Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. desember 2024 22:27 Morgan Rogers kom Aston Villa á bragðið gegn Brentford. getty/Jacob King Aston Villa komst aftur á sigurbraut þegar liðið lagði Brentford að velli, 3-1, í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Villa í níu leikjum, eða síðan 22. október. Þrátt fyrir slæmt gengi að undanförnu er Villa í 7. sæti deildarinnar með 22 stig, aðeins fjórum stigum frá Meistaradeildarsæti. Brentford er í 9. sæti deildarinnar með tuttugu stig. Aðeins eitt þeirra hefur komið á útivelli. Morgan Rogers kom Villa yfir á 21. mínútu með góðu skoti í fjærhornið. Sjö mínútum síðar fiskaði Ollie Watkins vítaspyrnu sem hann skoraði sjálfur úr. Matty Cash kom Villa svo í 3-0 á 34. mínútu. Þrjú mörk á þrettán mínútum hjá heimamönnum. Mikkel Damsgaard minnkaði muninn fyrir Brentford á 54. mínútu en nær komust gestirnir ekki. Enski boltinn
Aston Villa komst aftur á sigurbraut þegar liðið lagði Brentford að velli, 3-1, í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Villa í níu leikjum, eða síðan 22. október. Þrátt fyrir slæmt gengi að undanförnu er Villa í 7. sæti deildarinnar með 22 stig, aðeins fjórum stigum frá Meistaradeildarsæti. Brentford er í 9. sæti deildarinnar með tuttugu stig. Aðeins eitt þeirra hefur komið á útivelli. Morgan Rogers kom Villa yfir á 21. mínútu með góðu skoti í fjærhornið. Sjö mínútum síðar fiskaði Ollie Watkins vítaspyrnu sem hann skoraði sjálfur úr. Matty Cash kom Villa svo í 3-0 á 34. mínútu. Þrjú mörk á þrettán mínútum hjá heimamönnum. Mikkel Damsgaard minnkaði muninn fyrir Brentford á 54. mínútu en nær komust gestirnir ekki.
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn