar. Óvíst er hvort hægt verði að vera með kjörfundi. Hann sé þó búinn að hafa samband við alla kjörstjóra og stefna þau öll á að vera með kjörfund. Versta sviðsmyndin sé sú að fresta þurfi kjörfundi og þá yrði kosið á sunnudag. Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, segir í samtali við fréttastofu að ef að kjörfundi yrði frestað yrði talningu atkvæða á öllu landinu frestað. Ekki megi byrja að telja atkvæði fyrr en að öllum kjörfundum hefur verið lokað. „Líklegt að það dragist vegna færðar“ Atkvæðin fyrir Norðausturkjördæmi eru talin á Akureyri. Atkvæði frá Vopnafirði eru keyrð upp strandlengjuna. Atkvæðin frá Austurlandi er safnað saman á Egilsstöðum og flogið með þau til Akureyrar. „Það er mjög líklegt að það spillist eitthvað og dragist vegna færðar,“ segir Gestur. Oftast séu atkvæðin á leið frá Egilsstöðum til Akureyrar um klukkan tvö um nótt. „Mér sýnist eins og staðan er núna að það verði ekki fyrr en á sunnudaginn, miðjan dag á sunnudag ef þessi spá gengur eftir eins og hún er,“ segir Gestur. Áhersla á að halda kjörfundi Þar sem að ekki er hægt að telja atkvæðin fyrr en að öllum kjörfundum er lokið leggur Gestur áherslu á að halda kjörfundi. „Þetta er fólk sem þekkir þessi veður og vant að ferðast innan héraðs í svoleiðis veðri,“ segir hann.
Alþingiskosningar 2024 Veður Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Sjá meira