Norris hóf sprettkeppnina á ráspól og hélt George Russell á Mercedes fyrir aftan sig í upphafi keppninnar. Oscar Piastri ræsti þriðji og náði fljótlega að koma sér fram úr Russell.
Piastri hafi mikið fyrir því að halda sér fyrir framan Russell alla keppnina og fékk góða hjálp frá liðsfélaga sínum Norris, sem var fremstur. Á lokametrum keppninnar hægði Norris svo á sér og hleypti Piastri fram úr sér og gaf honum þar með sigurinn.
Með þessu var Norris að launa Piastri greiðann, en Piastri hafði hleypt Norris fram úr sér í brasilíska kappakstrinum fyrr í þessum mánuði. Þá átti Norris enn möguleika á að stela heimsmeistaratitlinum af Max Verstappen, en þar sem sá möguleiki var farinn gat Norris gefið Piastri sigurinn í sprettkeppni dagsins.
Teamwork really does make the dream work ✨#F1Sprint #QatarGP @McLarenF1 pic.twitter.com/V6BLMe2CDJ
— Formula 1 (@F1) November 30, 2024
Í kvöld fór svo tímatakan fyrir kappaksturinn á morgun fram. Nýkrýndi fjórfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen átti besta tímann í síðasta hluta tímatökunnar og mun ræsa á ráspól í fyrsta skipti síðan í júní.
George Russell á Marcedes ræsir annar og McLaren-mennirnir Norris og Piastri koma þar á eftir.