„Þetta er búið að valda fólkinu í hverfinu mikilli sorg“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. desember 2024 21:32 Myndin til vinstri er frá 2017 og sýnir skrautið sem þá var í garði Birnu Sigmundsdóttur. Nú er Birna hætt að skreyta. Vísir/samsett „Út með illsku og hatur inn með gleði og frið,” segir í texta Magnúsar Eiríkssonar við jólasmellinn Gleði og friðarjól. Það sem veitir einum gleði er þó ekki alltaf til þess fallið að skapa friðarjól. Þannig eru nágrannaerjur vegna jólaskrauts fastur liður á aðventunni að sögn formanns Húseigendafélagsins. Íbúi í Laugardal sem er hætt að skreyta vegna deilna við nágranna segir það huggun harmi gegn að nú fái skrautið notið sín á öðrum heimilum. Fyrir nokkrum árum heimsótti fréttastofan Birnu sem býr við Dragaveg en hún hefur árum saman skreytt vel og mikið í garðinum hjá sér svo athygli vakti. Núna er hins vegar ekkert jólaskraut í garðinum hjá Birnu, en deilur við nágrannann leiddu til þess að hún hætti að skreyta. „Þetta gladdi börnin, þetta gladdi eldra fólkið og íbúana hér í hverfinu. Og ég hef alltaf fengið að hafa þetta í friði og alltaf bætt meira við,“ segir Birna. En fyrir tveimur árum flutti inn nýr nágranni sem var ekki jafn hrifinn. „Fólkið á efri hæðinni það vildi ekki svona. Ég held að það haldi að það búi í einbýli. Nema jólaskrautið fór og þetta er búið að valda fólkinu í hverfinu mikilli sorg,“ segir Birna um leið og hún lýsir því sem hún kallar grófa atlögu nágranna síns að skrautinu í garðinum. „Það fékk ekkert að vera í friði, ekki neitt,“ segir Birna „Lögreglan er búin að koma hérna ansi mörgum sinnum til þess að reyna að tala við hann, en það tekst ekki,“ segir Birna sem að endingu ákvað að gefa allt skrautið til fólks sem hafði minna á milli handanna. Er það huggun harmi gegn að vita að skrautið fær að njóta sín á öðrum heimilum? „Já það finnst mér yndislegt, að vita það,“ svarar Birna. Birna Sigmundsdóttir hefur átt í deilum við nágranna sinn vegna skrauts í garðinum.Vísir/Ívar Hún kallar eftir því að Reykjavíkurborg geri úrbætur og skýri reglur um lóðamörk. „Ef að það verður ekki gert þá verða þessar deilur miklu verri,“ segir Birna. „Það þarf að taka á þessu máli því að ef að það er einn frekur aðili í húsi þá mun hann yfirtaka alla lóðina og enginn annar kemst þar að og það er svakalegt.“ Kvartanir og fyrirspurnir berast árlega á aðventunni Reynsla Birnu er ekki einsdæmi en formaður húseigendafélagsins segir deilur um jólaskraut rata inn á borð samtakanna á ári hverju. „Þetta geta verið kvartanir og stundum er bara verið að spyrja hverjar reglurnar eru,“ segir Hildur Ýr Viðarsdóttir, formaður Húseigendafélagsins. Hvað er það helsta sem fer í taugarnar á fólki? „Ég held að það sé kannski ef að þetta er mjög mikil lýsing eða blikkandi eða hávaði. Þá er þetta kannski farið að trufla nágranna ef þetta er of mikið. Það er kannski helst það sem fólk er að nefna,“ svarar Hildur. Mismunandi reglur gildi um það hvernig nálgast skuli deilur um jólaskraut eftir því hvort fólk býr í sérbýli eða fjölbýli. „Í sérbýli þá ræður þú svolítið sjálfur hvernig þú vilt skreyta þitt hús og haga þessu. Mörkin þar eru bara að þú sért ekki farinn að trufla nágrannana of mikið og stappa gegn friðhelgi einkalífs nágrannana. Það myndi kannski geta gerst ef að skreytingarnar eru svo miklar og kannski hávaði og einhver jólalög allan sólarhringinn, blikkandi ljós og svo framvegis,“ útskýrir Hildur. Hildur Ýr Viðarsdóttir lögmaður er formaður Húseigendafélagsins.Vísir/Bjarni Í fjöleignahúsum geti húsfélög sett samræmdar reglur um jólaskreytingar. „Þá er það bara einfaldur meirihluti sem ræður því. Þá verður fólk bara að una því sem er ákveðið, jafnvel þó að það sé kannski ekki til í að vera með græna seríu á svölunum eða eitthvað slíkt. Og kostnaðurinn þarf þá að deilast á alla.“ Þótt sumar deilur séu harðari en aðrar og í einstaka tilfellum sé kallað eftir aðstoð lögreglu segist Hildur ekki telja það vera algengt og hvetur hún nágranna til að sýna hver öðrum tillitssemi. „Þetta er nú yfirleitt eitthvað sem leysist en þegar jólaandinn kemur yfir fólkið þá kannski gleymast þessar erjur og svo er þetta náttúrlega bara tímabundið, þetta yfirleitt stendur bara yfir fram í janúar og þangað til að ljósin eru slökkt,“ segir Hildur. Jól Lögreglumál Reykjavík Nágrannadeilur Jólaskraut Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Fyrir nokkrum árum heimsótti fréttastofan Birnu sem býr við Dragaveg en hún hefur árum saman skreytt vel og mikið í garðinum hjá sér svo athygli vakti. Núna er hins vegar ekkert jólaskraut í garðinum hjá Birnu, en deilur við nágrannann leiddu til þess að hún hætti að skreyta. „Þetta gladdi börnin, þetta gladdi eldra fólkið og íbúana hér í hverfinu. Og ég hef alltaf fengið að hafa þetta í friði og alltaf bætt meira við,“ segir Birna. En fyrir tveimur árum flutti inn nýr nágranni sem var ekki jafn hrifinn. „Fólkið á efri hæðinni það vildi ekki svona. Ég held að það haldi að það búi í einbýli. Nema jólaskrautið fór og þetta er búið að valda fólkinu í hverfinu mikilli sorg,“ segir Birna um leið og hún lýsir því sem hún kallar grófa atlögu nágranna síns að skrautinu í garðinum. „Það fékk ekkert að vera í friði, ekki neitt,“ segir Birna „Lögreglan er búin að koma hérna ansi mörgum sinnum til þess að reyna að tala við hann, en það tekst ekki,“ segir Birna sem að endingu ákvað að gefa allt skrautið til fólks sem hafði minna á milli handanna. Er það huggun harmi gegn að vita að skrautið fær að njóta sín á öðrum heimilum? „Já það finnst mér yndislegt, að vita það,“ svarar Birna. Birna Sigmundsdóttir hefur átt í deilum við nágranna sinn vegna skrauts í garðinum.Vísir/Ívar Hún kallar eftir því að Reykjavíkurborg geri úrbætur og skýri reglur um lóðamörk. „Ef að það verður ekki gert þá verða þessar deilur miklu verri,“ segir Birna. „Það þarf að taka á þessu máli því að ef að það er einn frekur aðili í húsi þá mun hann yfirtaka alla lóðina og enginn annar kemst þar að og það er svakalegt.“ Kvartanir og fyrirspurnir berast árlega á aðventunni Reynsla Birnu er ekki einsdæmi en formaður húseigendafélagsins segir deilur um jólaskraut rata inn á borð samtakanna á ári hverju. „Þetta geta verið kvartanir og stundum er bara verið að spyrja hverjar reglurnar eru,“ segir Hildur Ýr Viðarsdóttir, formaður Húseigendafélagsins. Hvað er það helsta sem fer í taugarnar á fólki? „Ég held að það sé kannski ef að þetta er mjög mikil lýsing eða blikkandi eða hávaði. Þá er þetta kannski farið að trufla nágranna ef þetta er of mikið. Það er kannski helst það sem fólk er að nefna,“ svarar Hildur. Mismunandi reglur gildi um það hvernig nálgast skuli deilur um jólaskraut eftir því hvort fólk býr í sérbýli eða fjölbýli. „Í sérbýli þá ræður þú svolítið sjálfur hvernig þú vilt skreyta þitt hús og haga þessu. Mörkin þar eru bara að þú sért ekki farinn að trufla nágrannana of mikið og stappa gegn friðhelgi einkalífs nágrannana. Það myndi kannski geta gerst ef að skreytingarnar eru svo miklar og kannski hávaði og einhver jólalög allan sólarhringinn, blikkandi ljós og svo framvegis,“ útskýrir Hildur. Hildur Ýr Viðarsdóttir lögmaður er formaður Húseigendafélagsins.Vísir/Bjarni Í fjöleignahúsum geti húsfélög sett samræmdar reglur um jólaskreytingar. „Þá er það bara einfaldur meirihluti sem ræður því. Þá verður fólk bara að una því sem er ákveðið, jafnvel þó að það sé kannski ekki til í að vera með græna seríu á svölunum eða eitthvað slíkt. Og kostnaðurinn þarf þá að deilast á alla.“ Þótt sumar deilur séu harðari en aðrar og í einstaka tilfellum sé kallað eftir aðstoð lögreglu segist Hildur ekki telja það vera algengt og hvetur hún nágranna til að sýna hver öðrum tillitssemi. „Þetta er nú yfirleitt eitthvað sem leysist en þegar jólaandinn kemur yfir fólkið þá kannski gleymast þessar erjur og svo er þetta náttúrlega bara tímabundið, þetta yfirleitt stendur bara yfir fram í janúar og þangað til að ljósin eru slökkt,“ segir Hildur.
Jól Lögreglumál Reykjavík Nágrannadeilur Jólaskraut Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira