Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2024 19:52 Þingmenn stjórnarandstöðunnar í Suður-Kóreu lögðu fram ályktun um að ákæra forsetann fyrir embættisbrot. AP/Ryu Hyung Seok Stjórnarandstaða Suður-Kóreu hefur formlega lagt fram ákæru gegn Yoon Suk Yeol, forseta landsins, vegna herlaga sem hann beitti óvænt á í gær og neyddist skömmu síðar til að fella úr gildi. Margir af starfsmönnum forsetans og ráðgjöfum hans hafa sagt af sér í dag. Hundrað og níutíu þingmenn úr sex stjórnarandstöðuflokkunum skrifuðu undir ákæruna, auk eins óháðs þingmanns, samkvæmt Yonhap fréttaveitunni frá Suður-Kóreu. Enginn úr stjórnarflokkunum skrifaði undir en til stendur að greiða atkvæði um ákæruna á föstudag eða á laugardag. Sjá einnig: Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Að minnsta kosti tvo þriðju þingmanna þarf til að samþykkja ákæru fyrir embættisbrot og mun stjórnarandstaðan því þurfa átta atkvæði frá þingmönnum stjórnarflokkanna til að ákæra Yoon. Svo virðist sem Yoon ætli ekki að segja af sér, eins og margir hafa kallað eftir. Margir af hans æðstu starfsmönnum og ráðgjöfum hafa sagt af sér í dag. Meðal þeirra eru starfsmannstjóri hans, þjóðaröryggisráðgjafi og margir aðrir, samkvæmt Yonhap. Hér má sjá viðbrögð nokkurra íbúa Seoul. Það kom flestum á óvart þegar Yoon lýsti því yfir að hefði sett á herlög í Suður-Kóreu og sagðist hann hafa gert það til vernda ríkið gegn gegn öfgaöflum og meintum kommúnistum í Suður-Kóreu. Hann hefur átt erfitt með að koma frumvörpum í gegnum þingið og hefur sömuleiðis kvartað hástöfum yfir því að stjórnarandstaðan sé sífellt að leggja fram vantrauststillögur gegn embættismönnum. Sjá einnig: Herlögin loks felld úr gildi Hermenn lokuðu þinghúsinu í Seoul en þingmönnum tókst að komast þangað inn og samþykktu einróma ályktun um að binda enda á herlögin. Samkvæmt stjórnarskrá landsins er forseta skylt að verða við slíkri kröfu frá meirihluta þingmanna og gerði Yoon það nokkrum klukkustundum síðar. Í heildina höfðu herlög verið í gildi í um sex klukkustundir. Gamlir skólafélagar þegar Kim Yong Hyun, varnarmálaráðherra, var staðfestur í embætti fyrir þremur mánuðum síðan var hann sérstaklega sakaður af stjórnarandstöðunni um að vilja beita herlögum. Hafnaði hann þeim ásökunum og sagði þær pólitískan áróður. Reuters hefur þó eftir heimildarmönnum að það hafi verið Kom sem lagði til við Yoon að setja á herlög þegar forsetinn sagðist hafa fengið nóg af pólitískum andstæðingum sínum. Kim og Yoon voru saman í skóla á árum áður og eru gamlir vinir. Einn heimildarmaður úr hernum þvertók þó fyrir að þetta hefði verið skipulagt fyrirfram. Yoon vann nauman sigur í kosningum árið 2022 og þykir hann einkar óvinsæll forseti. Nokkur hneykslismál sem tengjast honum og eiginkonu hans hafa litið dagsins ljós. Eins og áður segir hefur honum gengið erfiðlega á þingi og að koma málum í gegnum þingið. Þar á meðal fjárlögum og hefur hann ítrekað lýst yfir mikilli reiði vegna þessa. Suður-Kórea Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Hundrað og níutíu þingmenn úr sex stjórnarandstöðuflokkunum skrifuðu undir ákæruna, auk eins óháðs þingmanns, samkvæmt Yonhap fréttaveitunni frá Suður-Kóreu. Enginn úr stjórnarflokkunum skrifaði undir en til stendur að greiða atkvæði um ákæruna á föstudag eða á laugardag. Sjá einnig: Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Að minnsta kosti tvo þriðju þingmanna þarf til að samþykkja ákæru fyrir embættisbrot og mun stjórnarandstaðan því þurfa átta atkvæði frá þingmönnum stjórnarflokkanna til að ákæra Yoon. Svo virðist sem Yoon ætli ekki að segja af sér, eins og margir hafa kallað eftir. Margir af hans æðstu starfsmönnum og ráðgjöfum hafa sagt af sér í dag. Meðal þeirra eru starfsmannstjóri hans, þjóðaröryggisráðgjafi og margir aðrir, samkvæmt Yonhap. Hér má sjá viðbrögð nokkurra íbúa Seoul. Það kom flestum á óvart þegar Yoon lýsti því yfir að hefði sett á herlög í Suður-Kóreu og sagðist hann hafa gert það til vernda ríkið gegn gegn öfgaöflum og meintum kommúnistum í Suður-Kóreu. Hann hefur átt erfitt með að koma frumvörpum í gegnum þingið og hefur sömuleiðis kvartað hástöfum yfir því að stjórnarandstaðan sé sífellt að leggja fram vantrauststillögur gegn embættismönnum. Sjá einnig: Herlögin loks felld úr gildi Hermenn lokuðu þinghúsinu í Seoul en þingmönnum tókst að komast þangað inn og samþykktu einróma ályktun um að binda enda á herlögin. Samkvæmt stjórnarskrá landsins er forseta skylt að verða við slíkri kröfu frá meirihluta þingmanna og gerði Yoon það nokkrum klukkustundum síðar. Í heildina höfðu herlög verið í gildi í um sex klukkustundir. Gamlir skólafélagar þegar Kim Yong Hyun, varnarmálaráðherra, var staðfestur í embætti fyrir þremur mánuðum síðan var hann sérstaklega sakaður af stjórnarandstöðunni um að vilja beita herlögum. Hafnaði hann þeim ásökunum og sagði þær pólitískan áróður. Reuters hefur þó eftir heimildarmönnum að það hafi verið Kom sem lagði til við Yoon að setja á herlög þegar forsetinn sagðist hafa fengið nóg af pólitískum andstæðingum sínum. Kim og Yoon voru saman í skóla á árum áður og eru gamlir vinir. Einn heimildarmaður úr hernum þvertók þó fyrir að þetta hefði verið skipulagt fyrirfram. Yoon vann nauman sigur í kosningum árið 2022 og þykir hann einkar óvinsæll forseti. Nokkur hneykslismál sem tengjast honum og eiginkonu hans hafa litið dagsins ljós. Eins og áður segir hefur honum gengið erfiðlega á þingi og að koma málum í gegnum þingið. Þar á meðal fjárlögum og hefur hann ítrekað lýst yfir mikilli reiði vegna þessa.
Suður-Kórea Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira