Blandar sér í baráttuna um rektorinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. desember 2024 13:41 Kolbrún Þ. Pálsdóttir tók við sem forseti menntavísindasviðs árið 2018. Kristinn Ingvarsson Kolbrún Þ. Pálsdóttir sviðsforseti og dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands hefur gefið kost á sér til embættis rektors Háskóla Íslands. Hún greinir frá framboði sínu á Facebook. „Ég hef starfað við kennslu og rannsóknir innan skólans um árabil og hef á síðustu sex árum leitt Menntavísindasvið, eitt af fimm fræðasviðum skólans. Ég brenn fyrir málefnum Háskólans í heild og er sannfærð um að öflug sókn á sviði vísinda og háskólamenntunar sé forsenda þess að tryggja framfarir og velferð samfélags okkar og stöðu Íslands á alþjóðavettvangi,“ segir Kolbrún í tilkynningu. Jón Atli Benediktsson núverandi rektor hyggst ekki fara fram á ný þegar skipunartíma hans lýkur. Magnús Karl Magnússon, læknir og prófessor við Háskóla Íslands, hefur lýst yfir framboði sínu til embættis rektors Háskóla Íslands. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild skólans, hefur sömuleiðis lýst yfir áformum um framboð. Styrkja stoðir gæðakennslu Kolbrún segir frá megináherslum sínum í tilkynningunni. „Trygg fjármögnun Háskólans og stórefldir rannsóknarinnviðir á öllum fræðasviðum verða megináhersluatriði í baráttu minni fyrir styrkingu og þróun Háskólans. Afar mikilvægt er að leiða krafta vísindasamfélagsins saman til þess að tryggja að Háskóli Íslands standist alþjóðlegan samanburð og styðji samfélagið við lausn flókinna áskorana. Hér mun skipta öllu að það takist vel að byggja upp mikilvæga rannsóknarinnviði innan vísindagarða í Vatnsmýrinni. Ég legg áherslu á að þar verði jafnframt til ný þverfagleg rannsóknarmiðja HÍ sem skapa mun spennandi rannsóknartækifæri fyrir öll fræðasvið og framsækinn vettvang fyrir vísindi og samfélagslega nýsköpun.“ Hún leggi áherslu á að styrkja stoðir gæðakennslu og náms í deildum skólans og að auka tækifæri stúdenta til rannsókna, starfsnáms og þátttöku í skapandi og hagnýtum verkefnum. Akademískt frelsi lykillinn að árangri „Þá er lykilatriði að stjórnvöld hefji undirbúning að innleiðingu námsstyrkjakerfis til háskólanáms að norrænni fyrirmynd og mun ég leggjast á árarnir með stúdentum í þeirri baráttu. Brýnt er að bæta starfsaðstæður stúdenta og starfsfólks og leita allra leiða til að stuðla að jákvæðu og sveigjanlegu starfsumhverfi og að laun starfsfólks verði samkeppnishæf.“ Hún sé þeirrar skoðunar að tækifærin innan Háskóla Íslands séu fjölmörg og að skólann megi efla og styrkja til frekari sóknar, bæði á sviði vísinda og kennslu. „Mín bjargfasta trú er sú að akademískt frelsi og samvinna þeirra sem mynda háskólasamfélagið sé lykillinn að árangri. Að því vil ég vinna og býð þess vegna fram starfskrafta mína til að leiða Háskóla Íslands á næstu árum.“ Háskólar Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Magnús Karl Magnússon, læknir og prófessor við Háskóla Íslands, hefur lýst yfir framboði sínu til embættis rektors Háskóla Íslands. Núverandi rektor hyggst ekki fara fram á ný þegar skipunartíma hans líkur en Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild skólans, hefur lýst yfir áformum um framboð. 29. október 2024 12:02 Stefnir á að sækjast eftir embætti rektors Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, gerir ráð fyrir að sækjast eftir embætti rektors Háskóla Íslands. Rektor er skipaður til fimm ára í senn en Jón Atli Benediktsson, núverandi rektor, var fyrst kjörinn í embættið árið 2015 og tók við starfi 1. júlí sama ár. Hann var endurskipaður rektor árið 2020 og hefur því bráðum gegnt embættinu í tíu ár. Jón Atli hyggst ekki sækjast áfram eftir embættinu þegar skipunartíma hans lýkur næsta sumar. 15. október 2024 11:56 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
„Ég hef starfað við kennslu og rannsóknir innan skólans um árabil og hef á síðustu sex árum leitt Menntavísindasvið, eitt af fimm fræðasviðum skólans. Ég brenn fyrir málefnum Háskólans í heild og er sannfærð um að öflug sókn á sviði vísinda og háskólamenntunar sé forsenda þess að tryggja framfarir og velferð samfélags okkar og stöðu Íslands á alþjóðavettvangi,“ segir Kolbrún í tilkynningu. Jón Atli Benediktsson núverandi rektor hyggst ekki fara fram á ný þegar skipunartíma hans lýkur. Magnús Karl Magnússon, læknir og prófessor við Háskóla Íslands, hefur lýst yfir framboði sínu til embættis rektors Háskóla Íslands. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild skólans, hefur sömuleiðis lýst yfir áformum um framboð. Styrkja stoðir gæðakennslu Kolbrún segir frá megináherslum sínum í tilkynningunni. „Trygg fjármögnun Háskólans og stórefldir rannsóknarinnviðir á öllum fræðasviðum verða megináhersluatriði í baráttu minni fyrir styrkingu og þróun Háskólans. Afar mikilvægt er að leiða krafta vísindasamfélagsins saman til þess að tryggja að Háskóli Íslands standist alþjóðlegan samanburð og styðji samfélagið við lausn flókinna áskorana. Hér mun skipta öllu að það takist vel að byggja upp mikilvæga rannsóknarinnviði innan vísindagarða í Vatnsmýrinni. Ég legg áherslu á að þar verði jafnframt til ný þverfagleg rannsóknarmiðja HÍ sem skapa mun spennandi rannsóknartækifæri fyrir öll fræðasvið og framsækinn vettvang fyrir vísindi og samfélagslega nýsköpun.“ Hún leggi áherslu á að styrkja stoðir gæðakennslu og náms í deildum skólans og að auka tækifæri stúdenta til rannsókna, starfsnáms og þátttöku í skapandi og hagnýtum verkefnum. Akademískt frelsi lykillinn að árangri „Þá er lykilatriði að stjórnvöld hefji undirbúning að innleiðingu námsstyrkjakerfis til háskólanáms að norrænni fyrirmynd og mun ég leggjast á árarnir með stúdentum í þeirri baráttu. Brýnt er að bæta starfsaðstæður stúdenta og starfsfólks og leita allra leiða til að stuðla að jákvæðu og sveigjanlegu starfsumhverfi og að laun starfsfólks verði samkeppnishæf.“ Hún sé þeirrar skoðunar að tækifærin innan Háskóla Íslands séu fjölmörg og að skólann megi efla og styrkja til frekari sóknar, bæði á sviði vísinda og kennslu. „Mín bjargfasta trú er sú að akademískt frelsi og samvinna þeirra sem mynda háskólasamfélagið sé lykillinn að árangri. Að því vil ég vinna og býð þess vegna fram starfskrafta mína til að leiða Háskóla Íslands á næstu árum.“
Háskólar Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Magnús Karl Magnússon, læknir og prófessor við Háskóla Íslands, hefur lýst yfir framboði sínu til embættis rektors Háskóla Íslands. Núverandi rektor hyggst ekki fara fram á ný þegar skipunartíma hans líkur en Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild skólans, hefur lýst yfir áformum um framboð. 29. október 2024 12:02 Stefnir á að sækjast eftir embætti rektors Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, gerir ráð fyrir að sækjast eftir embætti rektors Háskóla Íslands. Rektor er skipaður til fimm ára í senn en Jón Atli Benediktsson, núverandi rektor, var fyrst kjörinn í embættið árið 2015 og tók við starfi 1. júlí sama ár. Hann var endurskipaður rektor árið 2020 og hefur því bráðum gegnt embættinu í tíu ár. Jón Atli hyggst ekki sækjast áfram eftir embættinu þegar skipunartíma hans lýkur næsta sumar. 15. október 2024 11:56 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Magnús Karl Magnússon, læknir og prófessor við Háskóla Íslands, hefur lýst yfir framboði sínu til embættis rektors Háskóla Íslands. Núverandi rektor hyggst ekki fara fram á ný þegar skipunartíma hans líkur en Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild skólans, hefur lýst yfir áformum um framboð. 29. október 2024 12:02
Stefnir á að sækjast eftir embætti rektors Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, gerir ráð fyrir að sækjast eftir embætti rektors Háskóla Íslands. Rektor er skipaður til fimm ára í senn en Jón Atli Benediktsson, núverandi rektor, var fyrst kjörinn í embættið árið 2015 og tók við starfi 1. júlí sama ár. Hann var endurskipaður rektor árið 2020 og hefur því bráðum gegnt embættinu í tíu ár. Jón Atli hyggst ekki sækjast áfram eftir embættinu þegar skipunartíma hans lýkur næsta sumar. 15. október 2024 11:56
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent