Taka ekki þátt í orðræðu og átökum Eflingar Árni Sæberg skrifar 5. desember 2024 16:10 Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri SVEIT. Aðsend SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hafa ákveðið að taka ekki þátt í „þeirri neikvæðu orðræðu og átökum sem hafa einkennt málflutning Eflingar undanfarin ár í garð veitingareksturs á Íslandi.“ Samtökin hafi ítrekað reynt að semja við Eflingu en hafi nú samið við stéttarfélagið Virðingu til fjögurra ára. Stéttarfélagið Efling sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem varað er við félaginu Virðingu, sem sagt er „gervistéttarfélag“. Félagið sé raunar svikamylla, rekin af atvinnurekendum í því skyni að skerða laun og réttindi starfsfólks. Félagið hafi staðfesta vitneskju um að starfsfólki hafi verið sagt af atvinnurekanda að það eigi að starfa undir kjarasamningi Virðingar við atvinnurekendafélagið SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði. Tilgangurinn sé að fá starfsfólk til að samþykkja lægri laun og verri kjör. Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri SVEIT, baðst undan viðtali þegar fréttastofa leitaði viðbragða í dag en hefur nú gefið frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Hafi reynt að semja við Eflingu frá stofnun „Í ljósi málflutnings Eflingar í fjölmiðlum er vert að taka fram að allt frá stofnun SVEIT hafa samtökin, sem eru stærstu hagsmunasamtök fyrirtækja á veitingamarkaði, haft það markmið að gera kjarasamning við Eflingu. Meðal annars farið svo langt að leita til félagsdóms. Ítrekað hefur óskum SVEIT um kjaraviðræður verið hafnað. Ef vilji Eflingar er sá að eiga samningaviðræður standa dyr SVEIT sannarlega opnar,“ segir í yfirlýsingunni. SVEIT kjósi eftir sem áður að taka ekki þátt í þeirri neikvæðu orðræðu og átökum sem hafi einkennt málflutning Eflingar undanfarin ár í garð veitingareksturs á Íslandi. Félagafrelsi sé grundvallarréttur á íslenskum vinnumarkaði og réttur SVEIT til að ganga til samninga við þann aðila sem félagið kýs sé skýr. Stjórn SVEIT og Virðing stéttarfélag hafi skrifað undir kjarasamning vegna starfa í veitingageiranum. Samningurinn hafi tekið gildi 1. nóvember 2024 og gildi til 1. nóvember 2028. Nauðsynleg skref SVEIT og Virðing séu sammála um að greinin í heild taki með nýjum kjarasamningi nauðsynlegt skref í átt að stöðugleika og bættri samkeppnishæfni, jafnt fyrir fyrirtæki og starfsmenn. Með samningnum hækki grunnlaun í veitingarekstri um þrjú prósent ofan á grunntaxta Stöðugleikasamningsins. Fyrir liggi mörg dæmi um samskonar grundvallarbreytingar og samningur SVEIT og Virðingar kveður á um. Þau séu meðal annars að finna í fyrirtækjaþætti Stöðugleikasamningsins og nýs kjarasamnings faglærðra í greininni. „Kjarasamningur sem byggir á eðli veitingareksturs hefur verið eitt helsta markmið SVEIT frá stofnun samtakanna. Það er því ánægjulegt að slíkur samningur sé í höfn. Fyrir liggur að SVEIT hefur gert löglegan kjarasamning við skráð stéttarfélag og hafnar alfarið þeim ásökunum um að verið sé að brjóta á lögbundnum rétti starfsfólks með samningnum. Þvert á móti eru dagvinnulaun að hækka meira en Efling náði fram í Stöðugleikasamningnum.“ Stéttarfélög Veitingastaðir Vinnumarkaður Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fleiri fréttir Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Sjá meira
Stéttarfélagið Efling sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem varað er við félaginu Virðingu, sem sagt er „gervistéttarfélag“. Félagið sé raunar svikamylla, rekin af atvinnurekendum í því skyni að skerða laun og réttindi starfsfólks. Félagið hafi staðfesta vitneskju um að starfsfólki hafi verið sagt af atvinnurekanda að það eigi að starfa undir kjarasamningi Virðingar við atvinnurekendafélagið SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði. Tilgangurinn sé að fá starfsfólk til að samþykkja lægri laun og verri kjör. Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri SVEIT, baðst undan viðtali þegar fréttastofa leitaði viðbragða í dag en hefur nú gefið frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Hafi reynt að semja við Eflingu frá stofnun „Í ljósi málflutnings Eflingar í fjölmiðlum er vert að taka fram að allt frá stofnun SVEIT hafa samtökin, sem eru stærstu hagsmunasamtök fyrirtækja á veitingamarkaði, haft það markmið að gera kjarasamning við Eflingu. Meðal annars farið svo langt að leita til félagsdóms. Ítrekað hefur óskum SVEIT um kjaraviðræður verið hafnað. Ef vilji Eflingar er sá að eiga samningaviðræður standa dyr SVEIT sannarlega opnar,“ segir í yfirlýsingunni. SVEIT kjósi eftir sem áður að taka ekki þátt í þeirri neikvæðu orðræðu og átökum sem hafi einkennt málflutning Eflingar undanfarin ár í garð veitingareksturs á Íslandi. Félagafrelsi sé grundvallarréttur á íslenskum vinnumarkaði og réttur SVEIT til að ganga til samninga við þann aðila sem félagið kýs sé skýr. Stjórn SVEIT og Virðing stéttarfélag hafi skrifað undir kjarasamning vegna starfa í veitingageiranum. Samningurinn hafi tekið gildi 1. nóvember 2024 og gildi til 1. nóvember 2028. Nauðsynleg skref SVEIT og Virðing séu sammála um að greinin í heild taki með nýjum kjarasamningi nauðsynlegt skref í átt að stöðugleika og bættri samkeppnishæfni, jafnt fyrir fyrirtæki og starfsmenn. Með samningnum hækki grunnlaun í veitingarekstri um þrjú prósent ofan á grunntaxta Stöðugleikasamningsins. Fyrir liggi mörg dæmi um samskonar grundvallarbreytingar og samningur SVEIT og Virðingar kveður á um. Þau séu meðal annars að finna í fyrirtækjaþætti Stöðugleikasamningsins og nýs kjarasamnings faglærðra í greininni. „Kjarasamningur sem byggir á eðli veitingareksturs hefur verið eitt helsta markmið SVEIT frá stofnun samtakanna. Það er því ánægjulegt að slíkur samningur sé í höfn. Fyrir liggur að SVEIT hefur gert löglegan kjarasamning við skráð stéttarfélag og hafnar alfarið þeim ásökunum um að verið sé að brjóta á lögbundnum rétti starfsfólks með samningnum. Þvert á móti eru dagvinnulaun að hækka meira en Efling náði fram í Stöðugleikasamningnum.“
Stéttarfélög Veitingastaðir Vinnumarkaður Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fleiri fréttir Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Sjá meira