Hélt að rauð viðvörun þýddi stórsigur Liverpool-manna Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. desember 2024 11:35 Sæmundur vaknaði við fréttir af rauðri viðvörun í Liverpool-borg. Fyrsta hugsun var skiljanlega að stórsigur hans manna væru í kortunum. aðsend Stórleik Everton og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, sem átti að fara fram nú í hádeginu, hefur verið frestað vegna veðurs. Íslensk hjón sem gert höfðu sér ferð á leikinn deyja ekki ráðalaus og ætla að horfa á Manchester-liðin tapa í dag í staðinn. „Við vöknuðum hérna eldsnemma í morgun og ætluðum að tygja okkur upp á Goodison park, en kíktum á miðlana og sjáum að leiknum hefur hreinlega verið frestað,“ segir Sæmundur Jón Jónsson sem staddur er í Liverpool borg ásamt konu sinni Guðlaugu Elísabetu Ólafsdóttur. Guðlaug Elísabet við liðsrútuna.aðsend „Við vorum reyndar búin að sjá þessar veðurviðvaranir, rauð veðurviðvörun í Liverpool. Maður hélt náttúrulega að það væri bara af því að við værum að fara að vinna stórsigur á Everton.“ Sæmundur efast um að leikurinn verði spilaður á meðan þau hjón verði stödd ytra, enda stíft prógram framundan hjá Liverpool-mönnum sem hafa verið í fantaformi að undanförnu og unnið hvern leik á fætur öðrum með nýjan þjálfara í broddi fylkingar, hollendinginn Arne Slot. „Við vorum nú svo heppin samt, höfum verið hér í rúmlega viku og sáum frábæran leik gegn City. Svo skelltum við okkur í menningarferð til Newcastle og sáum þar æsispennandi leik“ Hjónin fylgdust með æsispennandi leik í Newcastle, úr gestastúkunni með stuðningsmönnum Liverpool.aðsend Mögnuðum leik Liverpool gegn Manchester City lauk með 2-0 sigri heimamanna. Og það í sömu viku og liðið lagði Real Madrid af velli.aðsend Spáð er stormi í dag þar en vindur mælist nú um 13 metrar á sekúndu, nokkuð sem Íslendingar myndu líklega bara láta sig hafa. Þess ber þó að geta að hellirignt hefur síðustu daga og líklegt að völlurinn sé morandi í pollum. „Núna er verið að kveðja Goodison og þetta var svona draumaleikurinn, að fara og vera á síðasta derby-leiknum á Goodison. Þannig þetta eru bara verulega mikil vonbrigði. En sem betur fer er Liverpool bara frábær borg,“ segir Guðlaug Elísabet. Þau deyja því ekki ráðalaus. „Við reiknum með að finna einhvern góðan pöbb hér í Liverpool og horfa á Crystal Palace og væntanlega Nottingham Forest. Þetta eru liðin sem eru að spila við Manchester-liðin, þannig við höldum auðvitað með Crystal Palace og Nottingham Forest.“ Leikurinn átti að fara fram á Goodison Park, heimavelli Everton sem mun færa sig um set á nýjan heimavöll fyrir næsta tímabil. getty Bretland Enski boltinn Veður Íslendingar erlendis Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Sjá meira
„Við vöknuðum hérna eldsnemma í morgun og ætluðum að tygja okkur upp á Goodison park, en kíktum á miðlana og sjáum að leiknum hefur hreinlega verið frestað,“ segir Sæmundur Jón Jónsson sem staddur er í Liverpool borg ásamt konu sinni Guðlaugu Elísabetu Ólafsdóttur. Guðlaug Elísabet við liðsrútuna.aðsend „Við vorum reyndar búin að sjá þessar veðurviðvaranir, rauð veðurviðvörun í Liverpool. Maður hélt náttúrulega að það væri bara af því að við værum að fara að vinna stórsigur á Everton.“ Sæmundur efast um að leikurinn verði spilaður á meðan þau hjón verði stödd ytra, enda stíft prógram framundan hjá Liverpool-mönnum sem hafa verið í fantaformi að undanförnu og unnið hvern leik á fætur öðrum með nýjan þjálfara í broddi fylkingar, hollendinginn Arne Slot. „Við vorum nú svo heppin samt, höfum verið hér í rúmlega viku og sáum frábæran leik gegn City. Svo skelltum við okkur í menningarferð til Newcastle og sáum þar æsispennandi leik“ Hjónin fylgdust með æsispennandi leik í Newcastle, úr gestastúkunni með stuðningsmönnum Liverpool.aðsend Mögnuðum leik Liverpool gegn Manchester City lauk með 2-0 sigri heimamanna. Og það í sömu viku og liðið lagði Real Madrid af velli.aðsend Spáð er stormi í dag þar en vindur mælist nú um 13 metrar á sekúndu, nokkuð sem Íslendingar myndu líklega bara láta sig hafa. Þess ber þó að geta að hellirignt hefur síðustu daga og líklegt að völlurinn sé morandi í pollum. „Núna er verið að kveðja Goodison og þetta var svona draumaleikurinn, að fara og vera á síðasta derby-leiknum á Goodison. Þannig þetta eru bara verulega mikil vonbrigði. En sem betur fer er Liverpool bara frábær borg,“ segir Guðlaug Elísabet. Þau deyja því ekki ráðalaus. „Við reiknum með að finna einhvern góðan pöbb hér í Liverpool og horfa á Crystal Palace og væntanlega Nottingham Forest. Þetta eru liðin sem eru að spila við Manchester-liðin, þannig við höldum auðvitað með Crystal Palace og Nottingham Forest.“ Leikurinn átti að fara fram á Goodison Park, heimavelli Everton sem mun færa sig um set á nýjan heimavöll fyrir næsta tímabil. getty
Bretland Enski boltinn Veður Íslendingar erlendis Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Sjá meira