Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. desember 2024 21:25 Mohamed Salah fagnar með Trent Alexander-Arnold og Curtis Jones eftir að hafa komið Liverpool í 2-3 gegn Newcastle United. getty/Andrew Powell Mohamed Salah skoraði tvö mörk og lagði upp eitt þegar Liverpool gerði 3-3 jafntefli við Newcastle Unitedá St. James' Park í kvöld. Liverpool lenti tvisvar sinnum undir í leiknum en kom til baka og komst í 2-3 eftir tvö mörk frá Salah. En Fabian Schär jafnaði fyrir Newcastle á lokamínútunni eftir slæm mistök Caoimhins Kelleher í marki Liverpool. Skjórarnir náðu forystunni á 35. mínútu þegar Alexander Isak skoraði með þrumuskoti. Þetta var fimmta mark hans í síðustu sjö leikjum með Newcastle sem leiddi í hálfleik, 1-0. Á 50. mínútu jafnaði Curtis Jones fyrir Liverpool eftir sendingu frá Salah. Tólf mínútum síðar kom Anthony Gordon Newcastle aftur yfir eftir sendingu frá Isak. Forysta heimamanna entist aðeins í sex mínútur því á 68. mínútu jafnaði Salah eftir sendingu frá Trent Alexander-Arnold. Sama uppskrift skilaði marki á 83. mínútu. Alexander-Arnold fann þá Salah sem skoraði með góðu skoti. Egyptinn er kominn með þrettán mörk í ensku úrvalsdeldinni. Allt stefndi í sigur Liverpool en á 90. mínútu tók Bruno Guimaraes aukaspyrnu, Kelleher misreiknaði boltann og Schär skoraði og jafnaði. Lokatölur 3-3 í hörkuleik. Enski boltinn
Mohamed Salah skoraði tvö mörk og lagði upp eitt þegar Liverpool gerði 3-3 jafntefli við Newcastle Unitedá St. James' Park í kvöld. Liverpool lenti tvisvar sinnum undir í leiknum en kom til baka og komst í 2-3 eftir tvö mörk frá Salah. En Fabian Schär jafnaði fyrir Newcastle á lokamínútunni eftir slæm mistök Caoimhins Kelleher í marki Liverpool. Skjórarnir náðu forystunni á 35. mínútu þegar Alexander Isak skoraði með þrumuskoti. Þetta var fimmta mark hans í síðustu sjö leikjum með Newcastle sem leiddi í hálfleik, 1-0. Á 50. mínútu jafnaði Curtis Jones fyrir Liverpool eftir sendingu frá Salah. Tólf mínútum síðar kom Anthony Gordon Newcastle aftur yfir eftir sendingu frá Isak. Forysta heimamanna entist aðeins í sex mínútur því á 68. mínútu jafnaði Salah eftir sendingu frá Trent Alexander-Arnold. Sama uppskrift skilaði marki á 83. mínútu. Alexander-Arnold fann þá Salah sem skoraði með góðu skoti. Egyptinn er kominn með þrettán mörk í ensku úrvalsdeldinni. Allt stefndi í sigur Liverpool en á 90. mínútu tók Bruno Guimaraes aukaspyrnu, Kelleher misreiknaði boltann og Schär skoraði og jafnaði. Lokatölur 3-3 í hörkuleik.
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn