Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Tómas Arnar Þorláksson skrifar 6. desember 2024 21:22 Stefán Már Símonarson, framkvæmdastjóri Nesbúeggja. Magnús Hlynur Framkvæmdastjóri Nesbúeggja segist hafa brugðið að sjá dönsk innflutt egg til sölu í verslunum hér á landi. Hann segir stöðu eggja á Íslandi óþarflega tæpa eins og er. Að sögn Stefáns Más Símonarsonar, framkvæmdastjóra Nesbúeggja, er nú genginn í garð stærsti neyslutími eggja hér á landi á neytendamarkaði. Viðvarandi eggjaskortur hefur verið á landinu allt árið. Stefán ræddi málið við Reykjavík síðdegis í dag. Tollar á innfluttum eggjum Hann segist ekki geta lagt mat á það hvort þörf hafi verið á þessum innflutningi á eggjum. „Auðvitað get ég ekki stjórnað því, það vorum ekki við sem fluttum þau inn. Það er fullkomlega leyfilegt en það eru vissulega tollar á þeim.“ Ekki er útlit fyrir að bót verði á eggjaskortinum hér á landi í bili en verslanir hafa óskað eftir undanþágu frá tollkvóta svo hægt sé að flytja inn nóg af eggjum fyrir jólabaksturinn. Fréttastofa fjallaði um málið í nóvember. Eldsvoði hafi áhrif í fimm mánuði Hann segir greinina alla vonast til þess að geta annað eftirspurn hér á landi fljótlega. „Í gamla daga voru nóvember og desember alltaf langstærstu mánuðir ársins. Svo með auknum fjölda ferðamanna hefur það nú breyst svo að heildarmarkaðurinn er stærri frá og með júlí og fram eftir hausti. Það eru þá hótel og veitingahús.“ Í nóvember kviknaði í varphúsi eggjabús Nesbús. Tjónið var gífurlegt en uppbygging á sambærilegu húsi kostar um 150 milljónir en ekki er búið að leggja mat á heildartjónið. Um sex þúsund hænsni drápust í eldsvoðanum. Um er að ræða mikið áfall fyrir rekstur Nesbús. „Því miður þá lentum við í því óhappi og misstum eitt af varphúsunum okkar úr framleiðslu og misstum fuglinn sem í því var.“ Hefur það áhrif á framboðið núna á eggjum? „Ekki í augnablikinu nei, þetta voru unghænur sem voru ekki komnar í varp en hefðu núna seinni hluta desembers hefði farið að týnast eitthvað úr þeim í framhaldi af því hefði þetta farið að skipta máli. Við ætlum að reyna að hafa hraðar hendur og vera komin með nýtt hús í staðinn núna í vor. Þetta eru þá fimm mánuðir sem þetta hefur áhrif á okkur.“ Slökkvilið Dýraheilbrigði Vogar Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sjá meira
Að sögn Stefáns Más Símonarsonar, framkvæmdastjóra Nesbúeggja, er nú genginn í garð stærsti neyslutími eggja hér á landi á neytendamarkaði. Viðvarandi eggjaskortur hefur verið á landinu allt árið. Stefán ræddi málið við Reykjavík síðdegis í dag. Tollar á innfluttum eggjum Hann segist ekki geta lagt mat á það hvort þörf hafi verið á þessum innflutningi á eggjum. „Auðvitað get ég ekki stjórnað því, það vorum ekki við sem fluttum þau inn. Það er fullkomlega leyfilegt en það eru vissulega tollar á þeim.“ Ekki er útlit fyrir að bót verði á eggjaskortinum hér á landi í bili en verslanir hafa óskað eftir undanþágu frá tollkvóta svo hægt sé að flytja inn nóg af eggjum fyrir jólabaksturinn. Fréttastofa fjallaði um málið í nóvember. Eldsvoði hafi áhrif í fimm mánuði Hann segir greinina alla vonast til þess að geta annað eftirspurn hér á landi fljótlega. „Í gamla daga voru nóvember og desember alltaf langstærstu mánuðir ársins. Svo með auknum fjölda ferðamanna hefur það nú breyst svo að heildarmarkaðurinn er stærri frá og með júlí og fram eftir hausti. Það eru þá hótel og veitingahús.“ Í nóvember kviknaði í varphúsi eggjabús Nesbús. Tjónið var gífurlegt en uppbygging á sambærilegu húsi kostar um 150 milljónir en ekki er búið að leggja mat á heildartjónið. Um sex þúsund hænsni drápust í eldsvoðanum. Um er að ræða mikið áfall fyrir rekstur Nesbús. „Því miður þá lentum við í því óhappi og misstum eitt af varphúsunum okkar úr framleiðslu og misstum fuglinn sem í því var.“ Hefur það áhrif á framboðið núna á eggjum? „Ekki í augnablikinu nei, þetta voru unghænur sem voru ekki komnar í varp en hefðu núna seinni hluta desembers hefði farið að týnast eitthvað úr þeim í framhaldi af því hefði þetta farið að skipta máli. Við ætlum að reyna að hafa hraðar hendur og vera komin með nýtt hús í staðinn núna í vor. Þetta eru þá fimm mánuðir sem þetta hefur áhrif á okkur.“
Slökkvilið Dýraheilbrigði Vogar Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sjá meira