Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar 8. desember 2024 10:00 Jafnan koma upp eftir hverjar og einar Alþingiskosningar á Íslandi umræður hvort að úrslit kosninga hafi uppfyllt skilyrði um lýðræðislegar kosningar. Venjulegast eru úrslit þingkosninga almennt talin lýðræðisleg ef þau endurspegla frjálsar og sanngjarnar kosningar þar sem allir kjósendur hafa jafnan rétt á að kjósa og allir frambjóðendur hafa átt kost á að kynna stefnumál sín. Fyrra skilyrðið er varla hægt að efast um að gildi hér á landi, en það seinna má svo aftur deila um hvort að skili sér til kjósenda þ.e. hvort að frambjóðendur hafi átt kost á því að kynna stefnumál sín fyrir kjósendum. Aurar- og seðlar skipta í því sambandi afar miklu máli. Hlutverk fjölmiðla Íslenskir fjölmiðlar almennt að undanskildu RÚV eru í eigu markaðarins, einkaaðila. Hlutverk RÚV er meðal annars að stuðla að lýðræðislegri umræðu með fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu. RÚV stóð svo sem alveg undir því hlutverki sínu fyrir Alþingiskosningarnar þó pólitískir nördar eins og ég og fleiri telji að þeir geti á lesið milli lína um hvar hver og einn starfsmaður RÚV er staðsettur á pólitíska litrófinu og hagi störfum sínum og fréttamennsku samkvæmt því. Fjölmiðlar í eigu einkaaðila „spiluðu“ hinsvegar „leikinn“ með öðrum hætti. Sumir gerðu vel og aðrir gerðu ekki eins vel. Það er nokk vitað í hvaða eigu stærstu fjölmiðlar landsins eru og einnig þeir minni, landsmiðlar sem svæðisbundnir. Á stærstu fjölmiðlunum starfar fólk af allskyns sauðahúsi með allskonar skoðanir á mönnum og málefnum eins og gengur, á þeim minni einnig. Það er þó eins og landsmenn vita flestir mjög áberandi hvar slagsíða Morgunblaðsins liggur. Slagsíðan sú er hvorki til hægri né vinstri á hinu pólitíska litrófi. Slagsíðan liggur hvar hún best liggur við kinn eigenda þess miðils, samanber framboð fyrrverandi forsætisráðherra og líkgöngu hennar síðastliðið sumar. Morgunblaðið er miðill sem þiggur hundruð milljóna úr sameiginlegum sjóðum okkar landsmanna á ári hverju beint úr ríkissjóði, til viðbótar fær það fjármuni sem koma að stofni til frá okkur almenningi, eigendum auðlinda þjóðarinnar. Aðrir stærri fjölmiðlar á einkamarkaði haga sér ólíkt Morgunblaðinu, flestir með annars konar hætti þó einhver smá slagsíða geri vart við sig, við og við. Ástæðan?- ekki með eins ósvífna eigendur. Hlutverk kosningakerfis Kosningakerfi almennt í lýðræðisríkjum eru hönnuð með það í huga að vera sanngjörn (lýðræðisleg). Til eru nokkur kosningakerfi sem miða að því að fá sem sanngjarnasta niðurstöðu kosninga. Einfaldur meirihluti, hlutfallskosning, forgangsröðunarkerfi og blandað kerfi eru dæmi um slík kerfi. Hér á landi búum við það fyrirkomulag að 54 þingmenn eru kjördæmakjörnir þar sem að D´Hondt reglan ræður því hvaða þingmenn eru kjördæmakjörnir í hverju kjördæmi fyrir sig. Þessum sætum er úthlutað á grundvelli fylgis í hverju kjördæmi. Elvar Eyvindsson, odddviti L-lista í Suðurkjördæmi hefði sem dæmi getað fengið úthlutað slíku sæti eins og margt benti til í aðdraganda kosninga, en fékk ekki. Þá kemur að því að úthluta 9 jöfnunarsætum til viðbótar þessum 54 kjördæmakjörnu. Þessum sætum er úthlutað svo „hver stjórnmálsamtök fái þingmannatölu í sem fyllstu samræmi við