Óviss með framtíð sína innan Pírata Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 1. desember 2024 16:59 Lenya segir niðurstöðurnar vonbrigði. Vísir Oddviti Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður segir flokkinn þurfa að fara í innri endurskoðun og ákveða sína vegferð næstu árin. Hún sé þó ekki viss hvort hún taki þátt í því verkefni. Píratar hlutu þrjú prósent atkvæða í Alþingiskosningunum og þurrkast því út af þingi. „Ég ætla að vera hreinskilin: Þetta eru mikil vonbrigði. Ég get talið upp alls konar atriði um íslenska kosningakerfið sem er ólýðræðislegt en ég nenni því ekki, og er of þreytt til þess. Það sem ég vil hins vegar segja er að Píratar þurfa klárlega að fara í innri endurskoðun og ákveða sína vegferð vandlega næstu 4 árin,“ skrifar Lenya Rún Taha Karim oddviti Pírata í Reykjavík norður á Facebook. Hún segir grunngildi Pírata og aðhaldið sem þeir veiti hafa sjaldan verið jafn aðkallandi. Næstu ár muni fara í uppbyggingu flokksins. Hvernig sú uppbygging fari fram verði þó að koma í ljós. „Ég er ekki búin að ákveða hvort ég ætli að taka þátt í þessari uppbyggingu sem þarf að eiga sér stað í Pírötum vilji hann eiga möguleika á að ná brautargengi í næstu kosningum, eða hvort ég láti verða af þeirri furðulegu þörf á að fara í doktorsnám fyrir þrítugt, eða hvort ég snúi aftur til starfa sem lögfræðingur. Mig langar að gera svo margt sjáið til, og ég er ennþá svo ung,“ segir í færslu Lenyu. Alþingiskosningar 2024 Píratar Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Píratar hlutu þrjú prósent atkvæða í Alþingiskosningunum og þurrkast því út af þingi. „Ég ætla að vera hreinskilin: Þetta eru mikil vonbrigði. Ég get talið upp alls konar atriði um íslenska kosningakerfið sem er ólýðræðislegt en ég nenni því ekki, og er of þreytt til þess. Það sem ég vil hins vegar segja er að Píratar þurfa klárlega að fara í innri endurskoðun og ákveða sína vegferð vandlega næstu 4 árin,“ skrifar Lenya Rún Taha Karim oddviti Pírata í Reykjavík norður á Facebook. Hún segir grunngildi Pírata og aðhaldið sem þeir veiti hafa sjaldan verið jafn aðkallandi. Næstu ár muni fara í uppbyggingu flokksins. Hvernig sú uppbygging fari fram verði þó að koma í ljós. „Ég er ekki búin að ákveða hvort ég ætli að taka þátt í þessari uppbyggingu sem þarf að eiga sér stað í Pírötum vilji hann eiga möguleika á að ná brautargengi í næstu kosningum, eða hvort ég láti verða af þeirri furðulegu þörf á að fara í doktorsnám fyrir þrítugt, eða hvort ég snúi aftur til starfa sem lögfræðingur. Mig langar að gera svo margt sjáið til, og ég er ennþá svo ung,“ segir í færslu Lenyu.
Alþingiskosningar 2024 Píratar Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira