Loksins vann City Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. desember 2024 21:30 Belgarnir Jérémy Doku og Kevin De Bruyne skoruðu báðir gegn Nottingham Forest. getty/Martin Rickett Eftir sjö leiki án sigurs vann Manchester City loks þegar Nottingham Forets kom í heimsókn. Lokatölur 3-0, Englandsmeisturunum í vil. Kevin De Bruyne var í byrjunarliði City í fyrsta sinn síðan 18. september og hann gerði gæfumuninn í kvöld. Á 8. mínútu skoraði Bernardo Silva með skalla eftir skallasendingu De Bruynes. Belginn skoraði svo sjálfur á 31. mínútu. Þriðja markið kom svo á 57. mínútu. Jérémy Doku skoraði þá með góðu skoti í fjærhornið. Þetta var fyrsti sigur City síðan liðið vann Southampton, 1-0, 26. október. Meistararnir eru í 4. sæti deildarinnar en Forest í því sjötta. Enski boltinn
Eftir sjö leiki án sigurs vann Manchester City loks þegar Nottingham Forets kom í heimsókn. Lokatölur 3-0, Englandsmeisturunum í vil. Kevin De Bruyne var í byrjunarliði City í fyrsta sinn síðan 18. september og hann gerði gæfumuninn í kvöld. Á 8. mínútu skoraði Bernardo Silva með skalla eftir skallasendingu De Bruynes. Belginn skoraði svo sjálfur á 31. mínútu. Þriðja markið kom svo á 57. mínútu. Jérémy Doku skoraði þá með góðu skoti í fjærhornið. Þetta var fyrsti sigur City síðan liðið vann Southampton, 1-0, 26. október. Meistararnir eru í 4. sæti deildarinnar en Forest í því sjötta.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti