Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar 30. nóvember 2024 07:20 Það hefur vakið athygli mína og áhyggjur hversu marga ég hef hitt á þeim stutta tíma síðan ég bauð mig fyrst fram til Alþingis, sem nenna ekki að kjósa lengur því það „breytist hvort eð er aldrei neitt“. Þetta var sérstaklega áberandi fyrir síðustu kosningar en minna nú, enda liggja breytingar í loftinu, hvort sem þær verða raunverulegar þegar á reynir eða ekki. Á sama tíma og ég skil hversu langþreytt fólk er orðið eftir breytingum, enda er ég það sjálf, og tek undir að stjórnmálamenn til áratuga hafi farið illa með völd sín sem veldur þessu vonleysi allt of margra, get ég ekki samþykkt þetta viðhorf. Kosningarétturinn er einn mikilvægasti réttur sem við eigum og það var hart barist fyrir honum. Þó okkur þyki hann sjálfsagður í dag, er ekki þar með sagt að ekki sé hægt að svipta okkur honum eins og hefur verið gert í allt of mörgum löndum í heiminum. Þetta er réttur þar sem við höfum öll sama vægi. Atkvæði forseta Íslands hefur nákvæmlega sömu vigt og atkvæði verkakonunnar, kennarans eða forstjóra stórfyrirtækis. Fjórflokkurinn og alls kyns afleggjarar hans hafa ráðið lögum og lofum á Íslandi frá stofnun lýðveldisins. Þeim hafa aldrei fylgt raunverulegar breytingar fyrir fólkið í landinu og oft hafa þeir unnið fólkinu og hagsmunum þess raunverulegan og mælanlegan skaða. Skemmst er að minnast ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna eftir hrun þar sem skjaldborgin var reist um fjármálakerfið sem stóð svo á virkisveggjunum og „skaut“ niður heimilin, eitt af öðru, þangað til a.m.k. 15.000 þeirra lágu í valnum og mörg þúsund önnur voru alvarlega særð. Fleiri dæmi eru til, en núna þurfum við raunverulegar breytingar og Flokk sem þorir að standa með Fólkinu gegn fjármálaöflunum í landinu. Staðreyndin er sú að þau sem ekki mæta á kjörstað eru í raun með afstöðuleysi sínu að styðja við öflin sem þau eru reiðust út í og að mínu mati er uppgjöf það eina sem ekki kemur til greina. Ég vil því hvetja alla sem vettlingi geta valdið til að mæta á kjörstað og láta vilja sinn í ljós. „Við“ erum fleiri en þau sem maka krókinn á „kerfunum okkar“ og á kjörstað er það einmitt fjöldinn sem skiptir máli en ekki fjármagnið. Mætum og sýnum samstöðu í verki. Aðeins þannig getum við breytt þjóðfélaginu. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Flokkur fólksins Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það hefur vakið athygli mína og áhyggjur hversu marga ég hef hitt á þeim stutta tíma síðan ég bauð mig fyrst fram til Alþingis, sem nenna ekki að kjósa lengur því það „breytist hvort eð er aldrei neitt“. Þetta var sérstaklega áberandi fyrir síðustu kosningar en minna nú, enda liggja breytingar í loftinu, hvort sem þær verða raunverulegar þegar á reynir eða ekki. Á sama tíma og ég skil hversu langþreytt fólk er orðið eftir breytingum, enda er ég það sjálf, og tek undir að stjórnmálamenn til áratuga hafi farið illa með völd sín sem veldur þessu vonleysi allt of margra, get ég ekki samþykkt þetta viðhorf. Kosningarétturinn er einn mikilvægasti réttur sem við eigum og það var hart barist fyrir honum. Þó okkur þyki hann sjálfsagður í dag, er ekki þar með sagt að ekki sé hægt að svipta okkur honum eins og hefur verið gert í allt of mörgum löndum í heiminum. Þetta er réttur þar sem við höfum öll sama vægi. Atkvæði forseta Íslands hefur nákvæmlega sömu vigt og atkvæði verkakonunnar, kennarans eða forstjóra stórfyrirtækis. Fjórflokkurinn og alls kyns afleggjarar hans hafa ráðið lögum og lofum á Íslandi frá stofnun lýðveldisins. Þeim hafa aldrei fylgt raunverulegar breytingar fyrir fólkið í landinu og oft hafa þeir unnið fólkinu og hagsmunum þess raunverulegan og mælanlegan skaða. Skemmst er að minnast ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna eftir hrun þar sem skjaldborgin var reist um fjármálakerfið sem stóð svo á virkisveggjunum og „skaut“ niður heimilin, eitt af öðru, þangað til a.m.k. 15.000 þeirra lágu í valnum og mörg þúsund önnur voru alvarlega særð. Fleiri dæmi eru til, en núna þurfum við raunverulegar breytingar og Flokk sem þorir að standa með Fólkinu gegn fjármálaöflunum í landinu. Staðreyndin er sú að þau sem ekki mæta á kjörstað eru í raun með afstöðuleysi sínu að styðja við öflin sem þau eru reiðust út í og að mínu mati er uppgjöf það eina sem ekki kemur til greina. Ég vil því hvetja alla sem vettlingi geta valdið til að mæta á kjörstað og láta vilja sinn í ljós. „Við“ erum fleiri en þau sem maka krókinn á „kerfunum okkar“ og á kjörstað er það einmitt fjöldinn sem skiptir máli en ekki fjármagnið. Mætum og sýnum samstöðu í verki. Aðeins þannig getum við breytt þjóðfélaginu. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun