Taka ekki þátt í orðræðu og átökum Eflingar Árni Sæberg skrifar 5. desember 2024 16:10 Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri SVEIT. Aðsend SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hafa ákveðið að taka ekki þátt í „þeirri neikvæðu orðræðu og átökum sem hafa einkennt málflutning Eflingar undanfarin ár í garð veitingareksturs á Íslandi.“ Samtökin hafi ítrekað reynt að semja við Eflingu en hafi nú samið við stéttarfélagið Virðingu til fjögurra ára. Stéttarfélagið Efling sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem varað er við félaginu Virðingu, sem sagt er „gervistéttarfélag“. Félagið sé raunar svikamylla, rekin af atvinnurekendum í því skyni að skerða laun og réttindi starfsfólks. Félagið hafi staðfesta vitneskju um að starfsfólki hafi verið sagt af atvinnurekanda að það eigi að starfa undir kjarasamningi Virðingar við atvinnurekendafélagið SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði. Tilgangurinn sé að fá starfsfólk til að samþykkja lægri laun og verri kjör. Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri SVEIT, baðst undan viðtali þegar fréttastofa leitaði viðbragða í dag en hefur nú gefið frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Hafi reynt að semja við Eflingu frá stofnun „Í ljósi málflutnings Eflingar í fjölmiðlum er vert að taka fram að allt frá stofnun SVEIT hafa samtökin, sem eru stærstu hagsmunasamtök fyrirtækja á veitingamarkaði, haft það markmið að gera kjarasamning við Eflingu. Meðal annars farið svo langt að leita til félagsdóms. Ítrekað hefur óskum SVEIT um kjaraviðræður verið hafnað. Ef vilji Eflingar er sá að eiga samningaviðræður standa dyr SVEIT sannarlega opnar,“ segir í yfirlýsingunni. SVEIT kjósi eftir sem áður að taka ekki þátt í þeirri neikvæðu orðræðu og átökum sem hafi einkennt málflutning Eflingar undanfarin ár í garð veitingareksturs á Íslandi. Félagafrelsi sé grundvallarréttur á íslenskum vinnumarkaði og réttur SVEIT til að ganga til samninga við þann aðila sem félagið kýs sé skýr. Stjórn SVEIT og Virðing stéttarfélag hafi skrifað undir kjarasamning vegna starfa í veitingageiranum. Samningurinn hafi tekið gildi 1. nóvember 2024 og gildi til 1. nóvember 2028. Nauðsynleg skref SVEIT og Virðing séu sammála um að greinin í heild taki með nýjum kjarasamningi nauðsynlegt skref í átt að stöðugleika og bættri samkeppnishæfni, jafnt fyrir fyrirtæki og starfsmenn. Með samningnum hækki grunnlaun í veitingarekstri um þrjú prósent ofan á grunntaxta Stöðugleikasamningsins. Fyrir liggi mörg dæmi um samskonar grundvallarbreytingar og samningur SVEIT og Virðingar kveður á um. Þau séu meðal annars að finna í fyrirtækjaþætti Stöðugleikasamningsins og nýs kjarasamnings faglærðra í greininni. „Kjarasamningur sem byggir á eðli veitingareksturs hefur verið eitt helsta markmið SVEIT frá stofnun samtakanna. Það er því ánægjulegt að slíkur samningur sé í höfn. Fyrir liggur að SVEIT hefur gert löglegan kjarasamning við skráð stéttarfélag og hafnar alfarið þeim ásökunum um að verið sé að brjóta á lögbundnum rétti starfsfólks með samningnum. Þvert á móti eru dagvinnulaun að hækka meira en Efling náði fram í Stöðugleikasamningnum.“ Stéttarfélög Veitingastaðir Vinnumarkaður Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Sjá meira
Stéttarfélagið Efling sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem varað er við félaginu Virðingu, sem sagt er „gervistéttarfélag“. Félagið sé raunar svikamylla, rekin af atvinnurekendum í því skyni að skerða laun og réttindi starfsfólks. Félagið hafi staðfesta vitneskju um að starfsfólki hafi verið sagt af atvinnurekanda að það eigi að starfa undir kjarasamningi Virðingar við atvinnurekendafélagið SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði. Tilgangurinn sé að fá starfsfólk til að samþykkja lægri laun og verri kjör. Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri SVEIT, baðst undan viðtali þegar fréttastofa leitaði viðbragða í dag en hefur nú gefið frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Hafi reynt að semja við Eflingu frá stofnun „Í ljósi málflutnings Eflingar í fjölmiðlum er vert að taka fram að allt frá stofnun SVEIT hafa samtökin, sem eru stærstu hagsmunasamtök fyrirtækja á veitingamarkaði, haft það markmið að gera kjarasamning við Eflingu. Meðal annars farið svo langt að leita til félagsdóms. Ítrekað hefur óskum SVEIT um kjaraviðræður verið hafnað. Ef vilji Eflingar er sá að eiga samningaviðræður standa dyr SVEIT sannarlega opnar,“ segir í yfirlýsingunni. SVEIT kjósi eftir sem áður að taka ekki þátt í þeirri neikvæðu orðræðu og átökum sem hafi einkennt málflutning Eflingar undanfarin ár í garð veitingareksturs á Íslandi. Félagafrelsi sé grundvallarréttur á íslenskum vinnumarkaði og réttur SVEIT til að ganga til samninga við þann aðila sem félagið kýs sé skýr. Stjórn SVEIT og Virðing stéttarfélag hafi skrifað undir kjarasamning vegna starfa í veitingageiranum. Samningurinn hafi tekið gildi 1. nóvember 2024 og gildi til 1. nóvember 2028. Nauðsynleg skref SVEIT og Virðing séu sammála um að greinin í heild taki með nýjum kjarasamningi nauðsynlegt skref í átt að stöðugleika og bættri samkeppnishæfni, jafnt fyrir fyrirtæki og starfsmenn. Með samningnum hækki grunnlaun í veitingarekstri um þrjú prósent ofan á grunntaxta Stöðugleikasamningsins. Fyrir liggi mörg dæmi um samskonar grundvallarbreytingar og samningur SVEIT og Virðingar kveður á um. Þau séu meðal annars að finna í fyrirtækjaþætti Stöðugleikasamningsins og nýs kjarasamnings faglærðra í greininni. „Kjarasamningur sem byggir á eðli veitingareksturs hefur verið eitt helsta markmið SVEIT frá stofnun samtakanna. Það er því ánægjulegt að slíkur samningur sé í höfn. Fyrir liggur að SVEIT hefur gert löglegan kjarasamning við skráð stéttarfélag og hafnar alfarið þeim ásökunum um að verið sé að brjóta á lögbundnum rétti starfsfólks með samningnum. Þvert á móti eru dagvinnulaun að hækka meira en Efling náði fram í Stöðugleikasamningnum.“
Stéttarfélög Veitingastaðir Vinnumarkaður Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Sjá meira