Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2024 10:30 Frá vinstri: Stefán Rafn Stefánsson, framkvæmdastjóri Cubus, Reynir Ingi Árnason, framkvæmdastjóri Expectus, Ragnar Þórir Guðgeirsson, stjórnarformaður Expectus og Andri Páll Heiðberg, stjórnarformaður og ráðgjafi hjá Cubus. Expectus hefur gengið frá kaupum á viðskiptageindarhluta Cubus. Bæði félög hafa unnið með lausnir á sviði viðskiptagreindar, áætlanagerðar, greininga og skýrslugerðar undanfarin ár. Með kaupunum er gert ráð fyrir að þrír starfsmenn Cubus á þessu sviði bætist við hóp Expectus. Einnig fylgja kaupunum hugbúnaðarlausnir sem Cubus hefur þróað eða verið endurseljandi að á Íslandi. „Bæði félög verða enn sterkari og geta veitt enn betri þjónustu til sinna viðskiptavina,“ segir Reynir Ingi Árnason, framkvæmdastjóri Expectus. Expectus sé að kaupa eina af þremur einingum Cubus. Stefán Rafn Stefánsson verður áfram framkvæmdastjóri Cubus en Andri Páll Heiðberg stjórnarformaður færir sig yfir til Expectus. „Það er ánægjulegt að fá Andra Pál og félaga til liðs við okkur,“ segir Reynir Ingi. Viðskiptin feli ekki í sér neinar uppsagnir starfsfólks, hvorki hjá Expectus eða Cubus. „Það styrkir teymið okkar að fá reynslumikla sérfræðinga á þessu sviði sem hafa þjónustað fjölbreyttar greinar atvinnulífsins og víkka um leið vöruframboð okkar.“ „Fyrir okkar hóp er frábært að koma inn í stærra fyrirtæki á þessu sviði eins og Expectus. Með því sjáum við fram á að geta enn betur þjónustað góðan hóp viðskiptavina enda er Expectus með um 20 einstaklinga sem sinna viðskiptagreind og tengdum lausnum,“ segir Andri Páll Heiðberg, sem leitt hefur hópinn innan Cubus. Í tilkynningu segir að Expectus sé ráðgjafarfyrirtæki sem styðji við íslensk fyrirtæki og stofnanir sem vilja ná auknum árangri í rekstri með gagnadrifnum ákvörðunum. „Það aðstoðar rekstraraðila við að móta skýra stefnu og koma henni í framkvæmd með því að finna bestu lausnir hvaðanæva að, aðlaga að aðstæðum og gera enn betri. Fyrirtækið er leiðandi hér á landi í ráðgjöf varðandi gagnagreiningar og uppsetningu stjórnendamælaborða og eru viðskiptavinir á því sviði yfir 200 hér á landi. Expectus ráðgjöf er einnig með öfluga rekstrar- og stjórnendaráðgjöf við fyrirtæki og stofnanir,“ segir í tilkynningunni frá Expectus. Kaupverðið er ekki gefið upp í tilkynningunni en samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða viðskipti upp á þó nokkra tugi milljóna króna. Kaup og sala fyrirtækja Tækni Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
„Bæði félög verða enn sterkari og geta veitt enn betri þjónustu til sinna viðskiptavina,“ segir Reynir Ingi Árnason, framkvæmdastjóri Expectus. Expectus sé að kaupa eina af þremur einingum Cubus. Stefán Rafn Stefánsson verður áfram framkvæmdastjóri Cubus en Andri Páll Heiðberg stjórnarformaður færir sig yfir til Expectus. „Það er ánægjulegt að fá Andra Pál og félaga til liðs við okkur,“ segir Reynir Ingi. Viðskiptin feli ekki í sér neinar uppsagnir starfsfólks, hvorki hjá Expectus eða Cubus. „Það styrkir teymið okkar að fá reynslumikla sérfræðinga á þessu sviði sem hafa þjónustað fjölbreyttar greinar atvinnulífsins og víkka um leið vöruframboð okkar.“ „Fyrir okkar hóp er frábært að koma inn í stærra fyrirtæki á þessu sviði eins og Expectus. Með því sjáum við fram á að geta enn betur þjónustað góðan hóp viðskiptavina enda er Expectus með um 20 einstaklinga sem sinna viðskiptagreind og tengdum lausnum,“ segir Andri Páll Heiðberg, sem leitt hefur hópinn innan Cubus. Í tilkynningu segir að Expectus sé ráðgjafarfyrirtæki sem styðji við íslensk fyrirtæki og stofnanir sem vilja ná auknum árangri í rekstri með gagnadrifnum ákvörðunum. „Það aðstoðar rekstraraðila við að móta skýra stefnu og koma henni í framkvæmd með því að finna bestu lausnir hvaðanæva að, aðlaga að aðstæðum og gera enn betri. Fyrirtækið er leiðandi hér á landi í ráðgjöf varðandi gagnagreiningar og uppsetningu stjórnendamælaborða og eru viðskiptavinir á því sviði yfir 200 hér á landi. Expectus ráðgjöf er einnig með öfluga rekstrar- og stjórnendaráðgjöf við fyrirtæki og stofnanir,“ segir í tilkynningunni frá Expectus. Kaupverðið er ekki gefið upp í tilkynningunni en samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða viðskipti upp á þó nokkra tugi milljóna króna.
Kaup og sala fyrirtækja Tækni Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira