Á sér langa sögu eldfimra ummæla Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 30. nóvember 2024 10:44 Eldur Smári Kristinsson skipar 1. sæti á lista Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, sem kærður hefur verið fyrir ummæli gagnvart trans fólki á sér langa sögu slíkra ummæla. Þá hafa mótframbjóðendur hans orðið fyrir barðinu á ummælum hans. Greint var frá því í gær að Samtökin '78 hefðu lagt fram kæru á hendur Eldi S. Kristinssyni oddvita Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi vegna sjö ummæla sem hann hefur lagt fram opinberlega í garð trans fólks. Í skoðanagrein sem Eldur birti á Vísi í gær sagði hann kæru samtakanna pólitískar ofsóknir. Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður Samtakanna '78 sagði ummælin óverjanleg og þau vegi að öryggi starfsfólki þeirra. „Hann fullyrðir í einum ummælum að Samtökin '78 séu að grooma eða tæla börn. Í öðrum ummælum kallar hann trans konur barnaníðinga.“ Ummælin sem Eldur er kærður fyrir lét hann falla á eins og hálfs árs tímabili, meðal annars í Morgunblaðið og á samfélagsmiðlana Facebook og X. „Ég meina, þessi drusla! Að nota smábörn til að fullnægja augljósum afbrigðilegum kynlífsblætum í mönnum sem kallast b-a-r-n-a-g-i-r-n-d!“ skrifaði hann á X árið 2023. Fleiri ummæli Elds sem kærð hafa veirð til lögreglu má nálgast í fréttinni hér að ofan. Óskaði borgarstjórn kynfæravarta Ummælin sjö sem Eldur er kærður fyrir eru þó ekki þau einu sem hann hefur sett fram um trans fólk, en Facebook síðurnar Samtökin 22 - Hagsmunasamtök samkynhneigðra og persónuleg Facebook síða Elds eru hlaðnar áróðri sem í flestum tilvikum felur í sér vanþóknun gagnvart trans fólki. Síðan bar áður nafnið Eldur Deville, en nafni hennar hefur verið breytt. Þá virðist hann að auki óánægður með sitjandi borgarstjórn en í lok árs 2022 fór hann heldur ófögrum orðum um borgarstjórnina. Þetta sagði Eldur um borgarstjórnina fyrir tæpum tveimur árum. Facebook Í færslu sem Eldur birti þann 13. apríl kemst hann svo að orði að nokkrar íslenskar trans konur séu karlar að þykjast vera konur og séu að fronta „innrás á kvennarými“. „Hvernig stendur á því að körlum er svona mikið í mun að bera sig fyrir framan kvenfólk og stúlkur?“ Færslur þar sem Eldur sakar trans fólk um barnagirnd eru ófáar. Færslur sem innihalda orðræðu um að „vernda þurfi börnin“ frá trans áróðri. „Við byrjum árið á tveimur nýjum orðum. Hommaherma: kvenmaður sem skilgreinir sig sem trans og homma. Látbragðslesbía: karlmaður sem skilgreinir sig sem trans og lesbíu. Nú er það okkar að festa þessi nýyrði í sessi,“ segir Eldur í einni færslu sem fréttastofa á skjáskot af. Eftirfarandi stendur á ensku í færslu Elds þar sem hann hæðist að kynsegin fólki, sem notast við fornafnið hán. „Þau mega nauðga konunum okkar en við munum aldrei ruglast á fornöfnunum þeirra.“ Hér gefur að líta færslur sem birtar hafa verið á Facebook síðu Samtakanna 22 annars vegar, sem er í umsjón Elds, og persónulegri Facebook síðu hans.Facebook „Trans lesbíur eru gagnkynhneigðir karlmenn,“ segir á ensku í færslu á síðum Samtakanna 22. Margar sambærilegar færslur er að finna á þeirri síðu. Eldur er sem fyrr segir á lista Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Samkvæmt könnun Maskínu síðan í gær mælist flokkurinn með eins prósents fylgi. Lýðræðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Hinsegin Málefni trans fólks Tengdar fréttir Ugla og Eldur mætast í Norðvestur Áhugaverður slagur er að teiknast upp í Norðvesturkjördæmi, þar sem oddviti eins flokks er trans kona og oddviti annars er yfirlýstur baráttumaður fyrir réttindum hinsegin fólks, en hefur mótmælt réttindabaráttu trans fólks ötullega. 24. október 2024 10:48 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Fleiri fréttir Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag Sjá meira
Greint var frá því í gær að Samtökin '78 hefðu lagt fram kæru á hendur Eldi S. Kristinssyni oddvita Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi vegna sjö ummæla sem hann hefur lagt fram opinberlega í garð trans fólks. Í skoðanagrein sem Eldur birti á Vísi í gær sagði hann kæru samtakanna pólitískar ofsóknir. Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður Samtakanna '78 sagði ummælin óverjanleg og þau vegi að öryggi starfsfólki þeirra. „Hann fullyrðir í einum ummælum að Samtökin '78 séu að grooma eða tæla börn. Í öðrum ummælum kallar hann trans konur barnaníðinga.“ Ummælin sem Eldur er kærður fyrir lét hann falla á eins og hálfs árs tímabili, meðal annars í Morgunblaðið og á samfélagsmiðlana Facebook og X. „Ég meina, þessi drusla! Að nota smábörn til að fullnægja augljósum afbrigðilegum kynlífsblætum í mönnum sem kallast b-a-r-n-a-g-i-r-n-d!“ skrifaði hann á X árið 2023. Fleiri ummæli Elds sem kærð hafa veirð til lögreglu má nálgast í fréttinni hér að ofan. Óskaði borgarstjórn kynfæravarta Ummælin sjö sem Eldur er kærður fyrir eru þó ekki þau einu sem hann hefur sett fram um trans fólk, en Facebook síðurnar Samtökin 22 - Hagsmunasamtök samkynhneigðra og persónuleg Facebook síða Elds eru hlaðnar áróðri sem í flestum tilvikum felur í sér vanþóknun gagnvart trans fólki. Síðan bar áður nafnið Eldur Deville, en nafni hennar hefur verið breytt. Þá virðist hann að auki óánægður með sitjandi borgarstjórn en í lok árs 2022 fór hann heldur ófögrum orðum um borgarstjórnina. Þetta sagði Eldur um borgarstjórnina fyrir tæpum tveimur árum. Facebook Í færslu sem Eldur birti þann 13. apríl kemst hann svo að orði að nokkrar íslenskar trans konur séu karlar að þykjast vera konur og séu að fronta „innrás á kvennarými“. „Hvernig stendur á því að körlum er svona mikið í mun að bera sig fyrir framan kvenfólk og stúlkur?“ Færslur þar sem Eldur sakar trans fólk um barnagirnd eru ófáar. Færslur sem innihalda orðræðu um að „vernda þurfi börnin“ frá trans áróðri. „Við byrjum árið á tveimur nýjum orðum. Hommaherma: kvenmaður sem skilgreinir sig sem trans og homma. Látbragðslesbía: karlmaður sem skilgreinir sig sem trans og lesbíu. Nú er það okkar að festa þessi nýyrði í sessi,“ segir Eldur í einni færslu sem fréttastofa á skjáskot af. Eftirfarandi stendur á ensku í færslu Elds þar sem hann hæðist að kynsegin fólki, sem notast við fornafnið hán. „Þau mega nauðga konunum okkar en við munum aldrei ruglast á fornöfnunum þeirra.“ Hér gefur að líta færslur sem birtar hafa verið á Facebook síðu Samtakanna 22 annars vegar, sem er í umsjón Elds, og persónulegri Facebook síðu hans.Facebook „Trans lesbíur eru gagnkynhneigðir karlmenn,“ segir á ensku í færslu á síðum Samtakanna 22. Margar sambærilegar færslur er að finna á þeirri síðu. Eldur er sem fyrr segir á lista Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Samkvæmt könnun Maskínu síðan í gær mælist flokkurinn með eins prósents fylgi.
Lýðræðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Hinsegin Málefni trans fólks Tengdar fréttir Ugla og Eldur mætast í Norðvestur Áhugaverður slagur er að teiknast upp í Norðvesturkjördæmi, þar sem oddviti eins flokks er trans kona og oddviti annars er yfirlýstur baráttumaður fyrir réttindum hinsegin fólks, en hefur mótmælt réttindabaráttu trans fólks ötullega. 24. október 2024 10:48 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Fleiri fréttir Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag Sjá meira
Ugla og Eldur mætast í Norðvestur Áhugaverður slagur er að teiknast upp í Norðvesturkjördæmi, þar sem oddviti eins flokks er trans kona og oddviti annars er yfirlýstur baráttumaður fyrir réttindum hinsegin fólks, en hefur mótmælt réttindabaráttu trans fólks ötullega. 24. október 2024 10:48