heildaratkvæðatölu sína“. Einungis þau stjórnmálasamtök sem til greina koma að fá þessi sæti þurfa að minnsta kosti 5% fylgi á landsvísu. Reikniregla þeirrar úthlutunar er hvorki fyrir ljón né búktalarabrúður út í bæ að skilja. Hvað ef? Var niðurstaða kosninganna sanngjörn og lýðræðisleg? Hvað ef kosningakerfið væri uppbyggt með öðrum hætti? Hvað ef það kosningakerfi sem notað er í Færeyjum gilti hér, allt landið eitt kjördæmi? hvað ef þau kosningakerfi sem notuð eru annars staðar á Norðurlöndum væru notuð hér? Hvað ef við íslendingar notuðum annars konar kerfi en við notumst nú við? – Hver hefðu þá verið úrslit þingkosninganna? – Hver græðir og hver tapar? Ég tók saman nokkur dæmi um hvernig að niðurstaða kosninganna hefðu orðið ef við íslendingar notuðumst við annars konar kosningakerfi. Það er „Big time augljóst“ svo slett sé, að stærstu flokkarnir stórgræða á núverandi kosningakerfi. Sanngjarnt og lýðræðislegt? – Hver þjóð velur sína lýðræðislegu og sanngjörnu leið – er þetta kosningakerfið sem við íslendingar viljum búa við? Hér notumst við við D‘Hondt úthlutanarkerfi sem að byggir á því að deila í fjölda atkvæða með rauntölum 1,2,3 osfrv. á meðan að til dæmis á Norðurlöndum er deilitala í atkvæði oddatölur 1,3,5 osfrv.. Einhverstaðar á Norðurlöndunum þarf svo að yfirstiga á þröskuld með hærri deilitölu, til dæmis 1,4 fyrir fyrsta mann kjörinn. Niðurstaða kosninganna var lýðræðisleg og sanngjörn samkvæmt þeim leikreglum sem að við íslendingar höfum sett okkur, á því leikur enginn vafi, en viljum við búa við þetta kosningakerfi? Höfundur er byggingarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Mest lesið Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Jafnan koma upp eftir hverjar og einar Alþingiskosningar á Íslandi umræður hvort að úrslit kosninga hafi uppfyllt skilyrði um lýðræðislegar kosningar. Venjulegast eru úrslit þingkosninga almennt talin lýðræðisleg ef þau endurspegla frjálsar og sanngjarnar kosningar þar sem allir kjósendur hafa jafnan rétt á að kjósa og allir frambjóðendur hafa átt kost á að kynna stefnumál sín. Fyrra skilyrðið er varla hægt að efast um að gildi hér á landi, en það seinna má svo aftur deila um hvort að skili sér til kjósenda þ.e. hvort að frambjóðendur hafi átt kost á því að kynna stefnumál sín fyrir kjósendum. Aurar- og seðlar skipta í því sambandi afar miklu máli. Hlutverk fjölmiðla Íslenskir fjölmiðlar almennt að undanskildu RÚV eru í eigu markaðarins, einkaaðila. Hlutverk RÚV er meðal annars að stuðla að lýðræðislegri umræðu með fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu. RÚV stóð svo sem alveg undir því hlutverki sínu fyrir Alþingiskosningarnar þó pólitískir nördar eins og ég og fleiri telji að þeir geti á lesið milli lína um hvar hver og einn starfsmaður RÚV er staðsettur á pólitíska litrófinu og hagi störfum sínum og fréttamennsku samkvæmt því. Fjölmiðlar í eigu einkaaðila „spiluðu“ hinsvegar „leikinn“ með öðrum hætti. Sumir gerðu vel og aðrir gerðu ekki eins vel. Það er nokk vitað í hvaða eigu stærstu fjölmiðlar landsins eru og einnig þeir minni, landsmiðlar sem svæðisbundnir. Á stærstu fjölmiðlunum starfar fólk af allskyns sauðahúsi með allskonar skoðanir á mönnum og málefnum eins og gengur, á þeim minni einnig. Það er þó eins og landsmenn