„Við ætlum ekki að skaffa Landspítalanum fleiri verkefni“ Eiður Þór Árnason skrifar 8. desember 2024 13:02 Húsin á Árbæjarsafni eru komin í jólabúning en það er ekki fyrir alla að komast að þeim þessa stundina. Helga Maureen Gylfadóttir Umfangsmikilli jóladagskrá Árbæjarsafns sem átti að fara fram í dag hefur verið aflýst vegna mikillar hálku. Telur starfsfólk að þetta sé í fyrsta sinn sem hún verður ekki á sínum stað frá því að hefðin hófst árið 1989, ef frá eru talin hin óvenjulegu Covid-ár. Helga Maureen Gylfadóttir, deildarstjóri miðlunar, safnfræðslu og viðburða hjá Borgarsögusafni Reykjavíkur, var önnum kafin við að afboða listamenn og handverksfólk þegar fréttamaður náði af henni tali. „Jólasveinarnir þurftu að fara aftur til fjalla og svo er það presturinn og organistinn og þau sem ætluðu að steypa kertin, þannig að þetta er fjöldi fólks sem við þurftum að hringja í og afboða.“ Hangikjötið tilbúið „Það er búið að sjóða hangikjötið og ég veit ekki hvað á að gera við það,“ bætir Helga við og hlær en til stóð að gefa gestum bita af því með nýsteiktu laufabrauði. Þá hafi staðið til að skera út jólafígúrur, prenta út jólakveðjur, spila spil og margt fleira. Starfsfólk Árbæjarsafns hafi keppst við að ryðja snjó og sanda malarstíga á safnsvæðinu síðustu daga en það hafi dugað skammt. Enn sé svell á svæðinu og ekki batnaði ástandið þegar það rigndi ofan á það í nótt. Til að bæta gráu ofan á svart er spáð frekari vætu í dag. Lofa ljúfri stemningu næsta sunnudag „Það er sama hvað við myndum reyna að salta og sanda, við myndum aldrei geta komið í veg fyrir að einhver gæti meitt sig,“ bætir Helga við. „Það er ekkert við þessu að gera. Við ætlum ekki að skaffa Landspítalanum fleiri verkefni.“ Líkt og áður segir hefur jóladagskrá Árbæjarsafns verið með svipuðu sniði í áratugi og er lögð áhersla á að veita gestum innsýn inn í jólahald Íslendinga í gegnum árin. Helga segir að dagurinn einkennist af ljúfri stemmingu og veiti smá frið frá því mikla verslunaráreiti sem einkenni oft jólahátíðina. „Þetta er alltaf mjög líflegt og skemmtilegt. Það hafa komið hátt í þúsund manns á svona degi svo okkur þótti ekki sniðugt að kalla til fólk. Það verður bara að fara á svellið á Ingólfstorgi í staðinn og skauta þar.“ Helga segir að þrátt fyrir ósköpin í dag verði þetta allt á sínum stað næsta sunnudag líkt og áður til stóð. „Við ætlum að halda ótrauð áfram.“ Reykjavík Söfn Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Fleiri fréttir Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Sjá meira
Helga Maureen Gylfadóttir, deildarstjóri miðlunar, safnfræðslu og viðburða hjá Borgarsögusafni Reykjavíkur, var önnum kafin við að afboða listamenn og handverksfólk þegar fréttamaður náði af henni tali. „Jólasveinarnir þurftu að fara aftur til fjalla og svo er það presturinn og organistinn og þau sem ætluðu að steypa kertin, þannig að þetta er fjöldi fólks sem við þurftum að hringja í og afboða.“ Hangikjötið tilbúið „Það er búið að sjóða hangikjötið og ég veit ekki hvað á að gera við það,“ bætir Helga við og hlær en til stóð að gefa gestum bita af því með nýsteiktu laufabrauði. Þá hafi staðið til að skera út jólafígúrur, prenta út jólakveðjur, spila spil og margt fleira. Starfsfólk Árbæjarsafns hafi keppst við að ryðja snjó og sanda malarstíga á safnsvæðinu síðustu daga en það hafi dugað skammt. Enn sé svell á svæðinu og ekki batnaði ástandið þegar það rigndi ofan á það í nótt. Til að bæta gráu ofan á svart er spáð frekari vætu í dag. Lofa ljúfri stemningu næsta sunnudag „Það er sama hvað við myndum reyna að salta og sanda, við myndum aldrei geta komið í veg fyrir að einhver gæti meitt sig,“ bætir Helga við. „Það er ekkert við þessu að gera. Við ætlum ekki að skaffa Landspítalanum fleiri verkefni.“ Líkt og áður segir hefur jóladagskrá Árbæjarsafns verið með svipuðu sniði í áratugi og er lögð áhersla á að veita gestum innsýn inn í jólahald Íslendinga í gegnum árin. Helga segir að dagurinn einkennist af ljúfri stemmingu og veiti smá frið frá því mikla verslunaráreiti sem einkenni oft jólahátíðina. „Þetta er alltaf mjög líflegt og skemmtilegt. Það hafa komið hátt í þúsund manns á svona degi svo okkur þótti ekki sniðugt að kalla til fólk. Það verður bara að fara á svellið á Ingólfstorgi í staðinn og skauta þar.“ Helga segir að þrátt fyrir ósköpin í dag verði þetta allt á sínum stað næsta sunnudag líkt og áður til stóð. „Við ætlum að halda ótrauð áfram.“
Reykjavík Söfn Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Fleiri fréttir Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Sjá meira