„Við ætlum ekki að skaffa Landspítalanum fleiri verkefni“ Eiður Þór Árnason skrifar 8. desember 2024 13:02 Húsin á Árbæjarsafni eru komin í jólabúning en það er ekki fyrir alla að komast að þeim þessa stundina. Helga Maureen Gylfadóttir Umfangsmikilli jóladagskrá Árbæjarsafns sem átti að fara fram í dag hefur verið aflýst vegna mikillar hálku. Telur starfsfólk að þetta sé í fyrsta sinn sem hún verður ekki á sínum stað frá því að hefðin hófst árið 1989, ef frá eru talin hin óvenjulegu Covid-ár. Helga Maureen Gylfadóttir, deildarstjóri miðlunar, safnfræðslu og viðburða hjá Borgarsögusafni Reykjavíkur, var önnum kafin við að afboða listamenn og handverksfólk þegar fréttamaður náði af henni tali. „Jólasveinarnir þurftu að fara aftur til fjalla og svo er það presturinn og organistinn og þau sem ætluðu að steypa kertin, þannig að þetta er fjöldi fólks sem við þurftum að hringja í og afboða.“ Hangikjötið tilbúið „Það er búið að sjóða hangikjötið og ég veit ekki hvað á að gera við það,“ bætir Helga við og hlær en til stóð að gefa gestum bita af því með nýsteiktu laufabrauði. Þá hafi staðið til að skera út jólafígúrur, prenta út jólakveðjur, spila spil og margt fleira. Starfsfólk Árbæjarsafns hafi keppst við að ryðja snjó og sanda malarstíga á safnsvæðinu síðustu daga en það hafi dugað skammt. Enn sé svell á svæðinu og ekki batnaði ástandið þegar það rigndi ofan á það í nótt. Til að bæta gráu ofan á svart er spáð frekari vætu í dag. Lofa ljúfri stemningu næsta sunnudag „Það er sama hvað við myndum reyna að salta og sanda, við myndum aldrei geta komið í veg fyrir að einhver gæti meitt sig,“ bætir Helga við. „Það er ekkert við þessu að gera. Við ætlum ekki að skaffa Landspítalanum fleiri verkefni.“ Líkt og áður segir hefur jóladagskrá Árbæjarsafns verið með svipuðu sniði í áratugi og er lögð áhersla á að veita gestum innsýn inn í jólahald Íslendinga í gegnum árin. Helga segir að dagurinn einkennist af ljúfri stemmingu og veiti smá frið frá því mikla verslunaráreiti sem einkenni oft jólahátíðina. „Þetta er alltaf mjög líflegt og skemmtilegt. Það hafa komið hátt í þúsund manns á svona degi svo okkur þótti ekki sniðugt að kalla til fólk. Það verður bara að fara á svellið á Ingólfstorgi í staðinn og skauta þar.“ Helga segir að þrátt fyrir ósköpin í dag verði þetta allt á sínum stað næsta sunnudag líkt og áður til stóð. „Við ætlum að halda ótrauð áfram.“ Reykjavík Söfn Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira
Helga Maureen Gylfadóttir, deildarstjóri miðlunar, safnfræðslu og viðburða hjá Borgarsögusafni Reykjavíkur, var önnum kafin við að afboða listamenn og handverksfólk þegar fréttamaður náði af henni tali. „Jólasveinarnir þurftu að fara aftur til fjalla og svo er það presturinn og organistinn og þau sem ætluðu að steypa kertin, þannig að þetta er fjöldi fólks sem við þurftum að hringja í og afboða.“ Hangikjötið tilbúið „Það er búið að sjóða hangikjötið og ég veit ekki hvað á að gera við það,“ bætir Helga við og hlær en til stóð að gefa gestum bita af því með nýsteiktu laufabrauði. Þá hafi staðið til að skera út jólafígúrur, prenta út jólakveðjur, spila spil og margt fleira. Starfsfólk Árbæjarsafns hafi keppst við að ryðja snjó og sanda malarstíga á safnsvæðinu síðustu daga en það hafi dugað skammt. Enn sé svell á svæðinu og ekki batnaði ástandið þegar það rigndi ofan á það í nótt. Til að bæta gráu ofan á svart er spáð frekari vætu í dag. Lofa ljúfri stemningu næsta sunnudag „Það er sama hvað við myndum reyna að salta og sanda, við myndum aldrei geta komið í veg fyrir að einhver gæti meitt sig,“ bætir Helga við. „Það er ekkert við þessu að gera. Við ætlum ekki að skaffa Landspítalanum fleiri verkefni.“ Líkt og áður segir hefur jóladagskrá Árbæjarsafns verið með svipuðu sniði í áratugi og er lögð áhersla á að veita gestum innsýn inn í jólahald Íslendinga í gegnum árin. Helga segir að dagurinn einkennist af ljúfri stemmingu og veiti smá frið frá því mikla verslunaráreiti sem einkenni oft jólahátíðina. „Þetta er alltaf mjög líflegt og skemmtilegt. Það hafa komið hátt í þúsund manns á svona degi svo okkur þótti ekki sniðugt að kalla til fólk. Það verður bara að fara á svellið á Ingólfstorgi í staðinn og skauta þar.“ Helga segir að þrátt fyrir ósköpin í dag verði þetta allt á sínum stað næsta sunnudag líkt og áður til stóð. „Við ætlum að halda ótrauð áfram.“
Reykjavík Söfn Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira