Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið Lovísa Arnardóttir skrifar 6. desember 2024 14:52 Calin Georgescu fór með sigur af hólmi í kosningunum. Georgescu er öfgahægrisinnaður, styður Rússland og Nató-efasemdarmaður Vísir/EPA Stjórnarskrárdómstóll Rúmeníu hefur ógilt niðurstöður fyrri umferðar forsetakosninganna nokkrum dögum áður en seinni umferðin átti að fara fram. Vegna ógildingarinnar þarf að hefja ferlið að nýju og velja nýjan dag fyrir kosningu fyrri umferðar. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að gera það. Nokkuð óvænt niðurstaða var í fyrri umferð þar sem þjóðernissinninn Calin Georgescu bar sigur af hólmi. Georgescu er öfgahægrisinnaður, styður Rússland og er NATÓ-efasemdarmaður. Í frétt BBC segir að hann hafi í gegnum tíðina lofsungið forseta Rússlands, Vladimír Pútín. Ákvörðun dómstólsins kom í kjölfar þess að trúnaðargögn leyniþjónustunnar voru gerð opinber. Í þeim var gefið í skyn að Georgescu hefði grætt á aðgerð sem hefði snúið að því að snúa almenningsáliti og þannig hafa áhrif á kosninguna. Þá kom einnig fram að aðgerðinni hefði verið stýrt erlendis. Ciolacu hefur sagt ákvörðun dómstólsins þá einu réttu. Fram kemur í umfjöllun BBC að dómarar dómstólsins hafi hist í morgun, föstudag, þrátt fyrir að hafa tilkynnt í gær að þeir myndu ekki ræða þessar nýju upplýsingar varðandi möguleg utanaðkomandi áhrif á kosningarnar fyrr en það kæmi að annarri umferð kosninganna. Samkvæmt rúmenskum lögum á að halda kosningu tveimur sunnudögum eftir ógildingu sem hefði þá verið 22. desember. Dómstóllinn hefur hins vegar beðið stjórnvöld að endurtaka allt kosningaferlið, þar á meðal kosningaherferðina. Forgangur á TikTok Dómstóllinn óskaði eftir endurtalningu í síðustu viku eftir ásakanir um það færslur Calin Georgescu á samfélagsmiðlinum Tiktok hefðu notið einhvers konar forgangs í aðdraganda kosninganna og þannig fleiri séð þær en færslur annarra frambjóðenda. Georgescu háði sína kosningabaráttu að mestu á Tiktok. Miðillinn hefur sagt það alrangt að reikningur hans hafi fengið einhverja aðra meðferð en aðrir reikningar miðilsins. Elena Lasconi var í öðru sæti í kosningunum og átti því að mæta Georgescu í seinni umferðinni.Vísir/EPA Georgescu fékk 23 prósent atkvæða, Elena Lasconi, fékk 19 prósent í öðru sæti og forsætisráðherrann, Marcel Ciolacu var í þriðja sæti. Stjórnarskrárdómstóllinn vísaði á sama tíma frá kröfu tveggja frambjóðenda um að Georgescu um að afla fjár fyrir kosningabaráttuna með ólöglegum hætti. Hann hefur sjálfur neitað því að vera „Moskvumaður“ og segir pólitískar stofnanir ekki ráða við sigur hans og séu þannig að reyna að koma í veg fyrir hann. Rúmenía Evrópusambandið NATO Samfélagsmiðlar Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Nokkuð óvænt niðurstaða var í fyrri umferð þar sem þjóðernissinninn Calin Georgescu bar sigur af hólmi. Georgescu er öfgahægrisinnaður, styður Rússland og er NATÓ-efasemdarmaður. Í frétt BBC segir að hann hafi í gegnum tíðina lofsungið forseta Rússlands, Vladimír Pútín. Ákvörðun dómstólsins kom í kjölfar þess að trúnaðargögn leyniþjónustunnar voru gerð opinber. Í þeim var gefið í skyn að Georgescu hefði grætt á aðgerð sem hefði snúið að því að snúa almenningsáliti og þannig hafa áhrif á kosninguna. Þá kom einnig fram að aðgerðinni hefði verið stýrt erlendis. Ciolacu hefur sagt ákvörðun dómstólsins þá einu réttu. Fram kemur í umfjöllun BBC að dómarar dómstólsins hafi hist í morgun, föstudag, þrátt fyrir að hafa tilkynnt í gær að þeir myndu ekki ræða þessar nýju upplýsingar varðandi möguleg utanaðkomandi áhrif á kosningarnar fyrr en það kæmi að annarri umferð kosninganna. Samkvæmt rúmenskum lögum á að halda kosningu tveimur sunnudögum eftir ógildingu sem hefði þá verið 22. desember. Dómstóllinn hefur hins vegar beðið stjórnvöld að endurtaka allt kosningaferlið, þar á meðal kosningaherferðina. Forgangur á TikTok Dómstóllinn óskaði eftir endurtalningu í síðustu viku eftir ásakanir um það færslur Calin Georgescu á samfélagsmiðlinum Tiktok hefðu notið einhvers konar forgangs í aðdraganda kosninganna og þannig fleiri séð þær en færslur annarra frambjóðenda. Georgescu háði sína kosningabaráttu að mestu á Tiktok. Miðillinn hefur sagt það alrangt að reikningur hans hafi fengið einhverja aðra meðferð en aðrir reikningar miðilsins. Elena Lasconi var í öðru sæti í kosningunum og átti því að mæta Georgescu í seinni umferðinni.Vísir/EPA Georgescu fékk 23 prósent atkvæða, Elena Lasconi, fékk 19 prósent í öðru sæti og forsætisráðherrann, Marcel Ciolacu var í þriðja sæti. Stjórnarskrárdómstóllinn vísaði á sama tíma frá kröfu tveggja frambjóðenda um að Georgescu um að afla fjár fyrir kosningabaráttuna með ólöglegum hætti. Hann hefur sjálfur neitað því að vera „Moskvumaður“ og segir pólitískar stofnanir ekki ráða við sigur hans og séu þannig að reyna að koma í veg fyrir hann.
Rúmenía Evrópusambandið NATO Samfélagsmiðlar Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira