Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. nóvember 2024 17:04 Justin Kluivert var öruggur á vítapunktinum í dag. James Gill - Danehouse/Getty Images Af fimm leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er nú fjórum lokið. Kevin Schade skoraði þrennu fyrir Brentford og Justin Kluivert skoraði þrívegis af vítapunktinum fyrir Bournemouth. Leikmenn Brentford lentu heldur óvænt undir á 21. mínútu er liðið tók á móti Leicester á Gtech Community vellinum í Brentford í dag. Faucundo Buonanotte kom boltanum þá í netið eftir stoðsendingu frá Jamie Vardy. Yoane Wissa jafnaði hins vegar metin fyrir heimamenn fjórum mínútum síðar eftir undirbúning Kevin Schade, áður en Þjóðverjinn skoraði sjálfur eftir tæplega hálftíma leik. Schade bætti svo öðru marki sínu, og þriðja marki heimamanna, við þegar komið var átta mínútur fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik og sá til þess að Brentford fór með 3-1 forystu inn í hálfleikshléið. Þýski framherjinn var þó ekki hættur og fullkomnaði hann þrennu sína á 59. mínútu. Reyndist það síðasta mark leiksins og niðurstaðan því öruggur 4-1 sigur Brentford sem nú situr í áttunda sæti deildarinnar með 20 stig, tíu stigum meira en Leicester sem situr í 16. sæti. How many is that today, @kevinschade_ 🔥🔥🔥 pic.twitter.com/u5XeaZq8ua— Brentford FC (@BrentfordFC) November 30, 2024 Þá var einnig skoruð þrenna í leik Wolves og Bournemouth þar sem gestirnir unnu 4-2 sigur. Justin Kluivert kom gestunum í Bournemouth yfir strax á þriðju mínútu með marki úr vítaspyrnu áður en Jorgen Strand Larssen jafnaði metin fyrir Úlfanna tveimur mínútum síðar. Milos Kerkez endurheimti forystu gestanna með marki á áttundu mínútu og á 18. mínútu skoraði Kluivert annað mark sitt úr vítaspyrnu eftir klaufalegt brot Jose Sá innan vítateigs. Jorgen Stran Larssen minnkaði muninn fyrir heimamenn þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka, en fimm mínútum síðar fengu gestirnir sína þriðju vítaspyrnu. Justin Kluivert fór enn eina ferðina á punktinn og niðurstaðan varð sú sama og áður. Lokatölur 4-2, Bournamouth í vil. Önnur úrslit Crystal Palace 1-1 Newcastle Nottingham Forest 1-0 Ipswich Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Leik lokið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Í beinni: England - Spánn | Úrslitaleikur EM Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Luiz Diaz til Bayern Í beinni: England - Spánn | Úrslitaleikur EM Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Leik lokið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Sjá meira
Leikmenn Brentford lentu heldur óvænt undir á 21. mínútu er liðið tók á móti Leicester á Gtech Community vellinum í Brentford í dag. Faucundo Buonanotte kom boltanum þá í netið eftir stoðsendingu frá Jamie Vardy. Yoane Wissa jafnaði hins vegar metin fyrir heimamenn fjórum mínútum síðar eftir undirbúning Kevin Schade, áður en Þjóðverjinn skoraði sjálfur eftir tæplega hálftíma leik. Schade bætti svo öðru marki sínu, og þriðja marki heimamanna, við þegar komið var átta mínútur fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik og sá til þess að Brentford fór með 3-1 forystu inn í hálfleikshléið. Þýski framherjinn var þó ekki hættur og fullkomnaði hann þrennu sína á 59. mínútu. Reyndist það síðasta mark leiksins og niðurstaðan því öruggur 4-1 sigur Brentford sem nú situr í áttunda sæti deildarinnar með 20 stig, tíu stigum meira en Leicester sem situr í 16. sæti. How many is that today, @kevinschade_ 🔥🔥🔥 pic.twitter.com/u5XeaZq8ua— Brentford FC (@BrentfordFC) November 30, 2024 Þá var einnig skoruð þrenna í leik Wolves og Bournemouth þar sem gestirnir unnu 4-2 sigur. Justin Kluivert kom gestunum í Bournemouth yfir strax á þriðju mínútu með marki úr vítaspyrnu áður en Jorgen Strand Larssen jafnaði metin fyrir Úlfanna tveimur mínútum síðar. Milos Kerkez endurheimti forystu gestanna með marki á áttundu mínútu og á 18. mínútu skoraði Kluivert annað mark sitt úr vítaspyrnu eftir klaufalegt brot Jose Sá innan vítateigs. Jorgen Stran Larssen minnkaði muninn fyrir heimamenn þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka, en fimm mínútum síðar fengu gestirnir sína þriðju vítaspyrnu. Justin Kluivert fór enn eina ferðina á punktinn og niðurstaðan varð sú sama og áður. Lokatölur 4-2, Bournamouth í vil. Önnur úrslit Crystal Palace 1-1 Newcastle Nottingham Forest 1-0 Ipswich
Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Leik lokið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Í beinni: England - Spánn | Úrslitaleikur EM Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Luiz Diaz til Bayern Í beinni: England - Spánn | Úrslitaleikur EM Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Leik lokið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti