„Ég hef átt ákveðin samtöl“ Árni Sæberg skrifar 6. desember 2024 11:25 Bjarni bíður átekta hvað varðar stjórnarmyndunarviðræður. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist hafa rætt við formenn annarra flokka á Alþingi varðandi möguleg stjórnarmynstur. Nú séu formenn þriggja annarra flokka að ræða saman og ekki sé gott að segja til um það hvernig úr þeim viðræðum spilast. Líkt og alþjóð veit eru formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins að funda nokkuð stíft um myndun Valkyrjustjórnarinnar svokölluðu. Á meðan sú stjórn, eða önnur eftir atvikum, hefur ekki verið mynduð situr ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sem fastast sem starfsstjórn. Sú stjórn kom saman til fundar í morgun og Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður tók Bjarna tali að fundi loknum. Öll mynstur kalla á aðkomu Valkyrjanna Bjarni segir að hann hafi rætt við formenn annarra flokka frá því að kosið var fyrir tæpri viku. Nú séu þrír flokkar að vinna að því að mynda meirihluta á þinginu og honum sé ekki kunnugt um að aðrar meirihlutaviðræður séu í gangi, enda myndi það kalla á aðkomu einhverra af þessum þremur flokkum. „En ég hef sagt það áður að ég teldi farsælast fyrir þjóðina að hér kæmist á ný borgaraleg ríkisstjórn sem myndi leggja áherslu á lágmarksríkisafskipti, halda álögum í hófi á landsmenn. Ríkisstjórn sem myndi leggja áherslu á að rækta EES -samstarfið, ekki stefna að inngöngu í Evrópusambandið. En við sjáum mikinn áhuga hjá þeim flokkum sem núna sitja saman á að ræða um aðra hluti og hvernig úr þessu spilast er ekki gott að segja.“ Úttalar sig ekki Bjarni segir að hann hafi þegar tjáð sig opinberlega um það að hann hafi átt samtöl um myndun áðurnefndar borgaralegrar ríkisstjórnar en hann muni ekki rekja þau í smáatriðum. Gera má ráð fyrir því að þau samtöl hafi verið við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar. Sigurður Ingi útilokar að taka þátt í ríkisstjórn Rætt var við Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins, að loknum ríkisstjórnarfundi. Hann leiðir fimm manna þingflokk og gæti því hugsanlega haft áhrif á myndun næstu ríkisstjórnar. Hann segir aftur á móti að Framsókn muni ekki taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfi. „Kosningarnar voru mjög skýrar. Það er ákall um breytingar og að þessi þrír flokkar axli þá ábyrgð. Kosningarnar enduðu þannig að við í Framsókn séum í stjórnarandstöðu.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira
Líkt og alþjóð veit eru formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins að funda nokkuð stíft um myndun Valkyrjustjórnarinnar svokölluðu. Á meðan sú stjórn, eða önnur eftir atvikum, hefur ekki verið mynduð situr ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sem fastast sem starfsstjórn. Sú stjórn kom saman til fundar í morgun og Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður tók Bjarna tali að fundi loknum. Öll mynstur kalla á aðkomu Valkyrjanna Bjarni segir að hann hafi rætt við formenn annarra flokka frá því að kosið var fyrir tæpri viku. Nú séu þrír flokkar að vinna að því að mynda meirihluta á þinginu og honum sé ekki kunnugt um að aðrar meirihlutaviðræður séu í gangi, enda myndi það kalla á aðkomu einhverra af þessum þremur flokkum. „En ég hef sagt það áður að ég teldi farsælast fyrir þjóðina að hér kæmist á ný borgaraleg ríkisstjórn sem myndi leggja áherslu á lágmarksríkisafskipti, halda álögum í hófi á landsmenn. Ríkisstjórn sem myndi leggja áherslu á að rækta EES -samstarfið, ekki stefna að inngöngu í Evrópusambandið. En við sjáum mikinn áhuga hjá þeim flokkum sem núna sitja saman á að ræða um aðra hluti og hvernig úr þessu spilast er ekki gott að segja.“ Úttalar sig ekki Bjarni segir að hann hafi þegar tjáð sig opinberlega um það að hann hafi átt samtöl um myndun áðurnefndar borgaralegrar ríkisstjórnar en hann muni ekki rekja þau í smáatriðum. Gera má ráð fyrir því að þau samtöl hafi verið við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar. Sigurður Ingi útilokar að taka þátt í ríkisstjórn Rætt var við Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins, að loknum ríkisstjórnarfundi. Hann leiðir fimm manna þingflokk og gæti því hugsanlega haft áhrif á myndun næstu ríkisstjórnar. Hann segir aftur á móti að Framsókn muni ekki taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfi. „Kosningarnar voru mjög skýrar. Það er ákall um breytingar og að þessi þrír flokkar axli þá ábyrgð. Kosningarnar enduðu þannig að við í Framsókn séum í stjórnarandstöðu.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira