Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið Lovísa Arnardóttir skrifar 6. desember 2024 14:52 Calin Georgescu fór með sigur af hólmi í kosningunum. Georgescu er öfgahægrisinnaður, styður Rússland og Nató-efasemdarmaður Vísir/EPA Stjórnarskrárdómstóll Rúmeníu hefur ógilt niðurstöður fyrri umferðar forsetakosninganna nokkrum dögum áður en seinni umferðin átti að fara fram. Vegna ógildingarinnar þarf að hefja ferlið að nýju og velja nýjan dag fyrir kosningu fyrri umferðar. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að gera það. Nokkuð óvænt niðurstaða var í fyrri umferð þar sem þjóðernissinninn Calin Georgescu bar sigur af hólmi. Georgescu er öfgahægrisinnaður, styður Rússland og er NATÓ-efasemdarmaður. Í frétt BBC segir að hann hafi í gegnum tíðina lofsungið forseta Rússlands, Vladimír Pútín. Ákvörðun dómstólsins kom í kjölfar þess að trúnaðargögn leyniþjónustunnar voru gerð opinber. Í þeim var gefið í skyn að Georgescu hefði grætt á aðgerð sem hefði snúið að því að snúa almenningsáliti og þannig hafa áhrif á kosninguna. Þá kom einnig fram að aðgerðinni hefði verið stýrt erlendis. Ciolacu hefur sagt ákvörðun dómstólsins þá einu réttu. Fram kemur í umfjöllun BBC að dómarar dómstólsins hafi hist í morgun, föstudag, þrátt fyrir að hafa tilkynnt í gær að þeir myndu ekki ræða þessar nýju upplýsingar varðandi möguleg utanaðkomandi áhrif á kosningarnar fyrr en það kæmi að annarri umferð kosninganna. Samkvæmt rúmenskum lögum á að halda kosningu tveimur sunnudögum eftir ógildingu sem hefði þá verið 22. desember. Dómstóllinn hefur hins vegar beðið stjórnvöld að endurtaka allt kosningaferlið, þar á meðal kosningaherferðina. Forgangur á TikTok Dómstóllinn óskaði eftir endurtalningu í síðustu viku eftir ásakanir um það færslur Calin Georgescu á samfélagsmiðlinum Tiktok hefðu notið einhvers konar forgangs í aðdraganda kosninganna og þannig fleiri séð þær en færslur annarra frambjóðenda. Georgescu háði sína kosningabaráttu að mestu á Tiktok. Miðillinn hefur sagt það alrangt að reikningur hans hafi fengið einhverja aðra meðferð en aðrir reikningar miðilsins. Elena Lasconi var í öðru sæti í kosningunum og átti því að mæta Georgescu í seinni umferðinni.Vísir/EPA Georgescu fékk 23 prósent atkvæða, Elena Lasconi, fékk 19 prósent í öðru sæti og forsætisráðherrann, Marcel Ciolacu var í þriðja sæti. Stjórnarskrárdómstóllinn vísaði á sama tíma frá kröfu tveggja frambjóðenda um að Georgescu um að afla fjár fyrir kosningabaráttuna með ólöglegum hætti. Hann hefur sjálfur neitað því að vera „Moskvumaður“ og segir pólitískar stofnanir ekki ráða við sigur hans og séu þannig að reyna að koma í veg fyrir hann. Rúmenía Evrópusambandið NATO Samfélagsmiðlar Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Sjá meira
Nokkuð óvænt niðurstaða var í fyrri umferð þar sem þjóðernissinninn Calin Georgescu bar sigur af hólmi. Georgescu er öfgahægrisinnaður, styður Rússland og er NATÓ-efasemdarmaður. Í frétt BBC segir að hann hafi í gegnum tíðina lofsungið forseta Rússlands, Vladimír Pútín. Ákvörðun dómstólsins kom í kjölfar þess að trúnaðargögn leyniþjónustunnar voru gerð opinber. Í þeim var gefið í skyn að Georgescu hefði grætt á aðgerð sem hefði snúið að því að snúa almenningsáliti og þannig hafa áhrif á kosninguna. Þá kom einnig fram að aðgerðinni hefði verið stýrt erlendis. Ciolacu hefur sagt ákvörðun dómstólsins þá einu réttu. Fram kemur í umfjöllun BBC að dómarar dómstólsins hafi hist í morgun, föstudag, þrátt fyrir að hafa tilkynnt í gær að þeir myndu ekki ræða þessar nýju upplýsingar varðandi möguleg utanaðkomandi áhrif á kosningarnar fyrr en það kæmi að annarri umferð kosninganna. Samkvæmt rúmenskum lögum á að halda kosningu tveimur sunnudögum eftir ógildingu sem hefði þá verið 22. desember. Dómstóllinn hefur hins vegar beðið stjórnvöld að endurtaka allt kosningaferlið, þar á meðal kosningaherferðina. Forgangur á TikTok Dómstóllinn óskaði eftir endurtalningu í síðustu viku eftir ásakanir um það færslur Calin Georgescu á samfélagsmiðlinum Tiktok hefðu notið einhvers konar forgangs í aðdraganda kosninganna og þannig fleiri séð þær en færslur annarra frambjóðenda. Georgescu háði sína kosningabaráttu að mestu á Tiktok. Miðillinn hefur sagt það alrangt að reikningur hans hafi fengið einhverja aðra meðferð en aðrir reikningar miðilsins. Elena Lasconi var í öðru sæti í kosningunum og átti því að mæta Georgescu í seinni umferðinni.Vísir/EPA Georgescu fékk 23 prósent atkvæða, Elena Lasconi, fékk 19 prósent í öðru sæti og forsætisráðherrann, Marcel Ciolacu var í þriðja sæti. Stjórnarskrárdómstóllinn vísaði á sama tíma frá kröfu tveggja frambjóðenda um að Georgescu um að afla fjár fyrir kosningabaráttuna með ólöglegum hætti. Hann hefur sjálfur neitað því að vera „Moskvumaður“ og segir pólitískar stofnanir ekki ráða við sigur hans og séu þannig að reyna að koma í veg fyrir hann.
Rúmenía Evrópusambandið NATO Samfélagsmiðlar Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Sjá meira