„Við ætlum ekki að skaffa Landspítalanum fleiri verkefni“ Eiður Þór Árnason skrifar 8. desember 2024 13:02 Húsin á Árbæjarsafni eru komin í jólabúning en það er ekki fyrir alla að komast að þeim þessa stundina. Helga Maureen Gylfadóttir Umfangsmikilli jóladagskrá Árbæjarsafns sem átti að fara fram í dag hefur verið aflýst vegna mikillar hálku. Telur starfsfólk að þetta sé í fyrsta sinn sem hún verður ekki á sínum stað frá því að hefðin hófst árið 1989, ef frá eru talin hin óvenjulegu Covid-ár. Helga Maureen Gylfadóttir, deildarstjóri miðlunar, safnfræðslu og viðburða hjá Borgarsögusafni Reykjavíkur, var önnum kafin við að afboða listamenn og handverksfólk þegar fréttamaður náði af henni tali. „Jólasveinarnir þurftu að fara aftur til fjalla og svo er það presturinn og organistinn og þau sem ætluðu að steypa kertin, þannig að þetta er fjöldi fólks sem við þurftum að hringja í og afboða.“ Hangikjötið tilbúið „Það er búið að sjóða hangikjötið og ég veit ekki hvað á að gera við það,“ bætir Helga við og hlær en til stóð að gefa gestum bita af því með nýsteiktu laufabrauði. Þá hafi staðið til að skera út jólafígúrur, prenta út jólakveðjur, spila spil og margt fleira. Starfsfólk Árbæjarsafns hafi keppst við að ryðja snjó og sanda malarstíga á safnsvæðinu síðustu daga en það hafi dugað skammt. Enn sé svell á svæðinu og ekki batnaði ástandið þegar það rigndi ofan á það í nótt. Til að bæta gráu ofan á svart er spáð frekari vætu í dag. Lofa ljúfri stemningu næsta sunnudag „Það er sama hvað við myndum reyna að salta og sanda, við myndum aldrei geta komið í veg fyrir að einhver gæti meitt sig,“ bætir Helga við. „Það er ekkert við þessu að gera. Við ætlum ekki að skaffa Landspítalanum fleiri verkefni.“ Líkt og áður segir hefur jóladagskrá Árbæjarsafns verið með svipuðu sniði í áratugi og er lögð áhersla á að veita gestum innsýn inn í jólahald Íslendinga í gegnum árin. Helga segir að dagurinn einkennist af ljúfri stemmingu og veiti smá frið frá því mikla verslunaráreiti sem einkenni oft jólahátíðina. „Þetta er alltaf mjög líflegt og skemmtilegt. Það hafa komið hátt í þúsund manns á svona degi svo okkur þótti ekki sniðugt að kalla til fólk. Það verður bara að fara á svellið á Ingólfstorgi í staðinn og skauta þar.“ Helga segir að þrátt fyrir ósköpin í dag verði þetta allt á sínum stað næsta sunnudag líkt og áður til stóð. „Við ætlum að halda ótrauð áfram.“ Reykjavík Söfn Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Sjá meira
Helga Maureen Gylfadóttir, deildarstjóri miðlunar, safnfræðslu og viðburða hjá Borgarsögusafni Reykjavíkur, var önnum kafin við að afboða listamenn og handverksfólk þegar fréttamaður náði af henni tali. „Jólasveinarnir þurftu að fara aftur til fjalla og svo er það presturinn og organistinn og þau sem ætluðu að steypa kertin, þannig að þetta er fjöldi fólks sem við þurftum að hringja í og afboða.“ Hangikjötið tilbúið „Það er búið að sjóða hangikjötið og ég veit ekki hvað á að gera við það,“ bætir Helga við og hlær en til stóð að gefa gestum bita af því með nýsteiktu laufabrauði. Þá hafi staðið til að skera út jólafígúrur, prenta út jólakveðjur, spila spil og margt fleira. Starfsfólk Árbæjarsafns hafi keppst við að ryðja snjó og sanda malarstíga á safnsvæðinu síðustu daga en það hafi dugað skammt. Enn sé svell á svæðinu og ekki batnaði ástandið þegar það rigndi ofan á það í nótt. Til að bæta gráu ofan á svart er spáð frekari vætu í dag. Lofa ljúfri stemningu næsta sunnudag „Það er sama hvað við myndum reyna að salta og sanda, við myndum aldrei geta komið í veg fyrir að einhver gæti meitt sig,“ bætir Helga við. „Það er ekkert við þessu að gera. Við ætlum ekki að skaffa Landspítalanum fleiri verkefni.“ Líkt og áður segir hefur jóladagskrá Árbæjarsafns verið með svipuðu sniði í áratugi og er lögð áhersla á að veita gestum innsýn inn í jólahald Íslendinga í gegnum árin. Helga segir að dagurinn einkennist af ljúfri stemmingu og veiti smá frið frá því mikla verslunaráreiti sem einkenni oft jólahátíðina. „Þetta er alltaf mjög líflegt og skemmtilegt. Það hafa komið hátt í þúsund manns á svona degi svo okkur þótti ekki sniðugt að kalla til fólk. Það verður bara að fara á svellið á Ingólfstorgi í staðinn og skauta þar.“ Helga segir að þrátt fyrir ósköpin í dag verði þetta allt á sínum stað næsta sunnudag líkt og áður til stóð. „Við ætlum að halda ótrauð áfram.“
Reykjavík Söfn Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Sjá meira