Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Lovísa Arnardóttir skrifar 1. desember 2024 22:33 Björn Leví datt út af þingi eins og allir aðrir þingmenn Pírata. Hann segir að það verði áhugavert að fylgjast með stjórnarmyndunarumræðum. Vísir/Vilhelm Björn Leví Gunnarsson fyrrverandi þingmaður Pírata spáir því að næsta ríkisstjórn verði sett saman af Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og Samfylkingunni. Erfitt sé fyrir Samfylkingu og Viðreisn að fara í stjórn með Flokki fólksins því Inga Sæland geti ekki slegið af sínum kröfum. Þær fari á sama tíma ekki saman við áherslur Viðreisnar og Samfylkingar. Þetta sagði Björn Leví í Formannaspjallinu að loknum kvöldfréttum við Heimi Má. Hann segir Bjarna stíga til hliðar og Þórdís taki við og starfi í ríkisstjórn með þeim Kristrúnu og Þorgerði Katrínu. „Ég sé ekki sjéns að Inga geti slegið af kröfunum sínum sem hún er búin að hafa mjög hátt um undanfarin kjörtímabil,“ segir Björn. Svandís steig þarna inn í umræðuna og sagði Björn Leví með nýjan feril sem stjórnmálaskýranda. „Það vita það allir sem vita það að það er ekkert hægt að vinna með Sigmundi Davíð. Það er ekki hægt að treysta neinu sem hann segir eða samningum sem hann gerir eða neitt svoleiðies. Þannig þetta verður alveg ofsalega áhugavert að sjá hvers konar ríkisstjórn á að mynda hérna,“ segir Björn Leví en fjölmargir hafa einnig velt fyrir sér hvort Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur gætu myndað stjórn á hægri væng. Bjarni sagði sjálfur í formannaspjallinu í kvöld að hann vildi ekki fara aftur í stjórn eins og þá sem hann kom úr, þar sem ekki allir rói í sömu átt. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni hér að neðan. Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Píratar Tengdar fréttir Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Eftir snarpa baráttu eru sögulegar Alþingiskosningar að baki. Sjálfstæðisflokkur fékk sína verstu kosningu frá upphafi og Samfylkingin er stærsti flokkur landsins í annað sinn í sögunni. Þá eru bæði Vinstri græn og Píratar dottin af þingi á meðan Viðreisn og Flokkur fólksins uppskáru ríkulega. 30. nóvember 2024 06:04 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Þær fari á sama tíma ekki saman við áherslur Viðreisnar og Samfylkingar. Þetta sagði Björn Leví í Formannaspjallinu að loknum kvöldfréttum við Heimi Má. Hann segir Bjarna stíga til hliðar og Þórdís taki við og starfi í ríkisstjórn með þeim Kristrúnu og Þorgerði Katrínu. „Ég sé ekki sjéns að Inga geti slegið af kröfunum sínum sem hún er búin að hafa mjög hátt um undanfarin kjörtímabil,“ segir Björn. Svandís steig þarna inn í umræðuna og sagði Björn Leví með nýjan feril sem stjórnmálaskýranda. „Það vita það allir sem vita það að það er ekkert hægt að vinna með Sigmundi Davíð. Það er ekki hægt að treysta neinu sem hann segir eða samningum sem hann gerir eða neitt svoleiðies. Þannig þetta verður alveg ofsalega áhugavert að sjá hvers konar ríkisstjórn á að mynda hérna,“ segir Björn Leví en fjölmargir hafa einnig velt fyrir sér hvort Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur gætu myndað stjórn á hægri væng. Bjarni sagði sjálfur í formannaspjallinu í kvöld að hann vildi ekki fara aftur í stjórn eins og þá sem hann kom úr, þar sem ekki allir rói í sömu átt. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni hér að neðan.
Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Píratar Tengdar fréttir Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Eftir snarpa baráttu eru sögulegar Alþingiskosningar að baki. Sjálfstæðisflokkur fékk sína verstu kosningu frá upphafi og Samfylkingin er stærsti flokkur landsins í annað sinn í sögunni. Þá eru bæði Vinstri græn og Píratar dottin af þingi á meðan Viðreisn og Flokkur fólksins uppskáru ríkulega. 30. nóvember 2024 06:04 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Eftir snarpa baráttu eru sögulegar Alþingiskosningar að baki. Sjálfstæðisflokkur fékk sína verstu kosningu frá upphafi og Samfylkingin er stærsti flokkur landsins í annað sinn í sögunni. Þá eru bæði Vinstri græn og Píratar dottin af þingi á meðan Viðreisn og Flokkur fólksins uppskáru ríkulega. 30. nóvember 2024 06:04