Hæstu raunvextir síðan í hruninu Stefán Ólafsson skrifar 6. desember 2024 13:01 Verkalýðshreyfingin gerði kjarasamninga sl. vor sem höfðu það markmið að ná fram þjóðarátaki til lækkunar verðbólgu og vaxta, með hóflegum launahækkunum til fjögurra ára. Það var framlag launafólks til stöðugleikans. Verðbólgan hefur lækkað þokkalega en raunvextir flestra íbúðarlána eru enn að hækka þrátt fyrir smá lækkun stýrivaxta Seðlabankans. Raunvextir eru nafnvextir að frádreginni verðbólgu. Myndin sýnir þróun meðaltals raunvaxta frá janúar 2009 til ágústs 2024, samkvæmt gögnum Seðlabankans. Á sama tíma og verðbólgan hefur lækkað úr um 10% niður í 4,8% þá hafa raunvextir stórlega hækkað og eru sem sagt í methæðum, þrátt fyrir að Seðlabankinn hafi nú tekið tvö hænuskref til lækkunar stýrivaxta (nafnvaxta). Raunvextir voru heldur hærri í rústum hrunsins í byrjun ársins 2009 (6-7%), en voru svo komnir niður í 4% strax í ágúst sama ár og lækkuðu hratt áfram til 2011. Samhliða því að bankarnir hafa hækkað verðtryggða raunvexti þá hafa þeir lækkað nafnvexti – en þó minna en nemur lækkun verðbólgu, sem líka skilar hækkun raunvaxta. Greiningardeildir bankanna spá nú háum raunvöxtur áfram, langt frameftir næsta ári. Það hljómar vel í bönkunum, enda skila vaxtatekjur bankanna stærstum hluta tekna þeirra. Stjórnendur bankanna fá síðan kaupauka vegna mikils hagnaðar bankanna. Frá því í ágúst á þessu ári hafa raunvextir reyndar hækkað enn meira en myndin sýnir. Íslandsbanki og Arion banki bjóða nú t.d. verðtryggð íbúðalán á um 5% raunvöxtum. Almennilegt húsnæðislánakerfi ætti ekki að vera með meira en 1,5 – 2,5% raunvexti á langtímalánum með tryggum veðum. Við erum sem sagt að skríða í um 5%. Það fólk sem hefur verið á föstum vöxtum síðan 2020-2021er flest að færast á mun hærri vexti. Hátt í 60% skuldugra heimila eru nú með verðtryggð lán og þau eru flest að fá á sig hækkun raunvaxta, með hærri greiðslubyrði. Lækkun verðbólgunnar bætir þó eignamyndunina hjá þeim. Þetta er framlag fjármálakerfisins til þjóðarátaksins um lækkun verðbólgu og vaxta! Mér datt í hug að þið vilduð vita af þessu... Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar hjá Eflingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Ólafsson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Sjá meira
Verkalýðshreyfingin gerði kjarasamninga sl. vor sem höfðu það markmið að ná fram þjóðarátaki til lækkunar verðbólgu og vaxta, með hóflegum launahækkunum til fjögurra ára. Það var framlag launafólks til stöðugleikans. Verðbólgan hefur lækkað þokkalega en raunvextir flestra íbúðarlána eru enn að hækka þrátt fyrir smá lækkun stýrivaxta Seðlabankans. Raunvextir eru nafnvextir að frádreginni verðbólgu. Myndin sýnir þróun meðaltals raunvaxta frá janúar 2009 til ágústs 2024, samkvæmt gögnum Seðlabankans. Á sama tíma og verðbólgan hefur lækkað úr um 10% niður í 4,8% þá hafa raunvextir stórlega hækkað og eru sem sagt í methæðum, þrátt fyrir að Seðlabankinn hafi nú tekið tvö hænuskref til lækkunar stýrivaxta (nafnvaxta). Raunvextir voru heldur hærri í rústum hrunsins í byrjun ársins 2009 (6-7%), en voru svo komnir niður í 4% strax í ágúst sama ár og lækkuðu hratt áfram til 2011. Samhliða því að bankarnir hafa hækkað verðtryggða raunvexti þá hafa þeir lækkað nafnvexti – en þó minna en nemur lækkun verðbólgu, sem líka skilar hækkun raunvaxta. Greiningardeildir bankanna spá nú háum raunvöxtur áfram, langt frameftir næsta ári. Það hljómar vel í bönkunum, enda skila vaxtatekjur bankanna stærstum hluta tekna þeirra. Stjórnendur bankanna fá síðan kaupauka vegna mikils hagnaðar bankanna. Frá því í ágúst á þessu ári hafa raunvextir reyndar hækkað enn meira en myndin sýnir. Íslandsbanki og Arion banki bjóða nú t.d. verðtryggð íbúðalán á um 5% raunvöxtum. Almennilegt húsnæðislánakerfi ætti ekki að vera með meira en 1,5 – 2,5% raunvexti á langtímalánum með tryggum veðum. Við erum sem sagt að skríða í um 5%. Það fólk sem hefur verið á föstum vöxtum síðan 2020-2021er flest að færast á mun hærri vexti. Hátt í 60% skuldugra heimila eru nú með verðtryggð lán og þau eru flest að fá á sig hækkun raunvaxta, með hærri greiðslubyrði. Lækkun verðbólgunnar bætir þó eignamyndunina hjá þeim. Þetta er framlag fjármálakerfisins til þjóðarátaksins um lækkun verðbólgu og vaxta! Mér datt í hug að þið vilduð vita af þessu... Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar hjá Eflingu.
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar