Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar 29. nóvember 2024 15:59 Leigjendasamtökin hafa undanfarið verið á fullu og hitt framboðin, bæði á fundum og í útsendingum á Samstöðinni, til að leggja áherslu á réttlæti fyrir leigjendur. Í dag, daginn fyrir kosningar, búa um það bil 25% landsmanna í leiguíbúðum – en húsnæðisvandinn hefur áhrif á alla landsmenn, hvort sem þeir eru leigjendur, eigendur eða ungt fólk sem enn bíður eftir að komast inn á markaðinn. Við hvetjum alla til að líta við á Facebook-síðu samtakanna, þar sem hægt er að kynna sér okkar dóm á framboðunum. Þetta er opin umræða sem hefur farið víða og vakið athygli, og við hvetjum fólk eindregið til að taka þátt og tjá sig. Vert er að taka fram að einungis 2 flokkar átta sig á skaðsemi óheftrar græðgi á fasteignamarkaði og hafa vilja til þess að tengja leiguverð við kostnað - í stað þess að leiguverð miðist eingöngu og alfarið við neyð/þörf leigjandans. En það sem gerðist í dag, degi fyrir kjördag, er merkilegt – og undirstrikar nauðsyn þess að taka húsnæðismálin alvarlega. Tvær greinar birtust sem lýsa stöðunni mjög vel og styrkja röksemdarfærslur samtakanna í aðdraganda kosninga: Grein sem staðfestir að húsaleiguhækkanir séu nú helsta ástæða þess að verðbólgan lækkaði minna en spáð var. Þetta sýnir hvernig hækkun húsaleigu hefur víðtæk áhrif á efnahagslífið og veldur því að lífskjör versna hjá fólki um allt land. Skýrsla frá HMS sem birtist í dag, sem staðfestir að húsnæðisskorturinn sé miklu verri en áður var talið. Þetta er alvarleg áminning um að það vantar miklu fleiri íbúðir en stjórnvöld hafa hingað til gert ráð fyrir – og það mun taka lengri tíma en búist var við að leysa vandann. Þetta eru staðreyndir sem hafa áhrif á okkur öll. Þetta er ekki bara spurning um loforð, heldur um að kjósa framtíð þar sem fólk getur átt öruggt og viðráðanlegt húsnæði.Hvar stendur þitt framboð í þessum málum? Þetta er spurning sem allir ættu að spyrja sig í dag. Þetta þarf að kjósa um. Höfundur er félagi í Leigjendasamtökunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leigumarkaður Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Leigjendasamtökin hafa undanfarið verið á fullu og hitt framboðin, bæði á fundum og í útsendingum á Samstöðinni, til að leggja áherslu á réttlæti fyrir leigjendur. Í dag, daginn fyrir kosningar, búa um það bil 25% landsmanna í leiguíbúðum – en húsnæðisvandinn hefur áhrif á alla landsmenn, hvort sem þeir eru leigjendur, eigendur eða ungt fólk sem enn bíður eftir að komast inn á markaðinn. Við hvetjum alla til að líta við á Facebook-síðu samtakanna, þar sem hægt er að kynna sér okkar dóm á framboðunum. Þetta er opin umræða sem hefur farið víða og vakið athygli, og við hvetjum fólk eindregið til að taka þátt og tjá sig. Vert er að taka fram að einungis 2 flokkar átta sig á skaðsemi óheftrar græðgi á fasteignamarkaði og hafa vilja til þess að tengja leiguverð við kostnað - í stað þess að leiguverð miðist eingöngu og alfarið við neyð/þörf leigjandans. En það sem gerðist í dag, degi fyrir kjördag, er merkilegt – og undirstrikar nauðsyn þess að taka húsnæðismálin alvarlega. Tvær greinar birtust sem lýsa stöðunni mjög vel og styrkja röksemdarfærslur samtakanna í aðdraganda kosninga: Grein sem staðfestir að húsaleiguhækkanir séu nú helsta ástæða þess að verðbólgan lækkaði minna en spáð var. Þetta sýnir hvernig hækkun húsaleigu hefur víðtæk áhrif á efnahagslífið og veldur því að lífskjör versna hjá fólki um allt land. Skýrsla frá HMS sem birtist í dag, sem staðfestir að húsnæðisskorturinn sé miklu verri en áður var talið. Þetta er alvarleg áminning um að það vantar miklu fleiri íbúðir en stjórnvöld hafa hingað til gert ráð fyrir – og það mun taka lengri tíma en búist var við að leysa vandann. Þetta eru staðreyndir sem hafa áhrif á okkur öll. Þetta er ekki bara spurning um loforð, heldur um að kjósa framtíð þar sem fólk getur átt öruggt og viðráðanlegt húsnæði.Hvar stendur þitt framboð í þessum málum? Þetta er spurning sem allir ættu að spyrja sig í dag. Þetta þarf að kjósa um. Höfundur er félagi í Leigjendasamtökunum.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun