Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið Lovísa Arnardóttir skrifar 6. desember 2024 14:52 Calin Georgescu fór með sigur af hólmi í kosningunum. Georgescu er öfgahægrisinnaður, styður Rússland og Nató-efasemdarmaður Vísir/EPA Stjórnarskrárdómstóll Rúmeníu hefur ógilt niðurstöður fyrri umferðar forsetakosninganna nokkrum dögum áður en seinni umferðin átti að fara fram. Vegna ógildingarinnar þarf að hefja ferlið að nýju og velja nýjan dag fyrir kosningu fyrri umferðar. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að gera það. Nokkuð óvænt niðurstaða var í fyrri umferð þar sem þjóðernissinninn Calin Georgescu bar sigur af hólmi. Georgescu er öfgahægrisinnaður, styður Rússland og er NATÓ-efasemdarmaður. Í frétt BBC segir að hann hafi í gegnum tíðina lofsungið forseta Rússlands, Vladimír Pútín. Ákvörðun dómstólsins kom í kjölfar þess að trúnaðargögn leyniþjónustunnar voru gerð opinber. Í þeim var gefið í skyn að Georgescu hefði grætt á aðgerð sem hefði snúið að því að snúa almenningsáliti og þannig hafa áhrif á kosninguna. Þá kom einnig fram að aðgerðinni hefði verið stýrt erlendis. Ciolacu hefur sagt ákvörðun dómstólsins þá einu réttu. Fram kemur í umfjöllun BBC að dómarar dómstólsins hafi hist í morgun, föstudag, þrátt fyrir að hafa tilkynnt í gær að þeir myndu ekki ræða þessar nýju upplýsingar varðandi möguleg utanaðkomandi áhrif á kosningarnar fyrr en það kæmi að annarri umferð kosninganna. Samkvæmt rúmenskum lögum á að halda kosningu tveimur sunnudögum eftir ógildingu sem hefði þá verið 22. desember. Dómstóllinn hefur hins vegar beðið stjórnvöld að endurtaka allt kosningaferlið, þar á meðal kosningaherferðina. Forgangur á TikTok Dómstóllinn óskaði eftir endurtalningu í síðustu viku eftir ásakanir um það færslur Calin Georgescu á samfélagsmiðlinum Tiktok hefðu notið einhvers konar forgangs í aðdraganda kosninganna og þannig fleiri séð þær en færslur annarra frambjóðenda. Georgescu háði sína kosningabaráttu að mestu á Tiktok. Miðillinn hefur sagt það alrangt að reikningur hans hafi fengið einhverja aðra meðferð en aðrir reikningar miðilsins. Elena Lasconi var í öðru sæti í kosningunum og átti því að mæta Georgescu í seinni umferðinni.Vísir/EPA Georgescu fékk 23 prósent atkvæða, Elena Lasconi, fékk 19 prósent í öðru sæti og forsætisráðherrann, Marcel Ciolacu var í þriðja sæti. Stjórnarskrárdómstóllinn vísaði á sama tíma frá kröfu tveggja frambjóðenda um að Georgescu um að afla fjár fyrir kosningabaráttuna með ólöglegum hætti. Hann hefur sjálfur neitað því að vera „Moskvumaður“ og segir pólitískar stofnanir ekki ráða við sigur hans og séu þannig að reyna að koma í veg fyrir hann. Rúmenía Evrópusambandið NATO Samfélagsmiðlar Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Fleiri fréttir Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Sjá meira
Nokkuð óvænt niðurstaða var í fyrri umferð þar sem þjóðernissinninn Calin Georgescu bar sigur af hólmi. Georgescu er öfgahægrisinnaður, styður Rússland og er NATÓ-efasemdarmaður. Í frétt BBC segir að hann hafi í gegnum tíðina lofsungið forseta Rússlands, Vladimír Pútín. Ákvörðun dómstólsins kom í kjölfar þess að trúnaðargögn leyniþjónustunnar voru gerð opinber. Í þeim var gefið í skyn að Georgescu hefði grætt á aðgerð sem hefði snúið að því að snúa almenningsáliti og þannig hafa áhrif á kosninguna. Þá kom einnig fram að aðgerðinni hefði verið stýrt erlendis. Ciolacu hefur sagt ákvörðun dómstólsins þá einu réttu. Fram kemur í umfjöllun BBC að dómarar dómstólsins hafi hist í morgun, föstudag, þrátt fyrir að hafa tilkynnt í gær að þeir myndu ekki ræða þessar nýju upplýsingar varðandi möguleg utanaðkomandi áhrif á kosningarnar fyrr en það kæmi að annarri umferð kosninganna. Samkvæmt rúmenskum lögum á að halda kosningu tveimur sunnudögum eftir ógildingu sem hefði þá verið 22. desember. Dómstóllinn hefur hins vegar beðið stjórnvöld að endurtaka allt kosningaferlið, þar á meðal kosningaherferðina. Forgangur á TikTok Dómstóllinn óskaði eftir endurtalningu í síðustu viku eftir ásakanir um það færslur Calin Georgescu á samfélagsmiðlinum Tiktok hefðu notið einhvers konar forgangs í aðdraganda kosninganna og þannig fleiri séð þær en færslur annarra frambjóðenda. Georgescu háði sína kosningabaráttu að mestu á Tiktok. Miðillinn hefur sagt það alrangt að reikningur hans hafi fengið einhverja aðra meðferð en aðrir reikningar miðilsins. Elena Lasconi var í öðru sæti í kosningunum og átti því að mæta Georgescu í seinni umferðinni.Vísir/EPA Georgescu fékk 23 prósent atkvæða, Elena Lasconi, fékk 19 prósent í öðru sæti og forsætisráðherrann, Marcel Ciolacu var í þriðja sæti. Stjórnarskrárdómstóllinn vísaði á sama tíma frá kröfu tveggja frambjóðenda um að Georgescu um að afla fjár fyrir kosningabaráttuna með ólöglegum hætti. Hann hefur sjálfur neitað því að vera „Moskvumaður“ og segir pólitískar stofnanir ekki ráða við sigur hans og séu þannig að reyna að koma í veg fyrir hann.
Rúmenía Evrópusambandið NATO Samfélagsmiðlar Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Fleiri fréttir Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Sjá meira