„Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. nóvember 2024 20:31 Sigurður Bjarnason í Lýðræðisflokki trúir því að þjóðin sé að opna augun fyrir því sem sé að gerast í íslenskri pólitík. Þorgerður er brött og Ásmundur vongóður en þreyttur. Vísir/Einar Þorgerður Katrín segir þjóðina vilja sjá myndun samhentrar ríkisstjórnar. Ásmundi Einari er létt að kosningabaráttunni sé lokið en segist þó bjartsýnn. Frambjóðendur Lýðræðisflokksins trúa því að þjóðin sé búin að opna augun. Þetta kom fram í viðtölum fréttastofu við hina ýmsu frambjóðendur á kosningaskrifstofum fyrr í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var býsna brött á kosningakaffi flokksins á Grensásvegi 16 í dag. Hvernig tilfinning var að kjósa í morgun? „Hún var góð. Það var ótrúlega gott að fara heim í Lækjarskóla og finna strauminn með manni því það var fólk að banka í mann og þakka fyrir góða og uppbyggilega kosningabaráttu,“ sagði Þorgerður. „Það var líka það sem ég fór svo sátt með á koddann í gærkvöldi, að hafa ekki farið af þeim kúrs að vera með framtíðarsýn og tala á uppbyggilegan hátt, ekki detta í hræðsluáróður.“ Er eitthvað sem hefur staðið upp úr? „Ég myndi segja viðmót fólksins, jákvæðni og forvitni. Síðan þessi skýru skilaboð á öllum þessum fundum sem við höfum verið með, meðal annars í verslunarmiðstöðvum,“ sagði hún. „Fyrst og síðast eru skilaboðin beint í æð: ,Myndiði samhenta ríkisstjórn sem er ekki að rífast endilega heldur fer að vinna fyrir fólkið í landinu.' Það er það sem stendur líka upp úr.“ Ertu vongóð um hvað kemur upp úr kössunum? „Ég er mjög glöð og sátt við kosningabaráttuna og svo sjáum við hvað setur. Ég er vongóð að við gerum allavega betur en í síðustu kosningum sem voru 8,3 prósent og allt meira en það er frábært,“ sagði Þorgerður að lokum. „Þetta er búið að vera sprettur“ Einn 89 ára bakaði sandkökur fyrir kosningakaffi Framsóknarflokks á Suðurlandsbraut og sagði Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi umhverfis og auðlindaráðherra flokksins, allar veigar streyma út. Fréttastofa náði þar tali af Ásmundi Einari Daðasyni, barnamálráðherra. Hvernig tilfinning var það að kjósa? „Það var skemmtilegt. Þetta er alltaf hátíðisdagur, kosningadagur. Búið að vera ofboðslega skemmtilegt en ég neita því ekkert líka að það er svona léttir, þetta er búið að vera sprettur,“ sagði Ásmundur. Eitthvað sem hefur staðið upp úr? „Nei, ekki þannig. Við höfum bara verið að leggja áherslu á að fara yfir okkar störf á jákvæðan hátt. Það hefur verið mikil gleði hérna í hópnum hjá okkur og við finnum hana.“ Ertu vongóður um hvað kemur upp úr kössunum? „Þú ferð aldrei í kosningabaráttu nema til þess að ná þeim árangri sem þú lagðir upp með þannig ég er mjög bjartsýnn á það. En svo sjáum við hvað gerist og ég hvet alla til þess að nýta kosningaréttinn,“ sagði hann. Sigrún Magnúsdóttir og vinkonur hennar voru sáttar. Lýðræðisflokkurinn býst við árangri Fréttastofa kíkti líka við hjá Lýðræðisflokknum í Faxafeni 10. Þar var mikil stemming og þétt setið. „Það er stemming á skrifstofunni og við erum mjög bjartsýn á þetta,“ sagði Baldur Borgþórsson, oddviti Lýðræðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Baldur og Ágústa telja Lýðræðisflokkinn munu koma á óvart. Er búið að vera mikið rennerí á fólki? „Alveg í allan dag, bara ótrúlega flott fólk búið að koma hingað að styðja okkur,“ sagði Ágústa Árnadóttir sem er í 2. sæti flokksins í Norðvesturkjördæmi. Eruð þið vongóð um hvað kemur upp úr kössunum? „Já, ég held að við munum ná góðum árangri í dag. Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun fyrir því hvað er að gerast í íslenskri pólitík,“ sagði Sigurður Bjarnason sem er í 3. sæti í Norðvesturkjördæmi. Er eitthvað sem hefur staðið upp úr í baráttunni? „Hvað Arnar Þór Jónsson hefur staðið sig vel. Það hefur staðið upp úr. En baráttan hefur verið snörp og málefnaleg og gengið vel fyrir sig,“ sagði Helgi Magnús Hermannsson í 4. sæti í Kraganum. Lýðræðisflokkurinn Viðreisn Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Sjá meira
Þetta kom fram í viðtölum fréttastofu við hina ýmsu frambjóðendur á kosningaskrifstofum fyrr í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var býsna brött á kosningakaffi flokksins á Grensásvegi 16 í dag. Hvernig tilfinning var að kjósa í morgun? „Hún var góð. Það var ótrúlega gott að fara heim í Lækjarskóla og finna strauminn með manni því það var fólk að banka í mann og þakka fyrir góða og uppbyggilega kosningabaráttu,“ sagði Þorgerður. „Það var líka það sem ég fór svo sátt með á koddann í gærkvöldi, að hafa ekki farið af þeim kúrs að vera með framtíðarsýn og tala á uppbyggilegan hátt, ekki detta í hræðsluáróður.“ Er eitthvað sem hefur staðið upp úr? „Ég myndi segja viðmót fólksins, jákvæðni og forvitni. Síðan þessi skýru skilaboð á öllum þessum fundum sem við höfum verið með, meðal annars í verslunarmiðstöðvum,“ sagði hún. „Fyrst og síðast eru skilaboðin beint í æð: ,Myndiði samhenta ríkisstjórn sem er ekki að rífast endilega heldur fer að vinna fyrir fólkið í landinu.' Það er það sem stendur líka upp úr.“ Ertu vongóð um hvað kemur upp úr kössunum? „Ég er mjög glöð og sátt við kosningabaráttuna og svo sjáum við hvað setur. Ég er vongóð að við gerum allavega betur en í síðustu kosningum sem voru 8,3 prósent og allt meira en það er frábært,“ sagði Þorgerður að lokum. „Þetta er búið að vera sprettur“ Einn 89 ára bakaði sandkökur fyrir kosningakaffi Framsóknarflokks á Suðurlandsbraut og sagði Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi umhverfis og auðlindaráðherra flokksins, allar veigar streyma út. Fréttastofa náði þar tali af Ásmundi Einari Daðasyni, barnamálráðherra. Hvernig tilfinning var það að kjósa? „Það var skemmtilegt. Þetta er alltaf hátíðisdagur, kosningadagur. Búið að vera ofboðslega skemmtilegt en ég neita því ekkert líka að það er svona léttir, þetta er búið að vera sprettur,“ sagði Ásmundur. Eitthvað sem hefur staðið upp úr? „Nei, ekki þannig. Við höfum bara verið að leggja áherslu á að fara yfir okkar störf á jákvæðan hátt. Það hefur verið mikil gleði hérna í hópnum hjá okkur og við finnum hana.“ Ertu vongóður um hvað kemur upp úr kössunum? „Þú ferð aldrei í kosningabaráttu nema til þess að ná þeim árangri sem þú lagðir upp með þannig ég er mjög bjartsýnn á það. En svo sjáum við hvað gerist og ég hvet alla til þess að nýta kosningaréttinn,“ sagði hann. Sigrún Magnúsdóttir og vinkonur hennar voru sáttar. Lýðræðisflokkurinn býst við árangri Fréttastofa kíkti líka við hjá Lýðræðisflokknum í Faxafeni 10. Þar var mikil stemming og þétt setið. „Það er stemming á skrifstofunni og við erum mjög bjartsýn á þetta,“ sagði Baldur Borgþórsson, oddviti Lýðræðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Baldur og Ágústa telja Lýðræðisflokkinn munu koma á óvart. Er búið að vera mikið rennerí á fólki? „Alveg í allan dag, bara ótrúlega flott fólk búið að koma hingað að styðja okkur,“ sagði Ágústa Árnadóttir sem er í 2. sæti flokksins í Norðvesturkjördæmi. Eruð þið vongóð um hvað kemur upp úr kössunum? „Já, ég held að við munum ná góðum árangri í dag. Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun fyrir því hvað er að gerast í íslenskri pólitík,“ sagði Sigurður Bjarnason sem er í 3. sæti í Norðvesturkjördæmi. Er eitthvað sem hefur staðið upp úr í baráttunni? „Hvað Arnar Þór Jónsson hefur staðið sig vel. Það hefur staðið upp úr. En baráttan hefur verið snörp og málefnaleg og gengið vel fyrir sig,“ sagði Helgi Magnús Hermannsson í 4. sæti í Kraganum.
Lýðræðisflokkurinn Viðreisn Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Sjá meira