Frábært gengi Brentford á heimavelli heldur áfram Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. desember 2024 17:01 Brentford er með besta heimavallarárangurinn í ensku úrvalsdeildinni. getty/Chloe Knott Brentford heldur áfram að gera það gott á heimavelli en í dag vann liðið Newcastle United, 4-2, í ensku úrvalsdeildinni. Þá sigraði Aston Villa botnlið Southampton, 1-0. Fyrri hálfleikurinn í leik Brentford og Newcastle var með fjörugra móti en fjögur mörk voru skoruð á 24 mínútna kafla í honum. Bryan Mbeumo kom Brentford yfir á 8. mínútu en Alexander Isak jafnaði þremur mínútum síðar. Yoane Wissa kom heimamönnum aftur yfir á 28. mínútu en Harvey Barnes jafnaði fyrir gestina á 32. mínútu. Staðan í hálfleik var 2-2. Á 56. mínútu skoraði varnarmaðurinn Nathan Collins eftir sendingu frá markverðinum Mark Flekken. Á lokamínútunni gulltryggði Kevin Schade svo sigur Brentford með sínu fjórða marki í síðustu þremur leikjum. Með sigrinum komst Brentford upp í 7. sæti deildarinnar. Af þeim 23 stigum sem liðið hefur náð í hafa 22 komið á heimavelli. Newcastle, sem er án sigurs í síðustu fjórum leikjum, er í 12. sæti með tuttugu stig. Annar sigur Villa í röð Villa lyfti sér upp í 5. sæti deildarinnar með sigrinum á Southampton. Jhon Durán skoraði eina mark leiksins á 24. mínútu. Villa hefur unnið tvo leiki í röð eftir afar brösugt gengi þar á undan. Southampton hefur tapað tólf af fimmtán leikjum sínum í vetur og er á botni deildarinnar með einungis fimm stig, átta stigum frá öruggu sæti. Enski boltinn
Brentford heldur áfram að gera það gott á heimavelli en í dag vann liðið Newcastle United, 4-2, í ensku úrvalsdeildinni. Þá sigraði Aston Villa botnlið Southampton, 1-0. Fyrri hálfleikurinn í leik Brentford og Newcastle var með fjörugra móti en fjögur mörk voru skoruð á 24 mínútna kafla í honum. Bryan Mbeumo kom Brentford yfir á 8. mínútu en Alexander Isak jafnaði þremur mínútum síðar. Yoane Wissa kom heimamönnum aftur yfir á 28. mínútu en Harvey Barnes jafnaði fyrir gestina á 32. mínútu. Staðan í hálfleik var 2-2. Á 56. mínútu skoraði varnarmaðurinn Nathan Collins eftir sendingu frá markverðinum Mark Flekken. Á lokamínútunni gulltryggði Kevin Schade svo sigur Brentford með sínu fjórða marki í síðustu þremur leikjum. Með sigrinum komst Brentford upp í 7. sæti deildarinnar. Af þeim 23 stigum sem liðið hefur náð í hafa 22 komið á heimavelli. Newcastle, sem er án sigurs í síðustu fjórum leikjum, er í 12. sæti með tuttugu stig. Annar sigur Villa í röð Villa lyfti sér upp í 5. sæti deildarinnar með sigrinum á Southampton. Jhon Durán skoraði eina mark leiksins á 24. mínútu. Villa hefur unnið tvo leiki í röð eftir afar brösugt gengi þar á undan. Southampton hefur tapað tólf af fimmtán leikjum sínum í vetur og er á botni deildarinnar með einungis fimm stig, átta stigum frá öruggu sæti.
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn