„Við vorum bara klaufar“ Hinrik Wöhler skrifar 29. nóvember 2024 22:00 Einar Jónsson og lærisveinar hans í Fram glutruðu niður fimm marka forystu í síðari hálfleik. Vísir/Anton Brink Einar Jónsson, þjálfari Fram, var niðurlútur í leikslok en lærisveinar hans töpuðu á dramatískan hátt á móti FH. Fram tapaði með minnsta mun eftir að hafa leitt leikinn þokkalega þægilega framan af og voru lokatölur 30-29, FH í vil, í Úlfarsárdal í kvöld. „Við spiluðum frábærlega fyrstu 20 mínúturnar í síðari hálfleik. Síðustu 10 mínúturnar var það kannski, bensínleysi, reynsluleysi og klaufagangur. Birkir [Fannar Bragason] kemur sterkur í markið hjá þeim, það er helst það. Við vorum frekar miklir klaufar síðustu 10 mínúturnar, vörnin hélt ekki heldur nægilega vel eins og hún var búin að gera. Þannig er það bara, FH er gott lið og gerðu vel líka í sínu,“ sagði Einar skömmu eftir leik. Hafnfirðingar voru fimm mörkum undir um miðbik síðari hálfleiks og allt leit út fyrir öruggan sigur heimamanna. FH-ingar breyttu um vörn og fóru í fimm-einn vörn og í kjölfarið seig á ógæfuhliðina hjá Frömurum. „Klárlega, við skoruðum minna og það er ljóst. Við vorum kannski ekki alveg að finna nógu mikið af lausnum við því. Þetta var frekar mikið á herðunum á Reyni [Þóri Stefánssyni] á kafla og hefðum þurft meira framlag frá öðrum. Sama bara frá okkur þjálfurunum, við áttum að reyna að finna betri lausnir, það er ljóst,“ sagði Einar. Fram hefði getað jafnað FH á stigum á toppi deildarinnar með sigri í kvöld en í stað er liðið fjórum stigum frá Hafnfirðingum. „Auðvitað er þetta ömurlegt, hvort við hefðum náð FH eða ekki þá er það bara ömurlegt að tapa. Við spiluðum vel í 50 mínútur og hefðum bara viljað þennan leik en FH vann bara svo sem sanngjarnt og gerðu vel. Sérstaklega á lokamínútunum í leiknum, mikil reynsla í þeirra liði sem kom þeim að góðu gagni,“ bætti Einar við. Einar er þó sáttur með ýmsa hluti í leiknum og sérstaklega fyrri hálfleik en Framarar spiluðu glimrandi vel á báðum endum vallarins og leiddu með tveimur mörkum í hálfleik. „Við spiluðum virkilega vel sóknarlega í fyrri hálfleik og fyrstu 20 mínúturnar í seinni. Sjálfsögðu ótrúlega margt sem við getum byggt varðandi frammistöðuna í þessar 40 eða 50 mínútur. Við vorum bara klaufar og kannski reynsluleysi í lokin en við lærum af því,“ sagði þjálfarinn að lokum. Fram Olís-deild karla Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sakaði mótherjana um að nota vúdú Fótbolti Fleiri fréttir Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Sjá meira
„Við spiluðum frábærlega fyrstu 20 mínúturnar í síðari hálfleik. Síðustu 10 mínúturnar var það kannski, bensínleysi, reynsluleysi og klaufagangur. Birkir [Fannar Bragason] kemur sterkur í markið hjá þeim, það er helst það. Við vorum frekar miklir klaufar síðustu 10 mínúturnar, vörnin hélt ekki heldur nægilega vel eins og hún var búin að gera. Þannig er það bara, FH er gott lið og gerðu vel líka í sínu,“ sagði Einar skömmu eftir leik. Hafnfirðingar voru fimm mörkum undir um miðbik síðari hálfleiks og allt leit út fyrir öruggan sigur heimamanna. FH-ingar breyttu um vörn og fóru í fimm-einn vörn og í kjölfarið seig á ógæfuhliðina hjá Frömurum. „Klárlega, við skoruðum minna og það er ljóst. Við vorum kannski ekki alveg að finna nógu mikið af lausnum við því. Þetta var frekar mikið á herðunum á Reyni [Þóri Stefánssyni] á kafla og hefðum þurft meira framlag frá öðrum. Sama bara frá okkur þjálfurunum, við áttum að reyna að finna betri lausnir, það er ljóst,“ sagði Einar. Fram hefði getað jafnað FH á stigum á toppi deildarinnar með sigri í kvöld en í stað er liðið fjórum stigum frá Hafnfirðingum. „Auðvitað er þetta ömurlegt, hvort við hefðum náð FH eða ekki þá er það bara ömurlegt að tapa. Við spiluðum vel í 50 mínútur og hefðum bara viljað þennan leik en FH vann bara svo sem sanngjarnt og gerðu vel. Sérstaklega á lokamínútunum í leiknum, mikil reynsla í þeirra liði sem kom þeim að góðu gagni,“ bætti Einar við. Einar er þó sáttur með ýmsa hluti í leiknum og sérstaklega fyrri hálfleik en Framarar spiluðu glimrandi vel á báðum endum vallarins og leiddu með tveimur mörkum í hálfleik. „Við spiluðum virkilega vel sóknarlega í fyrri hálfleik og fyrstu 20 mínúturnar í seinni. Sjálfsögðu ótrúlega margt sem við getum byggt varðandi frammistöðuna í þessar 40 eða 50 mínútur. Við vorum bara klaufar og kannski reynsluleysi í lokin en við lærum af því,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Fram Olís-deild karla Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sakaði mótherjana um að nota vúdú Fótbolti Fleiri fréttir Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Sjá meira