vita flestir mjög áberandi hvar slagsíða Morgunblaðsins liggur. Slagsíðan sú er hvorki til hægri né vinstri á hinu pólitíska litrófi. Slagsíðan liggur hvar hún best liggur við kinn eigenda þess miðils, samanber framboð fyrrverandi forsætisráðherra og líkgöngu hennar síðastliðið sumar. Morgunblaðið er miðill sem þiggur hundruð milljóna úr sameiginlegum sjóðum okkar landsmanna á ári hverju beint úr ríkissjóði, til viðbótar fær það fjármuni sem koma að stofni til frá okkur almenningi, eigendum auðlinda þjóðarinnar. Aðrir stærri fjölmiðlar á einkamarkaði haga sér ólíkt Morgunblaðinu, flestir með annars konar hætti þó einhver smá slagsíða geri vart við sig, við og við. Ástæðan?- ekki með eins ósvífna eigendur. Hlutverk kosningakerfis Kosningakerfi almennt í lýðræðisríkjum eru hönnuð með það í huga að vera sanngjörn (lýðræðisleg). Til eru nokkur kosningakerfi sem miða að því að fá sem sanngjarnasta niðurstöðu kosninga. Einfaldur meirihluti, hlutfallskosning, forgangsröðunarkerfi og blandað kerfi eru dæmi um slík kerfi. Hér á landi búum við það fyrirkomulag að 54 þingmenn eru kjördæmakjörnir þar sem að D´Hondt reglan ræður því hvaða þingmenn eru kjördæmakjörnir í hverju kjördæmi fyrir sig. Þessum sætum er úthlutað á grundvelli fylgis í hverju kjördæmi. Elvar Eyvindsson, odddviti L-lista í Suðurkjördæmi hefði sem dæmi getað fengið úthlutað slíku sæti eins og margt benti til í aðdraganda kosninga, en fékk ekki. Þá kemur að því að úthluta 9 jöfnunarsætum til viðbótar þessum 54 kjördæmakjörnu. Þessum sætum er úthlutað svo „hver stjórnmálsamtök fái þingmannatölu í sem fyllstu samræmi við heildaratkvæðatölu sína“. Einungis þau stjórnmálasamtök sem til greina koma að fá þessi sæti þurfa að minnsta kosti 5% fylgi á landsvísu. Reikniregla þeirrar úthlutunar er hvorki fyrir ljón né búktalarabrúður út í bæ að skilja. Hvað ef? Var niðurstaða kosninganna sanngjörn og lýðræðisleg? Hvað ef kosningakerfið væri uppbyggt með öðrum hætti? Hvað ef það kosningakerfi sem notað er í Færeyjum gilti hér, allt landið eitt kjördæmi? hvað ef þau kosningakerfi sem notuð eru annars staðar á Norðurlöndum væru notuð hér? Hvað ef við íslendingar notuðum annars konar kerfi en við notumst nú við? – Hver hefðu þá verið úrslit þingkosninganna? – Hver græðir og hver tapar? Ég tók saman nokkur dæmi um hvernig að niðurstaða kosninganna hefðu orðið ef við íslendingar notuðumst við annars konar kosningakerfi. Það er „Big time augljóst“ svo slett sé, að stærstu flokkarnir stórgræða á núverandi kosningakerfi. Sanngjarnt og lýðræðislegt? – Hver þjóð velur sína lýðræðislegu og sanngjörnu leið – er þetta kosningakerfið sem við íslendingar viljum búa við? Hér notumst við við D‘Hondt úthlutanarkerfi sem að byggir á því að deila í fjölda atkvæða með rauntölum 1,2,3 osfrv. á meðan að til dæmis á Norðurlöndum er deilitala í atkvæði oddatölur 1,3,5 osfrv.. Einhverstaðar á Norðurlöndunum þarf svo að yfirstiga á þröskuld með hærri deilitölu, til dæmis 1,4 fyrir fyrsta mann kjörinn. Niðurstaða kosninganna var lýðræðisleg og sanngjörn samkvæmt þeim leikreglum sem að við íslendingar höfum sett okkur, á því leikur enginn vafi, en viljum við búa við þetta kosningakerfi? Höfundur er byggingarverkfræðingur.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun