Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Árni Sæberg skrifar 3. desember 2024 10:39 Guðrún Hafsteinsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Alþingi hefur samþykkt frumvarp dómsmálaráðherra um breytingu á lögum um útlendinga, sem felst í því að hámarkstími dvalarleyfa, sem veitt eru á grundvelli sameiginlegrar verndar í kjölfar fjöldaflótta, verði lengdur úr þremur árum í fimm. Með breytingunni geta Úkraínumenn sem hingað komu í kjölfar innrásar Rússa dvalið hér til mars árið 2027 hið skemmsta. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að í lögunum sé kveðið á um að umsókn útlendings sem fellur undir ákvæði um alþjóðlega vernd megi leggja til hliðar í allt að þrjú ár frá því að umsækjandi fékk fyrst leyfi. Breytt ákvæði feli í sér að stjórnvöldum verði heimilt að leggja umsókn um vernd til hliðar í allt að fimm ár eða í tvö ár til viðbótar. Breytingin eigi við um þá sem þegar hafa fengið sameiginlega vernd á grundvelli fjöldaflótta sem og þá sem kunna að fá slíka vernd í framtíðinni. Ekki fyrsta framlengingin Í tilkynningu segir að innrásarstríð Rússlands í Úkraínu hafi leitt til þess að umsóknum úkraínskra ríkisborgara um alþjóðlega vernd á Íslandi og í Evrópu fjölgaði verulega. Í kjölfarið hafi íslensk stjórnvöld, samhliða aðildarríkjum Evrópusambandsins og samstarfsríkjum Schengen, Noregi, Sviss og Liechtenstein, beitt heimild ráðherra samkvæmt ákvæði laga um útlendinga, sem fjallar um sameiginlega vernd vegna fjöldaflótta, í eitt ár. Þeir einstaklingar sem falla undir þetta ákvæði fái útgefið dvalarleyfi á grundvelli ákvæðis útlendingalaga um dvalarleyfi vegna mannúðarsjónarmiða. „Hér er einkum um að ræða mál úkraínskra ríkisborgara, sem voru búsettir í Úkraínu fyrir innrásina, og fjölskyldna þeirra.“ Stríðið í Úkraínu hafi nú staðið yfir í rúm tvö ár og ekki sjái fyrir endann á átökum í landinu. Frá því stríðsátökin brutust út hafi fjöldi umsókna um vernd frá úkraínskum ríkisborgurum verið umtalsverður hér á landi. Árið 2022 hafi 2.315 einstaklingar fengið sameiginlega vernd á grundvelli áðurnefndrar greinar útlendingalaga og 1.556 á árinu 2023. Vegna þessa hafi dómsmálaráðherra tekið ákvörðun 1. febrúar 2023 um að framlengja gildistíma ákvörðunar ráðherra samkvæmt heimild 44. gr. laga um útlendinga um eitt ár, til og með 3. mars 2024. Hinn 22. febrúar 2024 hafi ráðherra ákveðið að framlengja gildistímann um ár til viðbótar, eða til og með 2. mars 2025. Með breytingu nú geti Úkraínumenn hér á landi því dvalist hér til mars árið 2027 að minnsta kosti, án þess að taka þurfi umsóknir þeirra til skoðunar í einstaklingsbundinni efnismeðferð. Undantekning frá meginreglunni Tilgangur verndarkerfisins sé að veita einstaklingum tímabundna vernd gegn ofsóknum eða stríði. Sameiginlegri vernd vegna fjöldaflótta sé ætluð sem viðbragð við tímabundnum aðstæðum þar sem hópur einstaklinga flúi afmarkað landsvæði og þurfi á vernd að halda. Sameiginleg vernd sé undantekning frá þeirri meginreglu að umsókn um alþjóðlega vernd skuli hljóta einstaklingsbundna efnismeðferð hjá stjórnvöldum. Mál vegna sameiginlegrar verndar séu frábrugðin að því leyti að slakað sé á sönnunarkröfum og rannsóknarskyldu stjórnvalda. Fjöldi umsækjenda um alþjóðlega vernd í slíkum aðstæðum geti verið ófyrirsjáanlegur sem kalli á sveigjanlegar reglur og einfalt umsóknarferli. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að í lögunum sé kveðið á um að umsókn útlendings sem fellur undir ákvæði um alþjóðlega vernd megi leggja til hliðar í allt að þrjú ár frá því að umsækjandi fékk fyrst leyfi. Breytt ákvæði feli í sér að stjórnvöldum verði heimilt að leggja umsókn um vernd til hliðar í allt að fimm ár eða í tvö ár til viðbótar. Breytingin eigi við um þá sem þegar hafa fengið sameiginlega vernd á grundvelli fjöldaflótta sem og þá sem kunna að fá slíka vernd í framtíðinni. Ekki fyrsta framlengingin Í tilkynningu segir að innrásarstríð Rússlands í Úkraínu hafi leitt til þess að umsóknum úkraínskra ríkisborgara um alþjóðlega vernd á Íslandi og í Evrópu fjölgaði verulega. Í kjölfarið hafi íslensk stjórnvöld, samhliða aðildarríkjum Evrópusambandsins og samstarfsríkjum Schengen, Noregi, Sviss og Liechtenstein, beitt heimild ráðherra samkvæmt ákvæði laga um útlendinga, sem fjallar um sameiginlega vernd vegna fjöldaflótta, í eitt ár. Þeir einstaklingar sem falla undir þetta ákvæði fái útgefið dvalarleyfi á grundvelli ákvæðis útlendingalaga um dvalarleyfi vegna mannúðarsjónarmiða. „Hér er einkum um að ræða mál úkraínskra ríkisborgara, sem voru búsettir í Úkraínu fyrir innrásina, og fjölskyldna þeirra.“ Stríðið í Úkraínu hafi nú staðið yfir í rúm tvö ár og ekki sjái fyrir endann á átökum í landinu. Frá því stríðsátökin brutust út hafi fjöldi umsókna um vernd frá úkraínskum ríkisborgurum verið umtalsverður hér á landi. Árið 2022 hafi 2.315 einstaklingar fengið sameiginlega vernd á grundvelli áðurnefndrar greinar útlendingalaga og 1.556 á árinu 2023. Vegna þessa hafi dómsmálaráðherra tekið ákvörðun 1. febrúar 2023 um að framlengja gildistíma ákvörðunar ráðherra samkvæmt heimild 44. gr. laga um útlendinga um eitt ár, til og með 3. mars 2024. Hinn 22. febrúar 2024 hafi ráðherra ákveðið að framlengja gildistímann um ár til viðbótar, eða til og með 2. mars 2025. Með breytingu nú geti Úkraínumenn hér á landi því dvalist hér til mars árið 2027 að minnsta kosti, án þess að taka þurfi umsóknir þeirra til skoðunar í einstaklingsbundinni efnismeðferð. Undantekning frá meginreglunni Tilgangur verndarkerfisins sé að veita einstaklingum tímabundna vernd gegn ofsóknum eða stríði. Sameiginlegri vernd vegna fjöldaflótta sé ætluð sem viðbragð við tímabundnum aðstæðum þar sem hópur einstaklinga flúi afmarkað landsvæði og þurfi á vernd að halda. Sameiginleg vernd sé undantekning frá þeirri meginreglu að umsókn um alþjóðlega vernd skuli hljóta einstaklingsbundna efnismeðferð hjá stjórnvöldum. Mál vegna sameiginlegrar verndar séu frábrugðin að því leyti að slakað sé á sönnunarkröfum og rannsóknarskyldu stjórnvalda. Fjöldi umsækjenda um alþjóðlega vernd í slíkum aðstæðum geti verið ófyrirsjáanlegur sem kalli á sveigjanlegar reglur og einfalt umsóknarferli.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu Sjá meira