Yfirgáfu þingsalinn fyrir atkvæðagreiðsluna Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 7. desember 2024 10:52 Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu. AP Ólíklegt er að ákæra um embættismissi á hendur forseta Suður-Kóreu nái í gegnum Suður-kóreska þingið. Langflestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn áður en atkvæðagreiðslan hófst. Mikil vonbrigði eru meðal mótmælenda. Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu, var ákærður um embættismissi eftir að hafa lýst yfir neyðarherlögum í landinu fyrr í vikunni. Í stuttri ræðu í morgun baðst forsetinn afsökunar á þessari ákvörðun sinni. Til að ákæran komist í gegnum þingið þarf tvö hundruð atkvæði eða tvo þriðju þingsins. Stjórnarandstaðan þarf því átta atkvæði frá stjórnarflokknum. Allir nema þrír þingmenn stjórnarflokkins PPP yfirgáfu þingsalinn. Þingmaðurinn Ahn Cheol-soo var eini þingmaður stjórnarflokksins sem eftir sat og bættist svo Kim Ye-ji við. Þingmaðurinn Kim Sang-wook snéri aftur þegar atkvæðagreiðslan var hafin. Kim Sang-woo sagðist hafa kosið gegn ákærunni, líkt og stefna flokksins hans er. Hann telji það mikilvægt að greiða atkvæði. 105 þingmenn PPP yfirgáfu þingsalinn án þess að snúa aftur. Þingmennirnir hafa til klukkan 00:48 á staðartíma til að greiða atkvæði eða tólf mínútur í fjögur á íslenskum tíma. Eftir að atkvæðagreiðslan hófst bað talsmaður ákærunnar þingmennina sem yfirgáfu salinn að snúa aftur. „Eru þið ekki hrædd um að vera dæmd af sögunni, af fólkinu, af heiminum?“ sagði hann. Stjórnarandstaðan getur næst greitt atkvæði um ákæruna 11. desember. „Handtakið Yoon Suk Yeol“ Þúsundir mótmælenda eru fyrir utan þinghúsið og vilja flestir afsögn forsetans. Mik Fréttamaður BBC sem staddur er í höfuðborginni sagði að mótmælendur hefðu kallað á þingmennina sem gengu út. „Farið inn og greiðið atkvæði,“ sögðu þeir. Þá voru þingmennirnir einnig kallaðir svikarar og bleyður. Mótmælendurnir kölluðu einnig eftir því að handataka ætti Yoon Suk Yeol. „Frelsi lýðræðisins er að molna út af einum manni,“ sagði Choi Eun-chong, einn mótmælendanna. Þingmönnunum þremur sem snéru aftur inn í þingsalinn var fagnað ákaft. Vissu mótmælendur ekki að Kim Sang-wook kaus gegn ákærunni. Suður-Kórea Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira
Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu, var ákærður um embættismissi eftir að hafa lýst yfir neyðarherlögum í landinu fyrr í vikunni. Í stuttri ræðu í morgun baðst forsetinn afsökunar á þessari ákvörðun sinni. Til að ákæran komist í gegnum þingið þarf tvö hundruð atkvæði eða tvo þriðju þingsins. Stjórnarandstaðan þarf því átta atkvæði frá stjórnarflokknum. Allir nema þrír þingmenn stjórnarflokkins PPP yfirgáfu þingsalinn. Þingmaðurinn Ahn Cheol-soo var eini þingmaður stjórnarflokksins sem eftir sat og bættist svo Kim Ye-ji við. Þingmaðurinn Kim Sang-wook snéri aftur þegar atkvæðagreiðslan var hafin. Kim Sang-woo sagðist hafa kosið gegn ákærunni, líkt og stefna flokksins hans er. Hann telji það mikilvægt að greiða atkvæði. 105 þingmenn PPP yfirgáfu þingsalinn án þess að snúa aftur. Þingmennirnir hafa til klukkan 00:48 á staðartíma til að greiða atkvæði eða tólf mínútur í fjögur á íslenskum tíma. Eftir að atkvæðagreiðslan hófst bað talsmaður ákærunnar þingmennina sem yfirgáfu salinn að snúa aftur. „Eru þið ekki hrædd um að vera dæmd af sögunni, af fólkinu, af heiminum?“ sagði hann. Stjórnarandstaðan getur næst greitt atkvæði um ákæruna 11. desember. „Handtakið Yoon Suk Yeol“ Þúsundir mótmælenda eru fyrir utan þinghúsið og vilja flestir afsögn forsetans. Mik Fréttamaður BBC sem staddur er í höfuðborginni sagði að mótmælendur hefðu kallað á þingmennina sem gengu út. „Farið inn og greiðið atkvæði,“ sögðu þeir. Þá voru þingmennirnir einnig kallaðir svikarar og bleyður. Mótmælendurnir kölluðu einnig eftir því að handataka ætti Yoon Suk Yeol. „Frelsi lýðræðisins er að molna út af einum manni,“ sagði Choi Eun-chong, einn mótmælendanna. Þingmönnunum þremur sem snéru aftur inn í þingsalinn var fagnað ákaft. Vissu mótmælendur ekki að Kim Sang-wook kaus gegn ákærunni.
Suður-Kórea Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira