Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. desember 2024 21:35 Jack Stephens fékk rautt spjald fyrir að toga í hárið á Marc Cucurella. getty/Michael Steele Chelsea rúllaði yfir Southampton, 1-5, í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Bláliðar hafa unnið þrjá leiki í röð og er í 2. sæti deildarinnar, sjö stigum á eftir toppliði Liverpool. Leikurinn St. Mary's leikvanginum byrjaði mjög fjörlega. Axel Disasi kom Chelsea yfir með skalla eftir hornspyrnu Enzos Fernández á 7. mínútu. Fjórum mínútum síðar jafnaði Joe Aribo eftir frábæran undirbúning Kyle Walker-Peters. Á 17. mínútu kom Christopher Nkunku Chelsea aftur yfir eftir slæm mistök í vörn Southampton. Á 34. mínútum jók Noni Madueke svo muninn í 1-3 með góðu skoti. Staða Southampton versnaði enn frekar skömmu fyrir hálfleik þegar fyrirliðinn Jack Stephens togaði í hárið á Marc Cucurella. Þetta var annað rauða spjald Stephens á tímabilinu. Chelsea bætti tveimur mörkum við í seinni hálfleik. Cole Palmer og Jadon Sancho skoruðu þau. Þetta var ellefta tap Southampton í fjórtán deildarleikjum á tímabilinu. Liðið er einungis með fimm stig á botninum, sjö stigum frá öruggu sæti. Dawson seinheppinn Eftir fimm leiki í röð án sigurs vann Everton Wolves örugglega, 4-0. Craig Dawson skoraði tvö sjálfsmörk fyrir Úlfana. Hinn 39 ára Ashley Young kom Everton á bragðið með marki beint úr aukaspyrnu og síðan bættu Orel Mangala öðru marki við. Dawson skoraði svo tvisvar sinnum í rangt mark í seinni hálfleik. Everton er í 15. sæti deildarinnar með fjórtán stig en Wolves í því nítjánda og næstneðsta með níu stig. Enski boltinn
Chelsea rúllaði yfir Southampton, 1-5, í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Bláliðar hafa unnið þrjá leiki í röð og er í 2. sæti deildarinnar, sjö stigum á eftir toppliði Liverpool. Leikurinn St. Mary's leikvanginum byrjaði mjög fjörlega. Axel Disasi kom Chelsea yfir með skalla eftir hornspyrnu Enzos Fernández á 7. mínútu. Fjórum mínútum síðar jafnaði Joe Aribo eftir frábæran undirbúning Kyle Walker-Peters. Á 17. mínútu kom Christopher Nkunku Chelsea aftur yfir eftir slæm mistök í vörn Southampton. Á 34. mínútum jók Noni Madueke svo muninn í 1-3 með góðu skoti. Staða Southampton versnaði enn frekar skömmu fyrir hálfleik þegar fyrirliðinn Jack Stephens togaði í hárið á Marc Cucurella. Þetta var annað rauða spjald Stephens á tímabilinu. Chelsea bætti tveimur mörkum við í seinni hálfleik. Cole Palmer og Jadon Sancho skoruðu þau. Þetta var ellefta tap Southampton í fjórtán deildarleikjum á tímabilinu. Liðið er einungis með fimm stig á botninum, sjö stigum frá öruggu sæti. Dawson seinheppinn Eftir fimm leiki í röð án sigurs vann Everton Wolves örugglega, 4-0. Craig Dawson skoraði tvö sjálfsmörk fyrir Úlfana. Hinn 39 ára Ashley Young kom Everton á bragðið með marki beint úr aukaspyrnu og síðan bættu Orel Mangala öðru marki við. Dawson skoraði svo tvisvar sinnum í rangt mark í seinni hálfleik. Everton er í 15. sæti deildarinnar með fjórtán stig en Wolves í því nítjánda og næstneðsta með níu stig.
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn